"...vel tengdur í Danmörku..."

Þórunn Jarla Valdimardsdóttir hefur skrifað afar athyglisverða bók, sem lengi hefur vantað, bók um Skúla Magnússson fógeta. Ástæðurnar geta verið margar, um eina þeirra má setja spurninguna um það, hve mikinn þátt í afrekum Skúla Danir áttu.

Í tengdri frétt á blog.is segir að hluti af af því sem Skúli fékk framgengt hafi verið að hann hafi verið "vel tengdur í Danmörku." 

Þetta er mikilvægt að skoða nánar því að í þeirri Íslandssögu sem flestir þekkja, er stillt upp sem tveimur andstæðum og fylkingum, annars vegar Íslendingar og hins vegar Danir. 

En á síðari árum hafa verk margra innlendra og erlendra sagnfræðinga leitt það fram, að þessi einfalda mynd sé ekki alls kostar rétt, heldur hafi frekar verið um stéttarlega og hygmyndarfræðilega andstæða hópa að ræða, að miklu leyti þvert á þjóðerni. 

Nokkrir íslenskir sagnfræðingar og sænski sagnfræðingurinn Hans Gustavsson hafa lýst aðstæðunum á síðari hluta 18. aldar á þann veg, að í Danmörku hafi verið vaxandi hreyfing umbótasinnaðra manna, sem þurftu að glíma við íhaldssöm öfl varðandi umbætur og framfarir. 

Á Íslandi hafi nokkurs konar íslenskur aðall, embættismenn og stórbændur sem áttu 95% af öllum bújörðum landsins, staðið í vegi fyrir öllum þeim umbótum sem gætu haggað valdi þeirra, sem var svo mikið, að Gustavsson lýsir því þannig að hvergi í Evrópu réði einvaldskonungur jafn litlu í landi sínu og Danakonungur réði á Íslandi. 

Hinn íslenska valdastétt sýndi augljósa tregðu við hugmyndum um myndun þéttbýlis við sjávarsíðuna. 

Einkum kom þetta fram í kringum 1770 þegar Struense hafði hvað mest völd og það blasti við, að á Íslandi fækkaði fólki á sama tíma sem Norðmönnum fjölgaði mikið, og sett var á fót svonefnd Landsnefnd til að rannsaka málið og leita leiða til úrbóta.  

Nefndi fékk tíu atriði til athugunar og á Íslandi máttu þegnarnir senda inn eigin tillögur. 

Í stórum dráttum tókst valdastéttinni með ítökum sínum í báðum löndunum að koma í veg fyrir framkvæmd langflestra tillagnanna. 

Undantekning fólst í því sem Skúla tókst að hrinda í framkvæmd, og sennilega vegna þess að hann var "vel tengdur í Danmörku", tengdur umbótasinnuðum og öflugum Dönum. 

Ég bíð spenntur eftir því að skoða þetta í bók Þórunnar til þess glöggvunar. 


mbl.is Skúli var mikil tilfinningavera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það kraumar undir.

Það vill svo til að á ferð út á land þessa dagana heyrir maður mikið rætt um átökin í Sjómannafélagi Íslands og skynjar að mikið kraumar undir hjá mörgum varðandi það ástand sem ríkir í sjávarútveginum hér á landi. 

Hinar fjölbreytilegustu sögur af því ástandi sem hinir miklu fjármunir og tengd völd í gegnum þennan gríðarlega auð hefur skapað virðast þó aðeins toppurinn á ísjakanum. 

En í okkar örsmáa þjóðfélagi tengsla, vensla og skyldleika gefur auga leið að þrátt fyrir hlægilegar niðurstöður beint í aðdraganda Hrunsins um að okkar þjóðfélag væri það óspilltasta í heimi (!) eru aðstæður einfaldlaga og einmitt þannig, að þær beinlínsi kalla á fjölþætta spillingu. 

Átökin í Sjómannafélagi Íslands er aðeins hluti af þessu ástandi, sem kemur upp á yfirborðið. 

Um það gildir að peningar fela í sér vald; vald spillir og þeim mun meira sem valdið er meira. 

Fróðlegt verður að sjá ef Félagsdómur úrskurðar um þetta tiltekna mál.  


mbl.is „Hættur að botna neitt í þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súrnun og hlýnun sjávar sjaldan nefnd.

Engir ættu að vera betur á tánum varðandi ástand sjávar en Íslendingar, svo mjög sem við erum háðir sjávarfangi. 

Súrnin og hlýnun sjávar eru óumdeilanleg og því sérkennilegt að þessi fyrirbæri, sem hafa mikil og margvísleg áhrif, eru sjaldan eða aldrei nefnd í umræðunni. 

Í staðinn hamast "kuldatrúarmenn" við að halda því fram að loftslag fari kólnandi, og lesa jafnvel gröf, sem sýna hitann hækka síðustu 40 ár eins og skrattinn biblíuna, á þann hátt að fullyrða að samt "fari heimurinn kólnandi". 

Og í öðru línuriti, sem sýná á að koltvísýringinn í aldrúmsloftinu hafi aldrei verið lægri en nú síðustu 600 milljón ár, er línan 20 þúsund ár á breidd, svo að hún getur auðvitað ekki sýnt aukninguna síðustu 100 ár.

Ef koltvísýringurinn er í sögulegu lágmarki núna, hvert fer þá hinn margfaldi útblástur?


mbl.is Hlýnun sjávar verulega vanmetin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband