Hefði þurft að koma fram fyrr.

Sveitarstjórnarmálefni eru að miklu leyti annars eðlis en landsstjórnmál. Það er yfirleitt auðveldara að hafa áhuga og þekkingu á nærumhverfi sínu en málefnum landsins alls, sem tengjast alþjóðamálum yfirleitt miklu meira en málefni heimabyggðar. 

Þess vegna er það hið besta mál að komið sé fram frumvarp um að lækka kosningaaldur til sveitarstjórnarkosninga niðurí 16 ár. 

Jafnvel þótt málið muni frestast vegna þess hve seint það kemur fram, er umæðan farin af stað og þar með meiri líkur en ella á því að hægt verði að afgreiða það á þann yfirvegaða og örugga  hátt sem því sæmir. 

 


mbl.is Umræðu um kosningaaldur frestað fram í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þörf á enn víðari sýn.

Það er gott og blessað að benda á kosti strætisvagna, borgarlínu og reiðhjóla. 

Hins vegar skortir enn á að fara yfir og gera ráðstafanir til að fleiri kostir séu nýttir sem létta á umferðinni, svo sem rafreiðhjól, sem framleidd eru erlendis í gríðarlegri fjölbreytni, sem enn hefur engan vegin skilað sér hingað, og örsparneytin létt "vespuvélhjól", sem hér sjást varla. 

Ákvæði vantar í lögum og reglugerðum um slíka fararskjóta, sem eru í lögum og reglum annarra þjóða. 

Síðan skortir enn á svipað varðandi lög og reglur um styttri og vistmildari bíla en nú eru notaðir. 

 


mbl.is Vilja breyta ferðavenjum borgarbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna eitthvert lögmál að þátttaka kvenna "verðfelli" starfsgreinar?

Nú les maður lærðar greinar og umræður um að það sé eins konar náttúrulögmál að aukin þátttaka kvenna í einhverri starfsgrein "verðfelli" starfsgreinina. 

Og er þetta þannig?  Ef svo er, er þetta bara ósköp eðlilegt og sjálfsagt? 

Er ekki þörf á að kafa betur ofan í þennan málflutning og hugsunina sem að baki honum býr?


mbl.is Ávinningur háskólamenntunar fer dvínandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband