Stinningskaldi skapar sandmistur.

Á leið eftir hjólastígum og gangstígum í dag frá Kringlunni austur í Spöng í Grafarvogshverfi varð maður óþyrmilega var við það, að svo mikið ryk af götum borgarinnar hefur sest um alla borg, að þegar það komu vindhviður, uppgefnar um 15 m/sek samkvæmt vedur.is, feyktu þær upp rykinu af gatnakerfinu án þess að helsti valdur ryksins aðra daga, stórir bílar sem þyrla því upp, kæmu við sögu. 

Á nokkrum stöðum stóð rykstrókurinn inn í andlitið og sandur settist í augun. Svifryk Kópavogi

Myndin sem fylgir tengdri frétt á mbl.is sýnir einmitt hvernig aðeins einn stór bíll getur búið til fyrirbæri, sem lítur tilsýndar út eins og sandstormur. 

En það getur líka vindur sem er þó ekki meira en um 15 metrar á sekúndu í hviðum. 

Tðlurnar sem birtar eru í fréttinni eru sláandi, 366 grömm (afsakið, míkrógrömm, sjá athugasemd) á hálftíma, en heilsuverndarmörkin eru 50 yfir heilan sólarhring. 

Ekki amalegt fyrir borg sem er búin að fá Umhverfisverðlaun Norðurlanda. 

 


mbl.is Svifryk yfir heilsuverndarmörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

62ja ára gömul saga þáttöku í NATO-ríkisstjórn.

Í mars 1956 tóku þrír flokkar, Framsókn, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag sig saman um þingsályktun um að varnarliðið færi úr landi. 

Um sumarið var mynduð vinstri stjórn þar sem ekki var orð um NATO, og nokkrum mánuðum síðar hafði Kalda stríðið blossað upp með innrás Rússa í Ungverjaland og innrás Ísraelsmanna, Breta og Frakka í Egyptaland. 

Brottför hersins búið spil, og aldrei talað um NATO. 

1971 var mynduð vinstri stjórn með svipaða stefnu, enn ekkert varð úr aðgerðum. 

1978, 1980 og 1988 voru myndaðar stjórnir með Alþýðubandalagið innanborðs án þess að minnst væri á NATO í stjórnarsáttmálum, hvað þá annars staðar. 

Í Júgóslavíustríðinu í aldarlok gerði NATO loftárásir, meðal annars grimmilega árás á Útvarpshúsið í Belgrad. 

Sjallar og Framarar voru við völd og ekki var sagt múkk. Var þessi hernaðarþátttaka þó ekki vegna þess að ráðist hefði verið á neitt NATO-ríki. NATO fór að hegða sér eins og heimslögregla. 

2011 var Vg í ríkisstjórn þar sem ekki var minnst á NATO og NATO réðist á skotmörk í Líbíu.

Vg var í svipaðri aðstöðu og núna en ekki hrikti neitt í ríkisstjórninni. 

Nú er Vg enn í ríkisstjórn þar sem ekki var minnst á NATO í stjórnarsáttmála og enn eru gerðar loftárásir sem NATO samþykkir, í þetta skipti á Sýrland. 

Enn og aftur er það ekki hernaðarárás á NATO-ríki sem verið er að svara, heldur hefur NATO-ríkið Tyrkland ráðist inn í Sýrland til að herja á Kúrda þar í landi. 

Staðan er gamalkunnug og á sér 62ja ára forsögu. 

Það er "titringur" í Vg en skrýtið væri, ef eitthvað afdrifaríkt gerðist nú, frekar en 2011.  


mbl.is Ræða afstöðu Íslands í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vélhjól: Að vinna upp glötuð unglingsár. Bylting að hefjast.

Ég hef áður lýst því hér á síðunni hvernig áunnir fordómar mínir gegn hjólum hrundu við það að fara af bíl yfir á tvö hjól, rafreiðhjól og létt "vespu"vélhjól í 125 cc flokki og hætta að mestu notkun á bensínbíl.  Honda 125cc og skellinaðra 50cc

Þessi stærðarflokkur vélhjóla hefur þá kosti, að eyða aðeins um þriðjungi á við bíl af eldsneyti, kosta fjórum sinnum minna nýtt, eru tíu sinnum léttara en svokallaður smábíll en ná samt þeim hámarkshraða sem leyfður er á þjóðvegum hér á landi. 

50 cc hjólin, sem talsvert eru farin að sjást hér, eru enn léttari og ódýrari, en bundin við 25 km hámarkshraða ef komast á hjá skráningu og tryggingarskyldu. 

Í öðrum löndum Evrópu fá heldur stærri 125 cc hjól ívilnanir (sjá mynd) vegna þess hve mjög þau létta á borgarumferð með nettleika sínum og unglingar mega aka þeim ári yngri en bíl.Léttir, Hjallahálsi 

Ástæðan er einnig sú að reglurnar um þessi hjól eru þannig, að þau eru í kringum 100-130 kíló að þyngd, með mest 125 cc mótor, sem má ekki vera meira en 15 hestöfl.

Allt stuðlar þetta að ótrúlega litlu vistspori og minni slysahættu, því að á slíku hjóli og stærri hjólum er mikill munur.

Í dag hafa vélhjólaframleiðendur á markaði ný vélhjól, sem kosta álíka og ódýrustu bílar og eru fyrir ofan þennan 125 cc flokk, ná 200 kílómetra hraða og eru innan við 4 sekúndur úr kyrrstöðu upp í 100 km hraða, fljótari en fljótustu Benzar og BMW. 

Áður hefur verið greint frá því, að langstærsta orsök hærri slysatíðni á vélhjólum en á bíl felst í slysum vegna ölvunar ökumannanna. 

55 prósent slysa á vélhjólum eru vegna ölvunar ökumannsins, en innan við 20 prósent á bílum.Honda Forza 125 

Ef í viðbót við að vera allsgáður er þess síðan gætt að vera með lokaðan hlífðarhjálm og í vélhjólastígvélum, auk viðbótar tortryggni gagnvart hættunni frá öðrum ökutækjum, eru leikar jafnir á milli bíla og vélhjóla. 

Niðurstaða mín af tilraunum með ökutæki í þrjú ár er sú, að láglaunafólk á vaxandi möguleika á að kaupa sér viðráðanleg farartæki, sem hjálpa til við að minnka þrengslin og umferðartafirnar á götum borgarinnar. 

Bestu 125 cc hjólin eru kölluð "sofascooters" vegna hinna miklu þæginda sem þau bjóða upp á, svo sem Honda Forza, Suzuki Burgman og Yamaha X-max. 

Ég hef alla tíð verið eindreginn fylgjandi þess að slá tvær flugur í einu höggi: Gefa fleirum færi á að ferðast á einkafarartæki sem taka miklu minna rými en meðalbíllinn en losa með því um rými í gatnakerfinu. 

Ég var reiðhjólafrík til 19 ára aldurs, en hljóp yfir skellinöðrutímabilið á unglingsárum margra vina minna og fór yfir á minnsta og sparneytnasta bíl landsins. 

1969 hljólaði ég talsvert á samanbrjótanlegu reiðhjóli en síðan ekki söguna meir í 45 ár. 

Á þeim tíma gleymdi ég hve mikið ég hjólaði upp að 19 ára aldri, í flestum veðrum, svo að aldrei féll heil vika úr. 

Mér varð aldrei kalt og var aldrei blautur, - þetta var spurning um réttan klæðnað. Niu N1s

Síðan 2015 hefur þetta aftur komið til skjalanna, aldrei fallið vika úr, og með létta vélhjólinu finnst ég mér vera að vinna upp glötuð unglingsár, - þetta er svo gaman jafnframt því að vera ódýrt spara mikla peninga og vera þægilegt. 

Þægilegt?

Já aldrei neinar áhyggur af því að fá ekki bílastæði eða festast í umferðarteppu. 

Og í haust fara að birtast byltingarkennd rafhjól á markaðnum, svo sem NIU GTX og Honda PCX hybrid. Þetta eru rafhjól, gerð til að ná 100 kílómetra hraða. electric-1

Hjólin hafa þann kost, að þau eru með útskiptanlegum rafhlöðum, en það getur boðið upp á svipað fyrirkomulag og er þegar komið á 350 þúsund manna þéttbýlissvæði Taipei, höfuðborgar Taívan. 

Kerfi skiptistöðva, þar sem vélhjólamaður á hjóli af gerðinni Gogoro rennir upp að sjálfsala á gangstétt, setur kort í og tekur út tvö hlaðin batterí, en setur tvö tóm inn í staðinn!

Vélhjólamaðurinn getur líka átt auka batterí heima hjá sér, sem hann hleður í svefnherberginu á meðan hann notar hin. electric-3

Aðeins vélhjól geta í bili boðið upp á útskiptanlegar rafhlöður. 

Það er nefnilega talsvert mál að skipta út meira en 300 kílóa þungum rafhlöðum í meðalstórum rafbíl. 

Á rafhjóli af svipaðri stærð og 125 cc bensínvespa, er þessi þungi á rafhlöðunum ca 15 til 20 kíló.  

 


mbl.is Mótorhjólakappar komu færandi hendi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband