Huawei, dæmi um framsækni Kínverja.

Kínverska rafeindatækjafyrirtækið Huawei er eitt af ótal dæmum um framsækni Kínverja á því sviði þar sem Vesturlönd og Japan hafa talið sig vera í forystu.

Af þeim fregnum sem síðuhafi hefur haft að þessu fyrirtæki, en það er í gegnum kubb eða wi-fi lykil frá þessu fyrirtæki, sem þessi pistill og flest annað er skrifað á netinu, má ráða að stofnendur og eigendur þess hafi upphaflega sett sér það markmið og komast í forystu á sínu sviði. 

Í byrjun voru Bandaríkjamenn með í spilinu, en Kínverjarnir ráða ferðinni. kawasaki-j300-640x408-620x395

Þessi fjölmennasta þjóð heims sækir hratt fram á flestum sviðum nútíma tækni ásamt Tævan-búum, sem Kínverjar hafa í raun ráðið síðan 1945, þótt það séu arftakar kínverskra þjóðernissinna sem ráði Tævan. 

Tævan og Kína eru í forystu í framleiðslu reiðhjóla og vélhjóla og luma á splunkunýjum fyrsta flokks rafbílum. 

Þegar hinar japönsku Kawasaki verksmiðjur þurftu að fara að keppa við Tævanbúa í gerð svonefndra "sofa-scooters" eða "maxi-scooters", lúxus vespuhjóla, gripu Japanarnir til þess ráðs að semja við Kymvo vélhjólaframleiðendurna á Tævan um að fá að gera Kymco Downtown að Kawasakihjóli undir heitinu Kawasaki j125 og j300 með því að breyta því hjóli lítillega útlitslega og í einstaka minni háttar atriðum. Gogoro. Skiptistöð

Kínverjar eru þegar búnir að taka forystu í gerð langdrægra og hraðskreiðra rafhjóla með útskiptanlegum rafhlöðum og á Tævan er meira að segja búi að setja upp kerfi af rafhlöðuskiptistöðvum fyrir svonefnd Gogoro-hjól, en þessar skiptistöðvar eru svipaðar kortasjálfsölum. 

Rafreiðhjól síðuhafa kemur frá Kína og er kínversk hönnun, þótt það sé framleitt á Ítalíu fyrir Bandaríkjamarkað, og síðuhafi iðar í skinninu að komast yfir rafhjólið Niu N GTX, sem er með útskiptanlegum rafhlöðum, nær 100 km harða og kemst 180 km á hleðslunni. 

Framsækni Kínverja og tæknileg forysta á ýmsum sviðum fer að sjálfsögðu mjög í taugarnar á Donald Trump, sem virðist halda að það að reisa tollamúra og hindranir séu leiðin til að gera Bandaríkin mikilfengleg á ný. 

En besta leiðin til þess að ná forystu á tæknisviðinu liggur auðvitað í því að framleiða betri vöru með betri tækni. 


mbl.is Upplýsi um ástæður handtökunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margþættar aðgerðir það eina sem gagnar.

Umræðan um umferðarvandræðin fer oft ofan í skotgrafir hér á landi. Margir bölsótast yfir því að hugað sé að öðrum atriðum en því að reyna að stórauka opinber framlög til að liðka um fyrir einkabílnum, svo sem til mislægra gatnamóta og breikkunar stofnbrauta til þess að leysa plássvanda einkabíla af ótakmarkaðri stærð. 

Lítið er gefið hjá þessum mönnum fyrir reynslu annarra þjóða af þessu viðfangsefni. 

Búist er við fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu um 50 þúsund manns á næsta áratug. Ef höfuðáherslan verður lögð á framkvæmdir, sem eingöngu verða miðaðar við ótakmarkaða stærð einkabíla, mun þeim fjölga um minnst 30 þúsund. 

Þessir 30 þúsund bílar myndu einir og sér taka 50 kílómetra langt rými í gatnakerfinu. 

Nú þegar taka malbikuð svæði, akbrautir og stæði, 50% af flatarmáli Reykjavíkur. 

Alls staðar í heiminum eru það staðreyndir af þessu tagi sem fá menn til viðurkenna, að það er hvorki til rými né fé til þess að ráða við þennan vanda með ofangreindri aðferð einni og sér.  

Erlendis aðgerðir og hafa verið margþættar, meðal annars þessar: 

1. Þeim er ívilnað, sem aka á styttri bílum. Í Japan er miðað við 3,40 metra, og eftir margra áratuga reynslu hefur þetta komið í veg fyrir algerlega óviðráðanlegan umferðarvanda þar í landi. Síðuhafi hefur, þegar hann er ekki á hjóli, ekið síðan í fyrra á tveggja sæta rafbíl, sem er 2,88 m á lengd, og tveir slíkir bílar gefa í raun eftir pláss í gatnakerfinu fyrir einn auka einkabíl af íslenskri meðalstærð.   

Meðalfólksbíllinn á Íslandi er líkast til 4,6 metrar, en minnstu 4-5 manna bílarnir hér eru í kringum 4,0 metrar, á stærð við Yaris og Polo.  100 þúsund bílar fara um Miklubraut við Elliðaárnar á hverjum degi. Stytting meðalbílsins úr 4,6 m í 4,0, samsvarar því að 60 kílómetrar verða auðir á Miklubrautinni á hverjum degi, sem nú eru þaktir bílum.   

2. Sums staðar í Bandaríkjunum, landi einkabílsins, er bílum með einum manni um borð ekki hleypt frítt inn á vissar stofnbrautir. Það verða að vera tveir eða fleiri um borð. Ef Bandaríkjamenn tryðu á þá íslensku lausn, sem margir trúa á, að breikka og stækka öll mannvirki til þess að leysa úr umferðarteppum myndu þeir ekki grípa til svona aðgerða.  

3. Hver maður, sem er á reiðhjóli eða vélhjóli, gefur í raun eftir pláss fyrir einn einkabíl í umferðinni og léttir þar með vanda fólks á einkabílum. Þess vegna eru hjól svona algeng í flestum löndum heims þar sem rýmið á götunum er lítið. Síðuhafi hefur verið ferðinni á annað hvort rafreiðhjóli eða léttu "vespu"vélhjóli í þrjú ár í hverri einustu viku ársins, oftast samfellt dag eftir dag, og tal um "of slæmt veður" hefur reynst mjög orðum aukið. 

4. Bætt form af almenningssamgöngum eins og víða hefur verið komið á erlendis. Skortur á heildarskipulagi höfuðborgarsvæðisins hefur verið trafali fyrir slíkt, en það hlýtur að vera hægt að nýta sér reynslu annarra þjóða.

5. Möguleiki, sem hvergi hefur verið íhugaður, svo mér sé kunnugt, að gefa þeim, sem þess óska og þætti gott að hafa mjög lítinn bíl innan bæjar en eiga stærri bíl til lengri ferða, kost á að hafa um borð í stærri bílnum innsiglaðan vegalengdateljara sem gæfi kost á að borga opinber gjöld í hlutfalli við ekna vegalengd. Kerfi, svipað þessu, var notað við dísilbíla hér um árið, og núna hefði maður búist við að bylting í tölvutækni gæti auðveldað svona fyrirkomulag.     


mbl.is Tafir í umferðinni kosta 15 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband