"Solarcars on the run!"

"Sólbílar á ferðinni!" sem eitt af atriðunum í komandi óhjákvæmilegum orkuskiptum mannkyns er ein af setningunum sem sungnar eru í hvatningar tónlistarmyndbandinu "Let it be done!"

Þegar textinn og myndbandið voru sett saman mátti deila um, hvort væri þessi sýn væri raunhæf. 

En nú er meira að segja farið að framleiða létta eins manns sólbíla, sem byggjast á svipaðri samvinnu fóta og sólarhorku og rafreiðhjól. 

Þak er yfir ökumanni, þakið sólarsellum. 

Úr því að hvatningarsetningin um sólbílana fékk að fljóta með í myndbandinu, stefnir í að það sé að verða úrelt og að það þurfi að leita að myndskeiði sem sýni slíkan bíl. 

Ég hef séð slíkt myndskeið á netinu og nú er að leita það uppi. 

Stefnt er að því að setja tónlistarmyndbandið "Let it be done!" í núverandi mynd inn á facebook síðu mína seinna í dag og breyta því myndbandi síðan við fyrsta tækifæri. 


mbl.is Suðurpólför á sólarknúnum plastbíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessu var spáð í 60 mínútum.

Margir þættir í seríunni 60 mínútur í Bandaríkjunum eru afar vel unnir og fróðlegir. 

Í umfjöllun um sjálfkeyrandi bíla var rætt við mann, sem talinn var einn af fróðustu mönnunum, sem ynnu að tilkomu sjálkeyrandi bíla. 

Hann sagði að of mikil bjartsýni ríkti um að þessir bílar tækju við af ökumönnum og nefndi nokkur rök fyrir því, svo sem að umferðin, hegðun ökumana og gangandi og hjólandi fólks væru svo gríðarlega flókin, að langt væri þangað til að búið væri að hnýta fasta alla lausa enda í þeim efnum. 

Athyglisvert var, að hann nefndi sem dæmi nokkurn veginn það sama og gerðist núna í Arizona, og stillti því upp sem gamalli og hrumri konu, sem tæki allt í einu upp á því að ganga út á götu eða yfir á rauðu ljósi. 

Tæknin í sjálfkeyrandi bílnum ætti miklu verra með að átta sig á því hvort einhver tæki upp á svonalöguðu heldur en lifandi ökumaður, sem sæi það frekar á útliti og hegðun hins gangandi, að hann gæti átt það til að ganga skyndilega í veg fyrir bíl. 


mbl.is Sjálfkeyrandi bíll drepur vegfaranda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband