Ein kenningin: Bára var send sérstaklega til að bjarga Ágústi Ólafi.

Undanfarna viku hafa hinar fjölbreytilegustu samsæriskenningar í Klausturmálinu hreinlega hrúgast upp á bloggíðum og samfélagsmiðlum, stundum fleiri en ein á dag hjá sumum skrifurum. 

Á tímabili var búið að rekja upptökurnar á Klausturbarnum til nafngreinds þingmanns Pírata, en síðan kom Bára Halldórsdóttir fram, og nú er búið að snúa málinu á haus með þeirri kenningu, að aðförin gegn sexmenningunum hafi verið skipulögð til þess að bjarga Ágústi Ólafi frá sínu máli með því að fela það og láta það drukkna.

Í svona kenningu kemur mál Ágústar út sem aðalmálið. 

Kenningin rekur í smáatriðum hvernig máli Ágústar hafi verið haldið niðri, en Bára Halldórsdóttir hafi verið send sérstaklega til þess að taka upp hinar einstæðu umræður sexmenninganna á Klausturbarnum, til þess að geta komið þeim í fjölmiðla á undan máli Ágústar. 

Þessi samsæriskenning virðist líta nokkuð vel út í augum spunameistarinnar, og nú er bara að sjá rökrétt framhald, útlistun á því hvernig Bára gat vitað um það fyrirfram hve lengi og hvernig sexmenningarnir myndu tala og haga sér.

Miðað við hinar fjölbreytilegu samsæriskenningar er ekki útilokað að næst verði fundin nauðsynleg kenning um að samstarfsmaður Báru í hópi sexmenninganna, svikari í hópnum, hafi tryggt þá útkomu á upptökunni sem að hafi verið stefnt. 

Reyfarar eru vinsælt lesefni um hátíðarnar. Við getum beðið spennt eftir næsta skrefi í þessum mest lesna reyfara á aðventunni. 

 


mbl.is Bára fer fyrir héraðsdóm á mánudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minni líkur á því að hrakspár rætist?

Þegar í ljós kom fyrir ári, að hin gríðarlega fjölgun erlendra ferðamanna myndi fara að minnka eitthvað virtust margir verða óttaslegnir og hrakspár af ýmsu tagi urðu til.

Það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem Íslendingar hristast á límingunum yfir því þegar óeðlilegur vöxtur, svo sem uppgripin í síldveiðunum fyrir hálfri öld, getur ekki haldið áfram.

Í ellefu hundruð ára baráttu þjóðarinnar við óblíð búsetuskilyrði jafngilti hvalreki, sem var uppurinn því, að nú væru erfiðleikar framundan. 

Margfaldur fjöldi ferðamanna á örfáum árum hleypti af stað fjárfestingaæði í öllu, sem tengdist ferðaþjónustu, og birtist nú síðast í hótelbyggingum, þar sem valtað er sums staðar yfir söluvöruna, upplifun á sérstæðri náttúru og friðsælu þéttbýli með vinjum á borð við Víkurkirkjugarð. 

Nú er aftur von til þess að hæfileg og aðgætin uppbygging geti átt sér stað í ferðaþjónustunni og efnahagslífinu í stað óðasóknar og æðibunugangs.  


mbl.is Mun efla ferðaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðlindarentan er óskaplega lág en verð kvótans hátt.

Fyrir nokkrum árum hlýddi ég á mjög fróðlegt erindi Indriða H. Þorlákssonar um auðlindarentu, en hann er afar fróður um slík mál.  

Niðurstaða hans var sú, að sú auðlindarenta, sem er í formi veiðigjalda sé óskaplega lág, raunar fáránlega lág. 

Og þegar skoðaðar eru önnur gjöld, sem eru á ferðinni innan sjávarútvegsins, svo sem verð á leigukvóta, sést, að miðað við afar háar upphæðir, sem þar renna til manna, sem skammta sjálfum sér arð upp á milljarða, er renta þjóðarinnar, sem á að vera handhafi auðlindarinnar, skammarlega lág. 

Verðið á kvótanum er hin raunverulega byrði, sem hvílir á hinum smærri í því miðaldalega kerfi, sem viðgengst í formi sægreifanna og leiguliðanna. 


mbl.is Líklega milljarðatjón fyrir þjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband