Vandi upplýsingaþjóðfélagsins.

Tvær hliðar eru á því máli, að þingmönnum og kjósendum sé þörf á að fá upplýsingar um mál sem varða almenning miklu. 

_nnur hliðin er sú, að ef upplýsingar skorti um of vegna brýnna mála, á þingið erfitt með að marka bestu stefnuna. Og ef þeir, sem búa yfir upplýsingunum, fara sjálfir á mis við nauðsynlegar staðreyndir, sé það hollt fyrir þá sjálfa og þjóðina, sem hefur þá í vinnu, að vita um eðli mála. 

Hin hliðin er sú að flóð fyrirspurna geti orðið svo mikið, oft um lítilsverðari mál, að það skerði starfshæfni kerfisins. 

Fyrirspurn Þórsteins Sæmundssonar er greinilega þess eðlis, að hún varðar almannahag og að dráttur á svari, næstum heilt ár, sé engan veginn réttlætanlegur. 


mbl.is „Hef verið kurteis hingað til“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamall kækur, sem tekur sig enn upp?

Hjá Vegagerðinni vinnur afbragðs fólk og margar framkvæmdir hennar víða um land eru snilldarlega útfærðar. 

Þegar kona ein, sem ég því miður man ekki nafnið á, hélt fyrir nokkrum árum kynningu á Grand hótel á vandaðri mastersúttekt sinni í samræmi við háskólakröfur á því hvernig íslensk fyrirtæki og stofnanir bregðast við mati á umhverfisáhrifum, bjóst ég því við því að Landsvirkjun gæti orðið þar efst á blaði. 

En flestum til mikillar undrunar kom Vegagerðin langverst út. Það var frekar regla en hitt, að hún færði flest matsatriðin til sér í hag og sérskoðunum þar á bæ. 

Þetta er svo sem ekki einsdæmi hvað snertir fyrirtæki sem standa í framkvæmdum. Þannig er í matsskýrslu einkafyrirtækis, framkvæmdaaðila Búlandsvirkjunar, markvisst færð niður flokkun á gróðri, skógur talinn kjarr, kjarr talið lyng, lyng talið gras eða mosi og mosi talinn auðn. 

Og fimm fallegir fossar í þeim hluta Skaftár sem þurrka á upp, voru ekki taldir vera til, né heldur hinir fallegu hólmar í þessum hluta árinnar. 

Vegagerðin virðist of oft á ferli sínum hafa farið sínu fram. Þannig harðneitaði hún því sem Sverrir Runólfsson hélt fram eftir Bandaríkjadvöl, að sú aðferð við að leggja bundið slitlag þar vestra og hann nefndi "blandað á staðnum" ætti nokkuð erindi hér á landi. 

Farið var í eins konar herferð gegn Sverri svo að gárungar fóru að kalla hann Sverri Raunólfsson. 

Eftir nokkurra ára baráttu Vegagerðarinnar gegn þessum framförum, var Sverri loks úthlutað kafla á Kjalarnesi, sem var nokkurn veginn sá versti sem hann gat fengið, vegna mýrlendis undir vegarstæðinu. 

Þegar vegurinn varð öldóttur af þessum sökum, fékk Sverrir skömm í hattinn og var úthrópaður áfram.  

Þegar reikna þurfti Fljótaleiðina í jarðgöngum á Tröllaskaga út af borðinu, var gangamunninn Fljótamegin færður svo langt niður, að göngin lengdust nóg mikið til að verða óhagkvæm. 

Sðmu aðferð var beitt varðandi göng undir Hjallaháls í Gufdalssveit, að jarðgangamunninn að vestanverðu var færður alveg ofan í sjávarmál í Djúpafirði! 

Nú glyttir í ýmsar hagræðingar forsendna í þessum dúr, þegar öllum leiðum nema um Teigsskóg er harðlega hafnað hjá Vegagerðinni.  

Eins og sagt er í upphafi þessa pistils hefur hæft starfsólk Vegagerðarinnar víðast unnið afburða gott starf. Þess vegna er nauðsynlegt að gamall kækur, sem dæmi hafa verið nefnd um, sé ekki látinn ganga aftur eins og draugur. 

 


mbl.is Reykhólaleið talin vænlegust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einu sinni enn - þetta er ekki Teigsskógur.

Í áraraðir hafa íslenskir fjölmiðlar birt myndir, sem staðhæft er að séu af Teigsskógi yst við Þorskafjörð, en hafa í raun verið teknar í margra kílómetra fjarlægð frá skóginum.Þorskafjörður

Birt var mynd af ráðherra hér um árið sem sögð var af honum að skoða Teigsskóg, en var samt tekin í margra kílómetra fjarlægð frá skóginum þar sem vegurinn í átt að skóginum endaði. 

Um skóginn liggur enginn bílvegur og ekki einu sinni jeppaslóði, en nú er enn birt breiðsíðumynd með tengdri frétt á mbl.is af fyrirhugaðri leið um skóginn, og undir myndinni stendur: "Teigsskógur í Reykhólasveit." 

Samt er samkvæmt myndinni þegar kominn hár upphleyptur þjóðvegur á staðnum þar sem myndin er tekin, skammt frá Þórisstöðum, og nánar tiltekið er þetta núverandi Vestfjarðavegur nr. 60, um fimm kílómetrum innar en Teigsskógur er.Teigsskógur. Reynitré

Sá afmarkaði og staðbundni lági skógargróður og kjarr, sem sést á myndinni, tengist Teigsskógi nákvæmlega ekki neitt, því að Teigsskógjur er handan við fjallið, sem er fjærst til hægri á myndinni.

Með síendurteknum myndum af þessum toga og ótal mörgu öðru, sem áður hefur verið rakið hér á síðunni, er málið allt sýnt í afar bjöguðu og villandi ljósi, og virðist ekkert lát ætla að verða á því.

Á neðri myndinni hér á síðunni sést Ólafur Arnalds staddur við hluta af reynitrjánum, sem eru í Teigsskógi. 

Ég gekk fyrirhugaða leið 2005 og tók myndir, auk þess sem ég tók loftmyndir með því að fljúga lágt yfir skóginn. 

Í Eyjafjallajökulsgosinu 2010 smaug fíngerð reyk líkust askan inn í tölvuna og þar eru myndirnar fastar síðan. 

Ég sýndi loftmyndirnar á fundi vestra á sínum tíma, og einnig fékkst rými fyrir um 45 sekúndna myndskeiði í lok sjónvarpsfrétta frá gönguferðinni.

Ég ætla að leita til Ólafs Arnalds um myndir í góðum gæðum, því að þessi mynd hér er tekin upp af síðu hans.  

 


mbl.is Vegagerðin kýs leið Þ-H
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband