Nánast viðundur í Evrópu.

Björg Thorarensen prófessor hefur rakið skilmerkilega hvernig ráðningar dómara hefur verið háttað í nágrannalöndum okkar undanfarna áratugi og borið það saman við embættisveitingarnar hér. 

Hún hefur komist að þeirri niðurstöðu að ráðningar í dómskerfinu á Íslandi hafi þarð sem af er þessari öld verið pólitískari og inngrip stjórnmálamanna verið miklu algengara og stórtækara hér en dæmi eru um í Evrópu. 

Nú sér ekki enn fyrir endann á því umróti og varasama ástandi sem hin einstæða innrás dómsmálaráðherra hefur skapað og lítur svo illa út, að helst er að nefna lönd eins og Pólland og Ungverjaland til að finna eitthvað, sem kalla mætti hliðstæðu. 

Og það er félegt, eða hitt þó heldur, að Ísland skuli vera sett á bekk með stjórnvöldum í þessum löndum. 

 

 


mbl.is Höfða mál gegn ríkinu vegna Landsréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostlegir frumkvöðlar á sviði framfara og friðsamlegrar velferðar.

Það var sagt á sínum tíma að tveir Íslendingar, Arngrímur Jóhannsson flugstjóri og Þóra Guðmundsdóttir, þáverandi eiginkona hans, hefðu stofnað flugfélagið Atlanta og rekið það í byrjun frá eldhúsborði á heimili þeirra í Mosfellsbæ. 

Fágætt er að tveir einstaklingar hafi með hugsjón, hugmynd, útsjónarsemi og dugnaði náð eins stórkostlegum árangri til heilla og hagsbóta fyrir þjóðfélagið allt og þau Arngrímur og Þóra náðu með einfaldri og snjallri hugmynd. 

Þetta gerðu þau á þeim árum þegar ráðandi öfl á Íslandi réðu að því öllum árum að tala niður öll önnur ráð heldur en stóriðju til að efla hag og mannlíf á landinu. 

Var það í háuðugarskyni nefnt "eitthvað annað", og fjallagrasatínsla og lopapeysusaumur, auk andúðar á rafmagni og uppbyggingu, nefnt í leiðinni, sem lýsandi fyrir allt annað en virkjanir og stórðju.   

Ótrúlegur uppgangur Atlanta sem nú mun nú vera með 17 breiðþotur á lofti og flug til 155 flugvalla um alla jörð, auk milljarðanna sem þetta íslenska fyrirtæki leggur til þjóðarbúsins, þurfti ekki að byggjast á vopnaflutningum eins og Þóra hefur nú lýst, heldur fólust aldeilis feykinógir möguleikar í uppbyggingu og útrás án þess að vopnaflutningar kæmu til, hvað þá ólöglegir vopnaflutningar.  


mbl.is Ekki stofnað til að flytja vopn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandamál þingmanna víða um lönd.

Það sem er að gerast varðandi ráðstöfunarfé þingmanna á Evrópuþiginu minnir mikið á nýjustu umræðuna um það sama hér á landi, auk umræðu um fjármál stjórnmálaflokkanna. 

Sé ástandið slæmt, varasamt og viðkvæmt í Evrópu, virðist það þó vera hátíð á móti því sem er í Bandaríkjunum. 

Þar var tekist á um þetta í Hæstarétti landsins og naumur meirihluti hans kvað upp þann úrskurð að óheimilt væri að leggja hömlur á fjárframlög til þingmanna landsins. 

Viðleitni í þá átt að koma böndum á fjármál þinmanna byggðist á því, að komið hefði í ljós að mikill meirihluti tíma þingmanna færi í það að sinna þrýstihópum og valdamiklum og ríkum öflum, sem stunduðu svonefndan "lobbýisma" af miklum móði í Washington og beittu fé og völdum svo ótæpilega að þeir gætu í raun stjórnað þingmönnum í flestum mikilsverðum málum. 

Af þessum sökum viðgengist vaxandi spilling í kringum þingið, og er þetta orðið það viðurkennt fyrirbrigði vestra, að Donald Trump gerði það að atriði í kosningabaráttu sinni og fékk út á það fylgi, þótt hann sjálfur sé eitt af lifandi dæmum um svipaðar aðferðir til að ná völdum og halda þeim. 

Athygli hefur til dæmis vakið, hve illfáanlegir þingmenn hafa verið til að afsala sér milljarða styrkjum hinna öflugu samtaka byssueigenda og byssuframleiðenda vestra, og hvernig ítök framleiðenda hinna skæðu ópíumíða verkjalyfja gátu sveigt tvo þingmenn í ríkjum, sem höðfu hagsmuni af framleiðslu lyfjanna til að smeygja frumvarpi í gegnum þingið sem rústaði lyfjaeftirliti Bandaríkjanna. 

Í tengdri frétt á mbl.is um þingmenn Evrópuþingsins er athyglisvert, að fjallað er um nákvæmlega sömu atriðin og hafa verið til umræðu hér heima, sem sé það hve erfitt sé að hafa eftirlit með því hvernig þingmenn afla styrkja og nota þá í stjórnmálastarfi sínu og lífi. 


mbl.is Fullt gagnsæi ávísun á óvinsældir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband