Hop dísilvélarinnar, ófyrirséð fyrir rúmum áratug.

Á fyrstu árum þessarar aldar virtust dísilknúnir bílar vera á góðri leið með að sigla fram úr bensínknúnum bílum. 

Ástæðan var sú, að með bættri innsprautunartækni og forþjöppun var hægt að þrefalda aflið frá því sem verið hafði aðeins aldarfjórðungi fyrr og jafnframt að lækka eldsneytiseyðsluna stórlega. 

Fyrir um 15 árum var svo komið, að hægt var að kaupa dísilbíla, þar sem hátt í 100 hestöfl var kreista út úr þróuðustu dísilvélunum yfir þriggja lítra rúmtaki og eyða forskoti bensínvélarinnar í hámarksafli. 

Aðal ókostirnir sátu þó eftir, -  enn voru dísilvélar dýrari í innkaupi og þyngri en bensínvélar af svipaðir stærð. 

Dísilvélarnar voru á þessum árum með minni kolefnislosun en bensínvélar, ef eitthvað var, og enda þótt sótkornamengun væri enn óleyst vandamál, voru ekki uppi miklar áhyggjur vegna hennar, af því að hún sest ekki að til frambúðar að uppi í lofthnjúpnum, heldur fellur smám saman til jarðar. 

Allt fram yfir 2010 fjölgaði dísilbílum mjög í Evrópu, þannig að þeir náðu víða meira en helmings hlutdeild í sölunni. 

En upp úr aldamótunum var birt viðtal við helsta ´vélasérfræðing Fiat verksmiðjanna, þar sem hann lýsti því yfir, að verksmiðjurnar teldu að bensínvélin myndi á ný sigla fram úr dísilvélunum, því að þróun þeirra hefði verið vanrækt. 

Hann boðaði byltingu á næstu árum.

Sú bylting hófst endanlega árið 2010 þegar Fiat Twin-air bensínvélin var kynnt með áður óþekktri nýtingu á eldsneyti. 

Vélarnar eru aðeins tveggja strokka og einungis 845 cc að stærð, en afkasta allt frá 65 hestöflum upp í 105 hestöfl,- tala, sem þýðir að afköstin eru um 120 hestöfl á lítra rúmtaks í dýrustu vélinni. 

Bensínvélin var, í samræmi við spádóm sérfræðingsins, í einu vetfangi að stinga dísilvélina af. 

Nokkrum árum síðar kom Ford með Ecoboost vélar sínar, þar sem aðeins eins lítra vélar gáfu 125 hestöfl! 

Hin nýja tækni byggðist á afkastameiri ventlastýringu samfara þróaðri innsprautun auk stórkostlegrar nýtingar á forþjöpputækni.  

Í vélhjólum, þar sem erfiðara er að koma forþjöppum fyrir, eru komnir fram hreyflar sem afkasta léttilega 120 hestöflum án forþjöppu og 170 kílóa lúxus "vespu"vélhjól eyða aðeins 2,3 lítrum á hundraðið en ná samt 110 kílómetra hraða. 

Þær vonir, að með nýrri tækni og harðari kröfum mætti leysa sótmengunarvandamál dísilbíla virðast hafa brostið. 

Dísilbílarnir verða að líkindum leyfðir áfram utan stórborga, en í stórborgum með öllu sínu kraðaki af fólki, farartækjum og útblæstri, standast dísilbílar ekki heilsuverndarkröfur. 

Og nú hefur dómstóll í Hannover í Þýskalandi úrskurðað, að borgaryfirvöldum  sé heimilt að setja takmarkanir á notkun dísilbíla, þar með talið alls herjar bann. 

Þetta er gríðarlegt áfall fyrir framleiðslu dísilbíla, vegna þess hve stór hluti bílaumferðar nútímans fer fram í borgum. 

Það er mikill kostur ef farartæki er jafnvígt hvenær sem er og allar stundir á stuttar og langar ferðir og að sama skapi ókostur, ef stórfelldar takmarkanir eru á þeirri getu, eins og til dæmis er á notkun rafbíla, sem hafa mjög litla drægni. 

Þeir njóta sín í venjulegu borgarsnatti, en ekki á lengri ferðum. 

Ágætt dæmi er tímabundin lausn mín á farartækjamálum fólks, sem hefur takmarkaðar fastatekjur. 

Til að brúa bilið á milli rafreiðhjóls og minnsta og ódýrasta rafbílsins, leysti Honda PCX 125 cc "vespuvélhjól" vandann að stórum hluta. Það leysti úr ókosti rafreiðhjólsins varðandi hraða og drægni og ókosti litla rafbílsins varðandi drægni. 

Honda hjólið kemst jafnhratt og bíll hvert á land sem er, kostar aðeins brot af verði ódýrasta bíls, er margfalt einfaldara en nokkur bíll og eyðir aðeins innan við þriðjungi af eyðslu sparneytnasta bíls. 


mbl.is Banna dísilbíla í miðborg Rómar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamalkunnugt tveggja turna módel að birtast.

Að undanförnu hefur þeim, sem styðja núverandi meirihluta í borgarstjórn orðið mjög tíðrætt um Eyþór Arnalds, nýkjörinn leiðtoga lista Sjálfstæðismanna. 

Um leið og hann hafði sigrað í leiðtogakjörinu beindist öll athygli vinstri manna að honum, og að sjálfsögðu var ekkert kærkomnarar fyrir hann. 

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki fengið 35 prósent í skoðanakönnunum síðustu átta ár, eða síðan Besti flokkur Jóns Gnarr komst þar í flug með himinskautum. 

Nú fær Björt framtíð, arftaki Besta flokksins, aðeins 0,7 prósent. 

Umskiptin síðan 2010 eru alger. 

Ef það væri tekið saman, hvaða nöfn hafa oftast verið nefnd í umræðunni í fjölmiðlum og á meðal fólks, eru það nöfn Dags B. Eggertssonar og Eyþórs Arnalds.

Og þetta skilar sér í eins konar hanaslag þessara tveggja manna. 62 prósent ætla að styðja annan hvorn þeirra.  


mbl.is Áfram í meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband