Enn eitt dæmið um ótraustan vitnisburð.

Heilmikil fræðigrein er fólgin í því að vinna úr vitnisburðum fólks, sem geta verið afar mikils virði í mörgum málum. 

Fyrir allmörgum árum eyddi tímaritið Time miklu rými í forsíðugrein (cover story) til þess að gera grein fyrir viðamikilli rannsókn um þetta efni, og bar greinin heitið "Total recall." 

Aðalatriðið í greininni var það að "total recall", óbrigðul og fullkomin endurminning er ekki til.

Ástæðan er sú, að þegar skilnningarvitin raða inn áhrifum, sem heilinn hefur orðið fyrir, þarf heilinn að vinna úr upplýsingunum sem þarf að raða á tímalínu eða atburðarás, og þá geta einstök áhrif raðast á skakka staði. 

Endurminningin getur aldrei orðið neitt annað en eftirlíking af sannleikanum, sem hefur truflast af ýmsum atriðum, svo sem undirmeðvitundinni. 

Vitnisburðir þeirra sem sjá flugslys, þykja vera sérlega varasamir. Sem dæmi er nefnt, að meira en 80 prósent þeirra sem sjá flugvél steypast til jarðar og fuðra þar upp í stórri sprengingu, fullyrða að sprengingin hafi orðið áður en vélin skall til jarðar, jafnvel þegar hún byrjaði að hrapa. 

Nýjustu fréttir af flugslysinu í Rússlandi eru einmitt þessa eðlis. Rannsakendur slyssins finna engin merki um annað en að þotan hafi ekki skemmst neitt fyrr en hún skall til jarðar. 

Enn er eftir að vinna úr gögnum, sem niðurstaðan getur orðið athyglisverð. 

Ein af ástæðum þess, að minni vitna er svona skeikult er sú, að í undirmeðvitundinni er leitað ósjálfrátt að orsakavaldi, og sprengingin í vélinni við að skella á jörðinni færist í tímalínunni upp í þá stöðu þegar hrapið hófst. 

Hin ranga ályktun, algerlega ósjálfráð, verður að úr því að svona dramatískur atburður gerðist, hljóti dramatískasti hluti hans, sprengingin, að vera orsökin.  


mbl.is Trump sendi Pútín samúðarkveðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vettvangur þjóðskáldanna eftirsótt iðnaðarsvæði.

Samkvæmt könnun á viðhorfum erlendra ferðamanna eru háspennulínur þau manngerðu fyrirbæri, sem þeim finnst stinga einna mest í stúf við ímynd ósnortinnar náttúru. 

Gildir þá einu þótt línurnar kunni að vera þess eðlis að þær séu afturkræfar, söm er sjóntruflunin fyrir langflesta þeirra, sem standa á bak við gjöfulasta atvinnuveg þjóðarinnar.

Risavaxnir vindorkugarðar vekja svipuð hughrif, enda þarf í aðalskipulagi á hverjum stað að skilgreina slíkt sem iðnaðarsvæði. 

Sums staðar á Íslandi hafa bæði náttúra, landslag, menning og saga aðdráttarafl. 

Gott dæmi er Hraun í Öxnadal, fæðingarstaður "listaskáldsins góða" "þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla" og "ástarstjörnu yfir Hraundranga skýla næturský." 

Annað dæmi er svæðið í kringum Ljárskóga í Dalasýslu, þar sem skáldin Jóhannes úr Kötlum og Jón frá Ljárskógum gerðu garðinn frægan. 

Og þaðan sést um innsta hluta Hvammsfjarðar og Hvammssveitina, sagnadjásn Dalasýslu, mestu saganaslóða Íslands. 

Engu er líkara en að svona vettvangur þjóðskáldanna séu í sérstöku eftirlæti hjá þeim sem reisa vilja sem stærstar háspennulínur og vindorkugarða. 

Og ef bent er á að sums staðar sé hægt að leggja línurnar í jörð og kallað eftir gögnum um þá niðurstöðu dýrrar rannsóknar á sínum tíma að það væri svo óskaplega miklu dýrara heldur en að leggja loftlínu, bregður svo við að hjá Landsneti hafa þessi gögn algerlega gufað upp! Finnast hvergi! 

Grundvallargögn um háspennulínur horfin hjá aðal háspennulínufyrirtæki landsins! 

Ein röksemdin sem kom fram á fundi um vindorkugarð í Búðardal á dögunum var sú, að ef horft sé hátt úr lofti beint niður á vindmyllurnar, verði þær svo örsmáar í sjónfletinum. 

Rétt eins og að ferðamenn á sagnaslóðum í Dölum sjái þær eingöngu beint ofan frá! 

Og svipaða röksemd má hugsanlega líka nota um risaháspennulínur, að horft beint ofan frá á möstrin verði þau örsmá!  

En ferðamennirnir, sem telja línurnar trufla sig einna mest í upplifun sinni af einstæðri og ósnortinni náttúru Íslands, sjá þær auðvitað nær eingöngu frá láréttu sjónarhorni, ekki lóðréttu.  


mbl.is Enn reynt að koma Blöndulínu í skipulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnir á rússneska umferð og rússneska rúllettu.

Eftir tilkomu netsins og netmiðla á borð við Youtube hefur rússnesk umferð orðið heimþekkt fyrir að vera einhver sú versta á norðurhveli jarðar. DSC0033

Fjöldamörg atvik og athæfi vegfarenda, sem sjá má á þessum myndum, eru yfirgengilega svakaleg.  

Þar eiga allir í hlut, ökumenn fólksbíla, vörubíla, gangandi fólk, reiðhjólafólk og vélhjólafólk. 

Á myndunum hér á síðunni sést ýmist aðdragandi slyss eða slys á mismunandi stigum. 

Atvikið, sem sýnt var á tengdri frétt í kvöld minnir á þá rússnesku rúllettu, sem oft virðist vera spiluð á einna magnaðastan hátt á þjóðvegum Rússlands.DSC01022

Vægari rúlletta er spiluð á umferðarþungum þröngum vegum hér á landi og í hvert sinn sem mæst er, verður að treysta því að farartæki sem kemur á móti, sé ekki skyndilega sveigt í veg fyrir mann. 

Dæmi eru um það að bílar hafa komið fljúgandi í gegnum framrúður annarra bíla, og myndir eru hér af ótrúlegum "stellingum" bíla eftir að ökumenn hafa misst stjórn á þeim. 

Oft er kraftaverk hvernig hjólandi og gangandi vegfarendur sleppa eftir rosalega árekstra. 

Þegar ég ók frá Moskvu langleiðina til Pétursborgar í mars 2006 vakti það undrun mína hve þessi "hraðbraut" á milli tveggja stærstu milljónaborga þessa stærsta ríkis veraldar var víða í afar lélegu ástandi.DSC01073

Síðan þá hafa ekki borist fregnir af miklum breytingum til hins betra í Rússlandi, heldur hafa vegirnir í þessu víðlenda ríki haldið vafasamri frægð sinni. 

En það er kannski ekki nema von að seinlega gangi að bæta vegakerfið, því að íbúar landsins eru álíka margir og íbúar Frakklands og Þýskalands til samans, en landið er hins vegar meir en þrjátíu sinnum stærra en Frakkland og Þýskaland til samans.

Og af því að Ísland er tvöfalt strjálbýlla en Rússland þarf víða að taka til hendinni. 

Og svokölluð umferðarmenning okkar er ekki til að hrópa húrDSC01007ra fyrir. DSC01027

DSC01056DSC01055DSC01075


mbl.is Fékk næstum stjórnlausan bíl á sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband