Í samræmi við trúna á minnsta CO2 í 600 milljón ár.

Undanfarin ár hafa þeir, sem trúa á vöxt notkunar jarðefnaeldsneytis, birt alls konar "óvéfengjanleg gögn" um að allt sé í fína lagi og meira að segja nauðsynlegt að auka notkun jarðaefnaeldsneytis, svo sem kola. CO2 í 600 milljón ár

Til að "sanna" það, að CO2 fari síminnkandi er birt aftur og aftur sama línuritið, sem sýnir CO2 í andrúmsloftinu undanfarin 600 milljón ár. 

Nauðsyn þess að sýna CO2 í 10 þúsund sinnum lengri tíma en nemur þeim tíma, sem mannkynið hefur verið á jörðinni sést vel þegar þetta "óyggjandi" línurit er skoðað. 

Línan sjálf er 200 þúsund ára breið, og auðvitað kemst aukning CO2 í 200 ár alls ekki fyrir á svona fáránlegu riti, heldur er stökkið upp á við á síðustu árum falið eins og örlítil ósýnileg öreind inni í þessari breiðu línu. 

En í ljósi svona "vísinda" er auðvitað hægt að fara á loftslagsráðstefnu og reka áróður fyrir aukinni brennslu kola og annars jarðefnaeldsneytis. 

Hegðun bandarísku ráðamannanna á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna minnir á hegðun tóbaksfrmaleiðenda um miðja síðustu öld, sem ekki aðeins afneituðu af  hörku óhollustu reykinga, heldur lögðu sig í líma við að eyða peningum í rádýrar og stórar auglýsingar, sem sýndu reykjandi frægt fólk sem ímynd hreysti og heilsu. 


mbl.is Auglýsa kol á loftslagsráðstefnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband