Meirihlutinn kaupir ekki "hvort eð er" röksemdina.

Sumir heitir talsmenn þess að leyfa áfengisauglýsingar í íslenskum fjölmiðlum hafa viðurkennt vandann sem leiðir af áfengisneyslu en segja á móti, að úr því að "hvort er er" séu seld erlend blöð og í gangi erlend fjölmiðlum með áfengisauglýsingum, sé óréttlátt gagnvart íslenskum fjölmiðlum að þeir fái ekki líka að græða á slíkum auglýsingum eins og erlendir keppinautar. 

Þarna sé óviðunandi misrétti á ferðinni. 

Sem sagt: Efla verður samkeppnisstöðu íslenskra fjölmiðla og auglýsingamarkaðarins með því að auka á á áfengisbölið!  

Ekki er nú hugmyndaauðgin mikil. Eins og það séu ekki einhver skárri ráð finnanleg til þess að rétta hlut íslenskrar fjölmiðlunar en þetta. 

En nú sést í skoðanakönnun að öruggur meirihluti svarenda í skoðanakönnun kaupa ekki þessi rök né önnur rök fyrir íslenskum áfengisauglýsinum. 

 


mbl.is Meirihluti andvígur áfengisauglýsingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Flugmiði nóg til að flýja land..."

Stundum geta blaðafyrirsagnir verið svo yndislega ljóðrænar, samanber þessa hér að ofan á tengdri frétt á mbl.is. 

 

Það virðist óþarfi að óttast strand 

ef eltir mann harðsnúin lögga. 

"Flugmiði nóg til að flýja land" 

ef fer hún mann eitthvað að bögga. 


mbl.is Flugmiði nóg til að flýja land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband