Ný jarðgöng á höfuðborgarsvæðinu? Já. Veggjöld? Já.

Nú eru rúmir tveir áratugir síðan Hvalfjarðargöngin voru tekin í notkun, en þau tengja norðvesturmörk borgarlands Reykjavíkur við Vesturland. 

Síðan þá hefa bráðnauðsynleg göng verið boruð úti á landi, en engin inni á höfuðborgarsvæðinu sjálfu. 

Fyrir löngu er kominn tími til að gera það, og fjármagna það með veggjöldum líkt og gert hefur verið víða erlendis. 

Og var raunar gert beggja vegna Reykjavíkur á sínum tima, fyrst með lagningu Reykjanesbrautar eða Keflavíkurvegarins eins og hann var kallaður þá. 

Í slíkum tilfellum þarf að vera sú forsenda, að hægt sé að aka aðra leið, ef menn vilji. 

Þeir borga, sem nota. 

Nú er mikið rætt um það óréttlæti að tugmilljarða skattheimta af bílum og samgöngutækjum, sem átti upphaflega að renna beint í að borga samgöngumannvirki skuli renna að stórum hluta til annarra þarfa í ríkisrekstrinum. 

Veifa menn því að lausnin á fjármögnunarvanda samgöngumannvirkja náist auðveldlega og einfalt með því láta allt skattfé af samgöngutækjum renna beint til samgöngumála. 

Gott og vel, en þetta er aðeins önnur hlið málsins og hálfsögð saga, því að með þessu yrðu bráðnauðsynleg verkefni ríkisins eins og heilbrigðismál, velferðarmál, mennta- og menningarmál o. s. frv. svipt tugum milljarða króna. 

Þeir, sem setja fram ofangreindar tillögur, verða að upplýsa, hvaðan eigi að fá þá miklu peninga, - tilgreina, hvaða nýja skattheimtu eigi þá að taka upp. 


mbl.is Jarðgöng í Hafnarfirði á listanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipbrot stefnubreytingar um síðustu aldamót og græðgi elítunnar.

Frá því um 1930 og út öldina voru brýnustu húsnæðisvandamál láglaunastétta og lægri millistéttar leyst með nokkrum átaksverkefnum. Má þar nefna verkamannabústaðina, sem enn standa í vesturbænum og á Rauðárárholti. 

Á fyrri hluta sjötta áratugarins reis Smáíbúðahverfið milli Bústaðavegar og Hringbrautar, og í tvennum kjarasamningum 1964 og 1965 var gert félagslegt stórátak þegar Breiðholtshverfið var byggt. 

Um og upp úr síðustu aldamótum barst hins vegar einn angi Reagan-Thathcer-ismans hingað til lands í formi þeirrar trúar, að félagsleg stórátök væru úrelt og að markaðurinn myndi sjá um eðlilega og nauðsynlega uppbyggingu íbúða, sem láglaunafólk og fólk í lægri millistétt gæti eignast. 

Í Bandaríkjunum voru það öfgar í markaðs- og lánamálum á húsnæðissviðinu, sem skópu jarðveginn fyrir efnahagskreppuna 2008.

Afleiðingar hennar hér á landi voru meðal annars hrun bankakerfisins og þess, að um tíu þúsund heimili urðu gjaldþrota.  

Þessi húsnæðisstefna hefur brugðist illa hér á landi hin síðustu ár, og framundan eru kjarasamningar með afar dökku útliti, því að á sama tíma sem markaðurinn virðist einkum anna þörfum hinna hærra launuðu í húsnæðismálum, hefur efsti hluti tekju- og aðstöðustigans, stundum nefnd elíta, skammtað sjálfri sér launahækkanir og ívilnanir, meðal annars afturvirkt, (forseti Íslands eina undantekningin) í þeim mæli, að mikil undiralda reiði grefur undan stöðugleika og friði í þjóðfélaginu. 

Valdaskipti í stóru láglaunafélögunum eru bein afleiðing ábyrgðarlausrar hegðunar efstu stéttanna. 

Þetta síðastnefnda uppreisnarfyrirbæri má sjá víðar í Evrópu og Ameríku í formi uppgangs róttækra stjórnmálaafla, sem nærast á hvers kyns óánægju og óróa. 

Hér á landi verður það fyrst og fremst á ábyrgð blindrar elítu ef það ástand skapast, að menn þiggja ekki frið ef ófriður er í boði.  


mbl.is Voru byggð á ódýru landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurningum í bloggpistli svarað. Brúin ótæk. Allsherjar úttektar er þörf.

Spurningarnar í færslunni á undan þessari eru ekki lengur spurningar. Ástand þessarar stóru brúar er afar slæmt. 

En því miður er þetta ekki eina brúin á landinu eða vegarkefli, þar sem svipaðar spurningar vakna, heldur skipta þessir staðir jafnvel hundruðum. 

Það myndi gera málin skýrari ef fram færi sérstök úttekt á öllum brúm og vegriðum á Íslandi í upphafi sérstaks átaks stil úrbóta. 

Sú var tíð fyrir aldarfjórðungi að fullyrt var að engin leið væri að gera vegrið á hættulegum vegaköflum á Hvalfjarðarveginum sem þá var ekinn, og útafkeyrsla endaði í sjónum, vegna þess að þau yrðu alltof dýr, yrðu jafnvel meira en tugur kílómetra á lengd. 

Síðuhafi stökk þá upp í TF-GIN og tók loftmyndir, sem sýndu, að aðeins 1300 metrar af vegriðum myndu nægja. 

Vegagerðin brást við þessu með því að gera þessi rið, sem var þó var því miður gert of seint til að bjarga lífi hjóna sem drukknuðu yst við Brynudalsvog þegar bíll þeirra fór útaf og lenti í sjónum. 

Ég kom á þann slysstað og það var ömurleg lífsreynsla að sjá helblágrá líkin.  


mbl.is Brúin „langt frá því“ ásættanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband