"Hagráð er skínandi svart."

Gamall draugur er að gægjast inn um gluggann hjá okkur. Fyrir um 50 árum var til fyrirbæri hér á landi sem hét Hagráð. Ekkii Þjóðhagsráð, heldur Hagráð. 

Í kerskniskvæði um þjóðmálin, sem ég flutti á þeim tíma, var notaður bjagaður texti kvæðis Jónasar "Ísland farsælda frón". Þá var kuldatímabil hafið og miklar kalskemmdir í túnum á Norðurlandi og einn partur kvæðisins var: 

 

"Landið er ferlega fúlt 

og fannhvítar kalskemmda sveitir, 

himininn hulinn og grár, 

Hagráð er skínandi svart." 

 

Fyrr í kvæðinu hafði hins vegar verið sagt: 

 

Landið var ferlega flott 

og fannhvítar þingmanna tennur, 

himinninn heiður og blár, 

Hagráð var skínandi bjart..."

 

Þá stefndi í átök á vinnumarkaði eins og nú, - ekki vegna ofboðslegs launaskriðs hæst launaða fólksins - heldur vegna gengisfalls krónunnar, kreppu og vaxandi atvinnuleysis. 

Svonefnt Hagráð hafði verið starfandi árum saman án þess að fólk vissi almennt til hvers.

Ekki rekur mig minni til að það hafi gert neitt bitastætt.  

Man ekki glögglega lengur hverjir voru í því eða hvað það átti að gera, en það dó drottni sínum, fékk hægt andlát í kyrrþey og hefur síðan horfið í gleymskunnar haf. 

Framundan var mesta og lengsta verðbólgutímabil síðustu aldar. 

Vegna slæmra viðskiptakjara út á við og samdráttar í þjóðarframleiðslu af völdum síldarbrests.

Ekki vegna fádæma græðgi hinna best settu í góðæri. 

Hvað gerist nú?


mbl.is ASÍ tekur ekki sæti í Þjóðhagsráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband