Hér þarf að stinga niður staf.

Þótt Norðmenn hafi ákveðið að vaða út í þá á sem orkumálatilskipun ESB felur í sér, er á hreinu, að fráleitt er að við Íslendingar fylgi þeim eftir. 

Hér er komið að á, þar sem stansa þarf á árbakkanum og stinga niður staf. 

Hagsmunir Norðmanna eru ólíkir okkar hagsmunum vegna þess að þegar er komin á mikil tenging orkuflutningskerfis þeirra og Evrópu. 

Hvort tveggja er, að við erum í engu slíku sambandi við Evrópu, og einnig að einbeittur vilji valdamikilla afla hér á landi til þess að leggja sæstreng milli Íslands og Evrópu er stórfellt íhugunar- og áhyggjuefni. 

Ef við vöðum út í það að innleiða orkumálatilskipunina þótt við séum ekki í orkuflutningssambandi við Evrópu, og segjum sem svo, að aðild okkar að tilskipuninni sé bara til málamynda og skipti þar með ekki raunverulegu máli, er með slíkri innleiðingu tilskipunar verið að gefa undir fótinn með sæstrenginn, hærra orkuverð hér á landi og stórhættu fyrir verndun einstæðrar íslenskrar náttúru. 

Smæð okkar, fjarlægð og skortur á tengslum við orkukerfi Evrópu eru næg ástæða fyrir því að við fáum undanþágu frá ESB tilskipuninni. 

Ég er að vísu enginn sérfræðingur um það hve miklar undanþágur frá einstökum tilskipunum er hægt að fá, en þó komst ég að því að varðandi eitt mál, sem skiptir mig og fleiri máli hér á landi, reglur um rafknúin reiðhjól, eru nokkur ESB / EES lönd með undanþágur í einstökum atriðum þeirra reglna. 


mbl.is Noregur hunsað hagsmuni Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægt en stöðugt vaxandi ýfingar boða ekki gott.

Hægt, en stöðugt vaxandi æsingur ríkir nú víða um heim. Það boðar ekkert frekar gott en svipað fyrirbæri árið 1914 sem leiddi á endanum til fyrstu heimsstyrjaldar sögunnar af því að eitt leiddi af öðru.

Eitt leiðir af öðru núna, bæði í aðgerðum deiluaðila í Skripal-málinu og í tollastríði Bandaríkjamanna og Kínverja.

Gallinn við Skripal-málið er sá, að sönnunargögn skortir og að hægt er að finna ástæðu hjá fleirum en Rússum til þess að hafa komið því af stað. 

Áður hefur verið rakið hér á síðunni að málið geti fallið inn í hegðunarmynstur handlangara Pútíns, sem hefur skilið eftir sig slóð tuga launmorða andófsfólks gegn Pútín í bráðum tuttugu ár. 

Þau hafa það yfirbragð að fæla andólfsfólk og andastæðinga Pútíns heima fyrir og tvívegis hafa "óþægilegir" menn verið fjarlægðir með lúmskum efnavopnum, Litvinov í London 2006 og síðan eru eru valdhafar í Norður-Kóreu líklegir til að hafa drepið hálfbróður Kim Jong-u á erlendri grund.  

En það hefur verið einkenni þessara morða að sönnunargögn hefur skort. 

Þótt kenningar um að Bretar standi að baki árásinni á Skripalfeðginin virðist hæpnari en að rússneskir útsendarar hafi gert það, er hægt að tína margt til. 

Hversu áreiðanleg er til dæmis rannsókn Breta sjálfra á málinu á sínum heimavelli?

Eða einfaldlega að einhver þriðji aðili hafi verið á ferð?

Sherklock Holmes var breskt hugarfóstur, en hann notaði oft útilokunaraðferðina til þess að finna hinn seka. Stundum leiddi það til þess að sá, sem var minnst líklegur til þess að hafa framið morð, reyndist hinn seki, af því að Holmes var búinn að útiloka að neinn hinna líklegustu hefði framið það. 

Sögur Sir Athur Conan Doyle koma upp í hugann og einnig James Bond þegar velt er vöngum yfir þessu máli okkar daga. 

 


mbl.is Lavrov skellir skuldinni á Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sífelld svikagylliboð og gildrur.

Nú rétt í þessu birtist stórt gylliboð um mörg þúsund punda ávinning hjá mér sem hægt væri að vinna. Ég er nákvæmlega enginn sérfræðingu í svona málum, en fór einfaldlega efst á skjáborðið hjá mér til að velja annað en þetta. 

Fyrir nokkrum dögum hringdi kona frá útlöndum sem vildi telja mig á að setja mig rækilega í samband við "sérfræðinga" í fjármálum, efnahagsmálum og fyrirtækjarekstri, sem myndi verða mjög dýrmætt fyrir mig að setja mig inn í og færa mér gríðarleg tækifæri og gróða. 

Ég þurfti að hafa mikið fyrir því að hrista þessa ágengu konu af mér, gerði það að vísu strax með því að segja henni að ég hefði nákvæmlega engan áhuga, þekkingu né ástæðu til þess að fara í þessi samskipti um annað efnahagsumhverfi en ég er í, en hún hélt áfram og áfram þar til að ég varð næstum að skella á hana. 

Í hitteðfyrra hringdi enn ágengari maður ítrekað með svipuð "tilboð sem ekki væri hægt að hafna." 

Það var bæði tímafrekt og hundleiðinlegt að svara þessum símtölum, en vegna tengsla minna við erlent fjölmiðlafólk, kvikmyndagerðarfólk, ljósmyndara og rithöfunda í mörgum löndum verður maður að ansa í símann. 

Einnig hafa nokkrum sinnum komið skilaboð á netinu um að ég hafi verið svo heppinn að vera dreginn út hjá stórum viðskiptaaðilum og fengið milljóna króna vinning. 

Alls konar vafasöm tilboð koma líka í bylgjum inn í neðra hornið hægra megin á skjáborðinu, sem maður passar sig á að svara alls ekki.  


mbl.is „Opni alls ekki póstana“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband