Sótt að stolti Vestmannaeyinga og Hornfirðinga.

Sú var tíð að ef einhver hefði spáð því, sem gerst hefur varðandi lundann og humarinn hér við land, hefði hann verið talinn eitthvað bilaður. 

"Þar sem lundinn er ljúfastur fugla..." söng Ási í Bæ og ef maður kom í heimsókn austur á Hornafjörð var hægt að ganga að því vísu að snæða humar sem hátíðarmat. 

Þegar norsk-íslenski síldarstofninn hrundi eftir 1965 sögðu menn við mig á Raufarhöfn: "Síldin lagðist frá." 

Það var óhugsandi að hún hefði verið drepin. 

"Lengi tekur sjórinn við" sögðu menn og óraði ekki fyrir því þeirri ógn sem nær takmarkalaus notkun plasts veldur. 

Þótt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi upplýst á landsfundi Miðflokksins að tvö stórfljót flytji 90 prósent af öllu því plasti, sem fer í sjóinn í heiminum, segir plastruslið á fjörum landsins og plastagnirnar, sem þegar eru komnar í umhverfið hjá okkur sögu, sem við getum ekki afgreitt með setningunni "svo skal böl bæta að benda á annað verra."  


mbl.is Veiðibann í sjónmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú þarf heldur betur útskýringar.

Sérstaða máls Sindra Þórs Sigfússonar, svo einstaklega "krúttlega" íslenskt sem það hefur verið, hefur vakið athygli erlendis. 

Mál Jóns Hreggviðssonar kemur upp í hugann, en hann hljóp á sínum flótta yfir hið blauta Holland, það sama land og Sindri Þór er nú staddur í. 

Íslenskir almannahagsmunir krefjast þess að lög og reglur og framkvæmd þeirra ´varðandi handtökur, frelsissviptingu og fangelsisvist séu skýrar í hvívetna. 

Það, sem hingað til hefur sést opinberlega um þau efni og gang þessa sérkennilega máls, virðist ekki verið útskýrt á viðunandi hátt í fjölmiðlum, hverju sem um er að kenna. 


mbl.is Sindri Þór handtekinn í Amsterdam
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband