Sérkennileg sýn á lýðræðið.

Það er sérkennileg sýn á lýðræðið að telja það aðeins aukið lýðræði hvernig samið er um stefnu ríkisstjórna í stjórnarmyndunarviðræðum og því síðan fylgt eftir í framkvæmd. 

Þeir, sem núna setja þetta á oddinn eru sömu aðilarnir sem ekki hafa mátt heyra það nefnt að innleiða beint lýðræði í kosningum og í þjóðaratkvæðagreiðslum, og enn síður viljaða taka það í mál að fylgja eftir vilja yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. 


mbl.is Lýðræðið látið undan síga hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með vali á forsendum má oft ráða niðurstöðum.

Það er oft auðvelt að ákveða fyrirfram einhverja niðurstöðu í máli og finna síðan forsendur sem leiða til þeirrar niðurstöðu. Djúpifjörður, Krossgilin, þröngt

Þetta var gert á sínum tíma þegar skoðuð var svonefnd Fljótaleið varðandi jarðgöng yst á Tröllaskaga og hún borin saman við Héðinsfjarðarleið.  

Gefin var sú forsenda að gangamunninn á Fljótagöngum Fljótamegin yrði að vera sérstaklega neðarlega, en við það lengdust þau göng svo mikið að þau urði mun dýrari en ef munninn hefði verið í svipaðri hæð og víðast tíðkast. 

Þegar skoðaðar eru forsendur, sem gefnar hafa verið fyrir jarðgöngum undir Hjallaháls, stingur strax í augu, að það er gefin sem forsenda að gangamunninn að vestanverðu verði alveg ofan í fjöru í Djúpafirði. Djúpifjörður, Krossgilin, vítt

Þetta lengir göngin um hátt í kílómetra og gerir þau dýrari en ella. 

Sem dæmi um hvað svona atriði hefur mikið að segja má nefna, að ef svipað hefði verið gert í gerð Vestfjarðaganga undir Breiðadalsheiði hefðu þau göng orðið óbærilega dýr.

Er þessi gangamunni niður í fjöru í Djúpafirði sagður vera nauðsynlegur til þess að koma í veg fyrir of mikinn bratta á veginum neðan við svonefnd Krossgil, þar sem brattinn er nú 12 prósent í vegi með kröppum beygjum. Sjá tvær myndir, teknar yfir Djúpafjörð í átt að Hjallahálsi, önnur tekin þröngt en hin tekin vítt

Bratti á nýjum, beinum vegi, sem lægi á ská þar niður í Djúpafjörð yrði 8 prósent, sem sé allt of mikið. 

Tvennt er við þetta að athuga. Annars vegar, að á ótal stöðum í vegakerfi landsins, meðal annars vestar á þessari leið, er að finna 8 prósenta bratta án þess að menn hafi talið að hann væri óbærilegur, og hins vegar að með því að hafa veginn nokkur hundruð metrum lengri er hægt að minnka brattann niður í allt að 6 prósent. 

Önnur forsenda, sem þarf að spyrja um, er hvort kostnaðurinn við að flytja útgröft úr göngum undir Hjallaháls, sé bókfærður eingöngu á gangagröftinn sjálfan, eða hvort dregin sé frá þeim kostnaði hagkvæmni þess að nota þennan útgröft til uppfyllingar á þverun Þorskafjarðar, sem verður gerð, hvort sem farin er gangaleið eða farið um Teigskóg. 

Sérfræðingur vegagerðarinnar vestra sagði í viðtali við mig, að snjóalög á Hjallahálsi og Ódrjúgshálsi (Ódrjúgsháls er aðeins 160 m yfir sjávarmáli) væru ekki vandamálið heldur aðeins brattinn í bröttustu brekkunum. 

En vel er hægt að minnka þann bratta úr 12 prósentum í Krossgiljunum á Hjallahálsi og úr 16 prósentum á Ódrjúgshálsi niður í 6-7 prósent á hvorum stað. 

Benda má á það, að í þau tvö skipti í vetur, sem ófærð hamlaði mest umferð á norðanverðu landinu, voru það Klettsháls og Kleifaheiði, sem lokuðu helst leiðinni um norðurströnd Breiðafjarðar en ekki hálsarnir í Gufudalssveit.  


mbl.is Kosta „óháð mat“ á kostum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvær þær verstu, "Hverju þakkarðu langlífið?" og "how do you like Iceland?"?

Sagan segir að þegar hinn heimsfrægi fiðluleikari og hljómsveitarstjóri, Yehudi Menuhin, hafi við komu til Íslands staulast út um dyrnar á flugvél við gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli á móti austan hríðinni, sem stóð beint upp í nefið á honum, hafi einn af þekktustu fréttamönnum landsins, staðið þar, rekið hljóðnema upp í andlitið á honum eftir að hafa spurt: "how do you like Iceland?"

"What?" svaraði Menuhin, "I´am just arriving." 

Þessi margtuggða spurning er hugsanlega önnur tveggja verstu spurninga, sem íslenskt fjölmiðlafólk spyr. 

Hin er oft borin upp við fólk, sem er orðið hundrað ára eða eldra:

"Hverju þakkar þú langlífið?" 

Ein 105 ára, sem var spurð að þessu, svaraði: "Ætli það sé ekki vegna þess að ég hef sloppið við að drepast?"


mbl.is Þakkar pípu og ákavíti langlífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband