Þrumu Umhverfisþing.

Stóri salaurinn á Grand hótel stútfullur vegna metaðsóknar á Umhverfisþing og vönduð dagskrá hefur verið ánægjulegur viðburður að fylgjast með. DSC04814

Það hafa verið svo margar jákvæðar tölur um gildi þjóðgarða eins og Snæfellsjökuls sem mokar milljörðum inn í efnahagslíf landsins samkvæmt vandaðri rannsókn. 

Og það er ekki hægt að afgreiða þessar tölur með því að ferðafólkið hafi hvort eð er átt leið inn á svæðið, því að ysti hluti Snæfellsness er einfaldlega þannig í sveit settur, að til þess að komast þangað þarf að aka sérstaklega eftir endilöngu nesinu og til baka aftur. Hjarta landsins, bók

Það er ekki ónýtt að sjá og heyra þetta þegar nú stefnir í það að jósmyndaljóðabók okkar Friðþjófs Helgasonar með heitinu "Hjarta landins" er væntanleg. 

Hún er með 75 ljóðum, sem eru helguð sambúð náttúru landsins og þjóðarinnar og, eins og nafnið bendir til, einnig drauminum um stóran heilsteyptan þjóðgarð á iðhálandi landsins.  


mbl.is 63% fylgjandi stofnun þjóðgarðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ávörpin hafa ekki komið í veg fyrir illskeytta umræðu.

Ef ávörpin háttvirtur og hæstvirtur hafa upphaflega verið ætluð til að mynda eins konar skjallbandalag á Alþingi þar sem þingmenn og ráðherrar hæfu sig sjálfir upp fyrir almúgann, er notkun þessara ávarpa tímaskekkja. 

Hafi íhaldssemi í þau á síðari tímum verið rökstudd með því að þau myndu draga úr illskeyttum ummælum þingmanna í garð hvor annarra og ráðherra, hefur sú ekki orðið raunin. 

Þvert á móti virka þessi ávörp frekar ankannalega á þá sem heyra þau notuð, enda hefur virðing og traust almennings á þingmönnum verið í sögulegu lágmarki undanfarin ár. 

Það er því í besta falli umdeilanlegt hvort þessi hástemmdu skjallyrði gera gagn eða jafnvel ógagn. 


mbl.is Hætti að vera hátt- og hæstvirtir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búið að vera ígildi dýrkeypts brandara upp á tugi milljarða.

Milli Salahverfis í Kópavogi og Seljahverfis í Reykjavík er svo stutt, að þetta eru kannski niður undir 100 metra á milli sumra húsa í Reykjavík og í Kópavogi. 

En í staðinn að hafa þarna ökuleið í gegn eða jafnvel ökuleiðir,  hafa vegalengdirnar á milli einstakra húsa í hverfinu verið einhverjir þrír til fimm kílómetrar. 

Lítur út eins og brandari en þegar litið er vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið er samanlagður brandari skipulagsfáránleika orðinn ansi dýr í gegnum áratugina. 

Er svo sannarlega mál að linni. 


mbl.is Hverfi tengd með nýjum strætóvegum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband