Vekur athygli að komast í 60 mínútur.

Fáir fréttatengdir sjónvarpsþættir eru þekktari en 60 mínútu þátturinn hjá CBS.

Við þáttinn hefur alla tíð starfað sjónvarpsfólk í fremstu röð en síðustu misserin hafa orðið nokkur kynslóðaskipti við fráfall eða fráhvarf sumra af þekktustu og reyndustu burðarása þáttarins. 

En maður kemur í manns stað. 

Miklar innri kröfur um fagleg vinnubrögð í hæsta gæðaflokki hafa lengi einkennt þáttinn og vinnsluna á honum og því er afar forvitnilegt um hvað Anderson Cooper er að vinna við í Íslandsheimsókn sinni. 

Eins og ævinlega getur það skipt máli fyrir land og þjóð að komast í sviðsljós fjölmiðla heimsins, ekki síst þegar jafn þekktur þáttur og 60 mínútur á í hlut. 

Er þess skemmst að minnast, að gosið í Eyjafjallajökli og mikil umfjöllun um Ísland á meðan á því stóð og fyrst á eftir, skóp grundvöllinn af einhverri mestu uppsveiflu í íslenskum efnahagsmálum í sögu landsina í formi margfalt fleiri ferðamenna en nokkurn óraði fyrir. 


mbl.is Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðfangsefnið: 50 þús.fleiri bílar eftir 22 ár en nú?

Samgöngukerfi Reykjavíkur þekur þegar 50% af flatarmáli byggðarinnar. Ef fjölga á íbúum um þriðjung á höfuðborgarsvæðinu, eða um 70 þúsund, mun bílum að óbreyttu fjölga um minnst 50 þúsund, og það stóra bíla ef marka má bílaauglýsingar blaðanna. Það dæmi gengur ekki upp að óbreyttu. 

Að sjálfsögðu verður að spýta í lófana varðandi gerð mislægra gatnamóta og annarra umbóta á gatnakerfinu, þótt ekki væri nema til að auka öryggi, en augljóst er að fleira þarf til, því að það er einfaldlega ekki til flatarmál fyrir alla þessa fjölgun bíla og vaxandi kröfur um að þeir séu sem stærstir og lengstir. 

Þess vegna þarf aðgerðir til aukinna afkasta miðað við rými. 

1. Endurskipulag gatnakerfisins til að auka flæði, að þvi takmarkaða leyti sem það er hægt. Nýjar leiðir eins og Sundabraut o. fl.

2. Fleiri stuttir bílar. Dæmi: 100 þúsund bílar fara um Miklubraut um Ártúnsbrekku. Ef meðallengd þeirra styttist um 50 sentimetra  að jafnaði, úr 4,6 metra meðallengd niður í 4,1, (úr Passat niður í Póló)  verða 50 kílómetrar, sem nú eru þaktir bílum á degi hverjum, auðir á hverjum degi. Þessu má ná með ívilnandi aðgerðum sem miðast við lengd bíla. Því minna rými, sem bíllinn tekur, því minna borgar sá sem um borð er fyrir afnotin af takmarkaðri lengd götunnar/vegarins. Og öfugt. 

2. Fleiri hjól, reiðhjól og vélknúin hjól og brýr og nýjar leiðir fyrir þau. Hvert hjól býr til rýni fyrir einn bíl, sem annars hefði ekki pláss. Eftir þriggja ára reynslu mína á þessu sviði hef ég staðið sjálfan mig að fordómum gegn þessum samgöngumáta, sem mynduðust í þau 55 ár, sem ég var ekki á hjóli.  

3. Almenningssamgöngur, strætó og Borgarlína í rólegri en markvissri þróun þar sem þess er gætt, að þessi samgöngumáti losi meira rými en það tekur upp  varðandi pláss hvers vegfarenda.  


mbl.is Borgarlínan hápólitískt álitaefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Önnur golfkona íþróttamaður ársins næst?

Fyrir örfáum misserum hefði sá, sem hefði spáð því að golfkona yrði valin íþróttamaður ársins 2017 verið álitinn léttgeggjaður. 

Hvað þá ef hann hefði spáð því að önnur golfkona yrði íþróttamaður ársins árið á eftir og tvær konur yrðu þá meðal tíu tilnefndra til verðlaunanna. 

Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varpa nú saman ljóma á landið á firnasterku alþjóðlegu golfmóti og sýna fram á þegar vilji og geta fara saman, geta órafengnir draumar ræst.  


mbl.is Valdís þriðja og Ólafía með frábæran hring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband