Bolsonaro vill skógana í burtu og taka upp fæðubruðl í staðinn.

Hinn brasilíski Trump vill svipaða hluti og fyrirmyndin bandaríska, losa um hömlur og eftirlit með umhverfisspjöllum, raða í kringum sig mönnum, sem hatast við umhverfisvernd og hafa beina hagsmuni af því að olíu- og kolaiðnaður verði efldur. 

"Bols"onari er meðmæltur því að ganga á milli "bols" og höfuðs á skógunum og brjóta skógarsvæðín undir ræktun fyrir nautgriparækt, sem felur í sér eitthvert mesta bruðl, sem hægt er að stunda, því að til þess að framleiða ákveðinn fjölda hitaeininga við neyslu nautakjöts, er hægt að framleiða átta sinnum meiri næringu beint úr maísnum eða grænfóðrinu en með nautgriparæktinni.  


mbl.is Mesta skógareyðing í áratug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þyngdin er á við þyngd koltvísýrings úr 8000 bílum.

Meðal losun á bíl af koltvísýringi er um 150 grömm á hvern ekinn kílómetra. Meðalakstur getur verið um 15 þúsund kílómetrar á ári, eða um 40 kílómetrar á dag. 

Það þýðir um 6 kíló af koltvísýringi á hverjum degi frá meðalbílnum. Þyngd metansins, sem verður til undir Sólheimajökli daglega, er því á við þyngd koltvísýrings úr 8000 bílum. 

Það samsvarar útblæstrinum úr um 5 prósentum af íslenska bílaflotanum. 

Ekki er síðuhafi með á hraðbergi mismuninn á gróðurhúsaáhrifum metans og koltvísýrings, og einhverjir kunna að segja, að þegar allur útblástur íslenskra jarðhitasvæða sé tekinn með í reikninginn sé þar um að ræða svo drjúga tölu, að það sé tilgangslaust að vinna á móti því. 

Svona röksemdafærsla hefur stundum verið afgreidd með setningunni "svo skal böl bæta, að benda á annað verra." 

En viðfangsefni jarðarbúa varðandi þúsund milljón bíla alls felur í sér hreina viðbót við náttúrulegan útblástur gróðurhúsalofttegunda og þær afleiðingar af þeirri stóru viðbót auk viðbótar frá iðnaði og annarri neyslu, nú vex magnið hraðar í andrúmsloftinu en dæmi eru um í síðustu tvær milljónir ára og er þegar orðið það mesta á þessum tíma jarðsögunnar. 

 


mbl.is Metan streymir undan Sólheimajökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband