Tvær athyglisverðar bækur um "Rússland Pútíns."

Tvær athyglisverðar bækur hafa verið seldar hér á landi um Rússlands Pútíns, og er önnur þeirra alíslensk. 

Bókin Rússland Pútíns eftir Önnu Politskovskaja var svo sannarlega atyglisverð lesning þegar hún kom út. 

Hún lýsti einhverju stórfelldasta ráni í veraldarsögunni í gegnum einhverja djúpstæðustu og umfangsmestu spillingu sem sagan kann frá að greina. 

Rússneska máltækið "þegar jörðin þiðnar koma ormarnir upp" lýsir því vel, hvernig dulin og gerspukkt valdaöfl í kommúníska þjóðfélagskerfinu fóru hamförum við að sölsa undir sig stærstu stofanir og fyrirtæki Rússa og virtust engin takmörk fyrir því hvað aðferðumm var beitt. 

Engir kimar rússnesks samfélags sluppu við þessa herför glæpamanna, sem kallaðir voru oligarkar og létu sig ekki muna um að ná undir sig dómskerfinu með því að beita undirferli, svikum, hótunum, kúgun og mannsmorðum.  

Hið síðastnefnda bitnaði ekki síst á blaðamönnum í tuga- eða jafnvel hundraða tali, þeirra á meðal að sjálfsögðu Önnu Politkovskaju, sem var skotin af leyniskyttum. 

Ráðin til að ryðja þessu fólki úr vegi voru fjölbreytt en áttu það sameiginlegt að morðingjarnir komust undan og hafa ekki fundist. 

Fjölbreytnin hefur fælingarmátt, andófsfólki fallast hendur við að reyna að forðast illmenni sem búa yfir svona mörgum árásarleiðum. 

Bókin "Sagan sem varð að segja" er íslensk, rituð af Þorfinni Ómarssyni og byggir á frásögn Ingimars Ingimarssonar, sem var í hópi fjárfesta, sem reyndu fyrir sér í Rússlandi með því að freista gæfunnar. 

Hún lýsir vel bolabrögðum og hvers kyns glæpsamlegu athæfi, sem beitt var almennt í þessum tryllta dansi í frumskógi rússneskra efnahagsmála og fjármálafyrirtæki eystra. 

Eftir lestur þessarar merkilegu bókar situr eftir skýr mynd: Frumskógur er rétt orð yfir umhverfið þar sem kenningin "survival og the fittest", "sá hæfasti kemst lífs af", ræður ríkjum. 

Ingimar játar að hafa neyðst til að spila eftir harðsvíruðum leikreglum ormagryfju fjármálalífsins, þar sem sá, sem er óvsvífnastur, harðsvíraðastur, iðnastur og óvandaðastur að meðölum, vinnur. 

Hann lýsir því að hafa beðið ósigur vegna þess að hann var ekki nógu iðinn við spillingarkolann, álpaðist til að skreppa snöggt til Íslands á meðan keppinautar hans brugguðu honum launráð í Rússlandi og nýttu sér fjarveru hans til hins ítrasta.

Eftir lestur þessara tveggja bóka og stutta ferð til Rússlands í febrúar 2006 kemur manni fátt á óvart hvað varðar Pútín Rússlands. 

Nú áðan heyrði ég Íslending mæra Moskvu, Rússland og hin flottu íþróttamannvirki þar. 

Tvær ferðir mínar til Rússlands, til Murmansk 1978 og til Demyansk 2006 staðfesta það að að vísu, að á yfirborðinu er lítill skortur á Pótemkimtjöldum í þessu landi, og Rússar eru merkileg og virðingarverð þjóð sem átti mestan þátt í því að unnin var bugur á mestu villimennsku síðari alda í formi nasisma Hitlers. 

En Moskva er ekki það sama og Rússland. Í þessu víðlenda ríki hefur ævinlega, bæði í kommúnisku og kapítalísku hagkerfi, ríkt hrikaleg spilling og misskipting auðs og valda, sem er böl landsmanna og kostaði milljónir lífið á síðustu öld.  


mbl.is Rússar njósnuðu um Skripal í 5 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ekki Krímskagi.

Pútín Rússlandsforseti sagði þegar deilan um Krím stóð hæst, að hann hefði íhugað að beita kjarnorkuvopnum ef yfirráðum Rússa yfir Krímskaga yrði ógnað hernaðarlega. 

Nú heyrast svipuð orð hjá honum, en í þetta skipti er ekki um að ræða svæði, sem er neitt viðlíka jafn mikilvægt fyrir öryggishagsmuni Rússlands og Krímskagi er og hefur verið. 

Heldur ekki svæði þar sem mikill meirihluti íbúanna virðist vilja vera undir rússneskum yfirráðum, enda gríðarlegar mannfórnir verið færðar í Krímstríðinu 1854-56 og í Seinni heimsstyrjöldinni til þess að sporna gegn yfirráðum annarra ríkja yfir þessum skaga með sinni mikilvægu aðstöðu til landvarna og sjóhernaðar. 

Um er að ræða fjarlæga borg í landi, þar sem einræðisherra og harðstjóri undir verndarvæng Rússa hefur ítrekað verið staðinn að því að nota efnavopn gegn þegnum sínum og verið fyrrum knúinn til þess að eyða þeim. 

Varla hefur hann gert það ef þau hefðu ekki verið til. 

Hins vegar er úr vöndu að ráða fyrir Vesturveldin þegar svo er að sjá að borgin Douma sé í þann veginn að falla undir yfirráð Assads og Rússa. 

Það var ekki síst Donald Trump sjálfur, sem stuðlaði að þeim úrslitum þegar hann lagðist óbeint á sveif með Rússum með málflutningi sínum í kosningabaráttunni haustið 2016 með því að gera það að stefnu sinni að draga Bandaríkjamenn alveg út úr styrjöldinni í Sýrlandi, sem hefur kostað Sýrlendinga ómældar hörmungar, og gefa Rússum alveg frítt spil. 

Hættan á stórkostlegri stigmögnun stríðsins við það að þar yrði rússneskt mannfall á lokastigi þess er augljóslega ekki fýsileg atburðarás.  

Nú verður að vanda sig. 


mbl.is Trump ræðir við Macron og May í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband