Hinn raunverulegi vendipunktur í Seinni heimsstyrjöldinni.

Bretar eru með réttu stoltir af því að hafa staðist þá raun, sem á þá var lögð vorið, sumarið og haustið 1940, þegar þeir stóðu einir gegn Hitler allt frá falli Frakklands í júní og tókst að verjast nasistum í Orrustunni um Bretland sem var fyrst og fremst háð í lofti. 

En hinn raunverulegi vendipunktur var Orrustan um Stalingrad um áramótin 1942-43 þar sem sjötti her Þjóðverja var króaður inni og gersigraður, alls rúmlega 300 þúsund manna her. 

En áætlað er að um ein og hálf milljón manna hafi fallið í þessari einu styrjöld. 

Fram að henni höfðu Þjóðverjar sótt stanslítið fram, en það snerist alveg við í Stalingrad. 

Skömmu áður höfðu Bandamenn unnið sigur við El Alamein í Egyptalandi, en tífalt færri hermenn tóku þátt í þeirri styrjöld en í styrjöldinni í Stalingrad. 

Áætlað er að mannfall Sovétmanna hafi verið um 20 milljónir manna og allar tölur varðandi hlut þeirra í sigri Bandamanna eru lang stærstar. 

Rússar geta því með réttu verið stoltir þegar þeir minnast 75 ára afmæli uppgjafar 6. hersins. 

Í því sambandi er það aukaatriði þótt Pútín nýti sér tækifærið til að fylkja þjóðinni að baki honum.  Enginn þjóðarleiðtogi gæti annað en spilað á þjóðernisstolt þegar slíks afreks er minnst. 


mbl.is Fögnuðu sigrinum í Stalíngrad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var svona hræðilegt að hafa brautina opna?

Opin flugbraut getur komið í góðar þarfir rétt eins og opinn vegur eða höfn. Á því tímabili, sem ríkisendurskoðun virðist telja slæmt að flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli gerðist það nokkrum sinnum, að þessi eina braut var nothæf fyrir sjúkraflug, vegna þess að vindur stóð beint á hana, en of mikið á ská á hinar brautirnar.

Enginn veit fyrirfram hvenær slíkt getur skipt sköpum um líf eða dauða. 

Litla malarflugbrautin við Grímsstaði á Fjöllum virðist hvorki merkileg né gagnleg.

En þegar alvarlegt hópslys varð skömmu fyrir síðustu aldamót, rútubíl var ekið á handrið brúar yfir Hólsselskíl, komst engin þyrla á vettvang.

Þá skipti miklu máli, að Twin Otter flugvél frá Akureyri gat lent á litlu brautinni við Grímsstaði og tekið alvarlega slasaða sjúklinga og flutt þá beint á sjúkrahús á Akureyri.

Hjá ríkisendurskoðun virðist svona lagað ekki skipta neinu máli, heldur formsatriðin.

Sumir virðast álíta að vegna þess að eitthvert öryggisatriði hafi ekki skipt sköpum í einhvern tíma, sé það óþarft. 

Á 90 ára afmæli Slysavarnarfélagsins kom hið gagnstæða heldur betur fram. 


mbl.is Skortur á samráði tafði lokun flugbrautar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingurinn: Verður að láta á það reyna. "Vaskur maður er..."

Nú eru komnir nokkrir dagar síðan það var gefið út og birt í fjölmiðlum, að óveður myndi skella á í gærkvöldi og að fjallvegir yrðu ófærir. 

Hert var á þessu eftir því sem nær leið og marg ítrekað að leiðinni austur fyrir fjall yrði lokað um kvöldmatarleytið. 

En það er landlægt hjá okkur, að taka sem minnst mark á svona löguðu og "láta á það reyna." 

Og fyrir bragðið þurfti að kalla út björgunarsveitir til þess að bjarga á annað hundrað bílum, sem sátu fastir. 

Þeim, sem lentu í þessum hremmingum er hugsanlega bara létt ef marka má upphaflegu hugsunina því að þeim varð að ósk sinni að æða af stað í anda textans um Sigurð sjómann, "virðir hvorki boð né bönn, / vaskur maður er..." eða hvernig það hljóðaði nú nákvæmlega. 

En lýsir fyrirbrigðinu vel. 

Hitt er hins vegar óvíst hvort allt björgunarsveitarfólkið, sem þurfti að berjast tímum saman við að bjarga þessu hreystifólki er jafn ánægt með þetta fjöldatiltæki.  


mbl.is Rúmlega hundrað bílar sitja fastir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband