Skúffupólitíkin lifir góðu lífi.

Hér í eina tíð mátti heyra orðið skúffupólitík nefnt þegar verið væri að spara á einu afmörkuðu og þröngu sviði þótt það kostaði miklu meira fé fyrir heildina. 

Nýleg dæmi um þetta hjá ríkissjóði, sjóði allra landsmanna, eru nískupúkabrögð sem notuð eru varðandi biðlista áfengissjúklinga og hliðstæð biðlistaviðbrögð varðandi brýnar samgöngubætur. 

Í báðum tilfellum er um að ræða frestun á aðgerðum sem hafa í för með sér miklu meiri sparnað hvað snertir dauða fólks eða alvarleg skakkaföll heldur en nemur fjárveitingunni sem skorin er við nögl, að ekki sé minnst á það sem ekki eru metnar til fjár þjáningar og áhrif langt út fyrir einstaklingana sem í hlut eiga. 

Þrátt fyrir allt fagurgalatalið um að stjórnmálamenn þjóni almannahagsmunum eða heildarhagsmunum, er hið gagnstæða stundað sí og æ. 


mbl.is 200 milljónir til að losna við biðlista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjaneshringlið byrjaði 1959.

Fram til 1959 voru örnefnin á Reykjanesskaga rökrétt og góð. 

Ysti hluti skagans, sem skagar út til suðvesturs, hét og heitir enn Reykjanes, og Keflavík og Njarðvík voru Faxaflóamegin á skaganum.Reykjanes, kort (1)

Allt svæðið frá Vogum í norðri til Grindavíkur hét og heitir enn Suðurnes og fólkið á öllu þessu svæði Suðurnesjamenn. 

Svæðið Rosmhvalanes eða Miðnes, sem vísar í norður frá skaganum með Garðskaga sem útvörð, var kallað Útnes og íbúarnir Útnesjamenn. 

Þetta sést glöggt í ljóðinu um Suðurnesjamenn, þegar sungið er: - 

"Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn..."

og "Ekki var að spauga með þá Útnesjamenn." Reykjanesskagi, kort

Undir síðarnefnda svæðið heyrðu bæði Sandgerði og Garður, og því eðlilegast að nýtt sameinað sveitarfélag héti einfaldlega Útnes og íbúarnir Útnesjamenn. 

Fram til 1959 náði einmenningskjördæmi allt frá Reykjanestá í suðvestri til botns Hvalfjarðar og hét "Gullbringu- og Kjósarsýsla." Látum það vera. 

En 1959 byrjaðið hringlið, sem engan enda ætlar að taka. Ákveðið var að breyta nafninu í Reykjaneskjördæmi og fella Hafnarfjörð, sem hafði verið einmenningskjördæmi, inn í það. 

Að kenna í framhaldinu Hafnarfjörð, Álftanes, Kópavog, Garðabæ og Mosfellshrepp við lítið útnes í 50 kílómetra fjarlægð verður að flokkast sem mikill misskilningur. 

Og raunar afleitur misskilningur, því að smám saman fór fólk að tala um allt kjördæmissvæðið sem Reykjanes. 

Afleiðingarnar hrúguðust upp og gera það enn, en hefðu kannski ekki gert það ef þetta kjördæmi á árunum 1959-1999 hefði heitið Suðvesturkjördæmi.

Með sameiningu Keflavíkur og Ytri- og Innri-Njarðvíkur var stofnað stækkað sveitarfélag sem fékk nafnið Reykjanesbær. DSC04722

Aldeilis fráleitt. Því að Reykjanes er ekkert nálægt þessum bæjum. 

Skárra hefði verið að nefna þetta nýja bæjarfélag Suðurnesjabæ, og nýja bæjarfélagið núna Útnesjabæ. Garðurinn er norðar en Keflavík/Reykjanesbær. 

En kannski rætist úr þessu ef það eðlilega gerist, að öll sveitarfélögin í vestur frá Vatnsleysuströnd og Selvogi sameinist í einn Suðurnesjabæ, þar sem íbúarnir heita Suðurnesjamenn. DSC04719

P. S.  Úr launsátri felunafns gerir maður, sem nefnir sig Vagn, harða árás á það sem hér að ofan er sagt um Reykjanes, telur það tóman þvætting hjá mér sem sagt er um þetta nes yst á Reykjanesskaganum og þar með að ég sé alger ómerkingur í þessu efni. 

Vagn fullyrðir að hið eina rétta sé, að Reykjanes ("Reykjanes er hluti af Reykjanesi") sé aðeins ysti hlutinn á hinu raunverulega Reykjanesi, sem innifeli allan þann stóra skaga, sem er á suðveturhorni landsins. Reykjan.skagi ,bók

Vagn færir engar heimildir fyrir þessum ásökunum um stórfelldar rangfærslur mínar, og er það ansi hart að þurfa að nefna aðeins örfáar af ótal heimildum sem finna má til að sanna það sem sagt er í pistli mínum um Reykjanesið. Nýútkomin er stórmerk og vönduð ljósmyndabók um Reykjanesskagann, sem auðvitað fer rétt með og er með forsíðumynd af Sogunum og Keili, sem eru rúmlega 30 kílómetra frá Reykjanesinu. 

Einnig má benda á heimildamynd sem Ari Trausti Guðmundsson og Valdimar Leifsson gerðu um Reykjanesskagann. 


mbl.is Suðurnesjabær hlutskarpast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband