"Leggir" eftir Jón Helgason. "Drjúgur verður síðasti leggurinn."

Hægt og bítandi er verið að útrýma orðinu áfangi úr íslensku máli. Það þykir ekki nógu fínt. 

Leggur skal það heita. Í heilu fréttunum eins og tengdri frétt á mbl.is er áfanginn gerður útlægur og víkur alls staðar fyrir leggjunum.

 Leggur hér og leggur það. Eins og það leggur sig.  

Ef orðið áfangi er notað er sá fávís og "sveitó" sem það gerir og gefur í skyn fáfræði sína í tungumáli, sem margir Íslendingar virðast halda að sé miklu göfugra, "það lúkkar svo miklu meira töff, hipp og kúl" en hin úrelta íslenska. 

Þessi höfuðtunga, enskan, veður jafnvel yfir tungumál eins og þýsku, frönsku og spönsku, er samt miklu flóknara og þrungin miklu meiri ´óreglu og ringulreið en flest önnur tungumál. 

Cologne og Turin ryðjast yfir Köln og Torino. 

Hægt er að sjá það fyrir sér að fullkomnun ríki þá fyrst þegar ljóð Jóns Helgasonar verður kallað "Leggir" og sungið verður í 1. erindi ljóðsins á Sprengisandi: 

"Drottinn leiði drösulinn minn. 

Drjúgur verður síðasti leggurinn."  


mbl.is Sjaldséð flugleið yfir Íslandsströndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vikulegir loftkastalar.

Nú er það heldur betur 2007 andinn, sem svífur yfir vötnum. Fullt af stórhuga fólki sem ætlar sér að græða sem allra mest á eins stórum hugmyndum af öllu tagi og mögulegt er að láta sér detta í hug.  

Aðeins nokkrir dagar síðan kynnt var allt 130 megavatta stórvirkjun í líki vindorkugarðs við túnfætur skáldanna Jóns frá Ljárskógum og Jóhannesar úr Kötlum með 40 150 metra háum vindmyllum, tengdum með nógu öflugum vegum til þess að hægt sé að flytja risastykkin í myllurnar. 

Sem eiga víst varla að sjást af því að þær virðast svo örsmáar þegar horft er beint ofan á þær! 

En frá sagnaslóðunum í grenndinni og í Hvammssveit verður hins vegar horft á þessi mannvirki frá láréttu sjónarhorni, ekki lóðréttu.   

Risa lúxus hótelið með fullstórum golfvelli, gróðurhúsum skammt frá bakka Þingvallavatns, sem þar hefur staðið til að reisa minnir á hugmyndirnar 2010 um að reisa hótel, sem skyggði á Skógafoss, svo að hótelgestirnir fyndu til lúxustilfinningar í að vera á besta útsýnisstaðnum og borguðu toppverð fyrir gistinguna. 

Þessi hugmynd kom fram í aðdragnanda byggðakosninga í hreppnum 2010 og nýtt þverpólitískt framboð hristi upp í hálfrar aldar gamalli pólitískri stöðnun á þann hátt að hugmyndin varð ekki að veruleika. 

Tæknilega væri hægt að koma fram með um 200 hugmyndir um vindorkugarða um allt land sem framleiddu 20 þúsund megavött samtals, eða sem svaraði 16 Kárahnjúkavirkjunum, eins og stærsti vindorkugarður heims þúsund kílómetra inni á meginlandi Kína á að gera. 

Ekkert regluverk eða lagaumhverfi er nú fyrir hendi hér á landi um það hvernig við ætlum að standa að því að skipuleggja vindorkukerfi landsins. 

Því um að gera fyrir stórhuga athafnamenn að nota tækifærið, kaupa sem flestar bújarðir eða eyðijarðir og drífa í því að koma því, sem eðli málsins samkvæmt eru mestu "loftkastalarnir" á koppinn hvar sem tími gefst til þess.  


mbl.is Fallast ekki á risahótel við Þingvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álftanesvegurinn var í raun inni í þessum pakka.

Samgöngupakkinn á höfuðborgarsvæðinu, sem varð að veruleika 2012 í kjölfar Hrunsins og stórfellds niðurskurðar á fé til vegaframkvæmda, var býsna óvenjuleg aðgerð.

Áður hefur því verið lýst hér á síðunni hvernig óþarfar og allt of stórar vegaframkvæmdir á Álftanesi voru í raun inni í þeim pakka veitingar takmarkaðs samgöngufjár, sem ákveðin var 2012. 

Sagt var að Álftanesvegurinn væri hættulegasti vegarkaflinn á höfuðborgarsvæðinu þegar hann var í raun númer 23 á listanum og lagfæringu á öllum öðrum sambærilegum köflum með hærri slysatíðni var frestað í minnst tíu ár. 

Allt var það gert til þess að koma kostnaðinum af Álftanesveginum alfarið, hratt og örugglega yfir á íslenska ríkið, íslenskan almenning áður en af sameingu Garðabæjar og Álftaness yrði.

Það yrði verðugt verkefni fyrir vandaða og djúpa umfjöllun góðs rannsóknarblaðamanns að kafa ofan í alla þætti hinna órannsökuðu vega íslenskra samgöngumála frá þessum tíma.   


mbl.is Stokkalausn var sett á ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband