Sjallar og Framsókn fengu það sem þau vildu helst.

Þegar skoðaðar eru ríkisstjórnir þar sem Sjallar og Framsókn hafa verið saman í stjórn, sést vel forgangsröðun þessara flokka varðandi ráðuneytin. 

Frá 1920 til 2009, eða í 89 ár, fengu Sjallar ævinlega dómsmálaráðuneytið ef þeir voru á annað borð í stjórn, og á þessum árum höfðu aðrir flokkar en Sjallar og Framsókn þetta ráðuneyti aðeins tvisvar um nokkurra mánaða skeið, og þá í minnihlutastjórn Krata til bráðabirgða í boði Sjalla 1959 og 1979. 

Atvinnuvegaráðuneytin voru að sjálfsögðu efst á blaði hjá þessum flokkum við myndun núverandi stjórnar til þess að tryggja sem óbreyttast ástand í þeim málaflokkum.

Þessir flokkar fengu það líka fram, að fresta breytingu á stjórnarskránni um allt að átta ár og jafnvel lengur. Sem fyrr verður allra bragða neytt til þess að stjórnarskráin verði sem óbreyttust eða útvötnuð í því litla sem kynni að verða breytt.  

Allt þetta fengu þessir flokkar. Að tala um sósíalistastjórn í þessum efnum sýnir sérkennilega sýn. Í nýtingu á jarðvarmaeldsneyti og á sviði orkuskipta eru allar nágrannaþjóðir okkar á svipuðu róli, hvort sem þar eru vinstri-, mið- eða hægri stjórnir. 

Sjalla og Framara langaði að vísu mikið í að ráða umhverfismálunum vegna mikilla peninga- og valdahagsmuna á sviði orkumála.  

En vegna þess hver er síðari helmingur nafns Vinstri grænna varð niðurstaðan hálfgerð pattstaða sem fólst í því að orku- og ferðamálin komu í hlut Sjálfstæðisflokksins og ljóst er af ýmsum viðbrögðum, sem þegar hafa sést á álitamálum á sviði orkumála, að þar eru algerlega andstæð sjónarmið ríkjandi á milli orkufíkla og umhverfisverndarfólks. 

Pattstaða í þeim málum kynni að verða það helsta sem Vinstri græn myndu geta talið sér til tekna, og má færa að því rök, að vegna þess hve þessi mál skipta miklu fyrir komandi kynslóðir, að þessi niðurstaða, að koma böndum á "virkjanaæðið"  hafi verið mikils virði.

Ef svo fer er útaf fyrir sig skiljanlegt af hverju Gunnar Bragi Sveinsson gráti yfir því að ekki skyldi líka hafa fengist fram stefna hreinnar Stjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokki í málum, sem helstu valdamenn í flokki hans í Norðvesturkjördæmi hafa þegar fjárfest mikið í, þ. e. að virkja þau vatnsföll í þau kjördæmi sem eru nú í verndarflokki. 


mbl.is „Vinstri græn ráða öllu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband