Sífelld vandræði í gegnum tíðina.

Bjarni Vestmann er ekki fyrsti vélhjólamaðurinn, sem verður fyrir barðinu á lúmskri hálku á götunum. 

Sem dæmi um slíkt má nefna, að þegar verið er að leggja nýtt malbiksslitlag á götur myndast oft flughálka á því fyrst á eftir. 

Aldrei minnist ég þess að sett hafi verið upp aðvörunarskilti þar sem vélhjólamenm og aðrir ökumenn geta skyndilega lent úti á svo hálu malbiki, að það likist svelli. 

Þegar umferð er drjúg, geta önnur ökutæki skyggt á hinn nýja flughála kafla sem er framundan. 

Þannig voru til dæmis aðstæður þegar alvarlegt vélhjólaslys varð fyrir rúmum áratug og hins slasaða beið margra ára barátta og læknisaðgerðir til að komast í viðunandi heilsu á ný. 

Þegar rignir breytist fínn leir í hála slepju, og út um allt gatnakerfið má sjá á þurrum dögum hvernig stórir og breiðir bílar þeyta leirnum upp og búa til mekki af svifryki. 

Ég veit um mörg dæmi um svipuð óhöpp og slys vegna óforsvaranlegra aðstæðna.  

Það er engin afsökun að þetta hafi alltaf verið svona hér á landi. Það á alveg að vera hægt að hafa stjórn á þessu hér eins og erlendis. 

Lausnin felst m.a. í stóraukinni og örari hreinsun gatna, betra efni í götunum, minni notum negldra hjólbarða og að með lækkun á verði vetrarhjólbarða verði ökumenn hvattir og þeim auðveldað að skipta fyrr út slitnum dekkjum fyrir ný.  


mbl.is Lenti undir mótorhjólinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurningin um oddaaðstöðu miðjuflokkanna og möguleika Sjalla.

Brotthvarf Bjartrar framtíðar úr borgarmálum er að leggja nýjar línur í borgarmálefnum. 

Verði niðurstöður kosninga svipaðar niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins þyrfti núverandi meirihluti að fá stuðning eins fulltrúa Viðreisnar eða annars miðjuframboðs. 

Núverandi meirihluti hefur fjógurra ára reynslu af því að vinna saman, svo að það þarf ekki að vera mjög flókið mál að kippa einum eða tveimur nýjum borgarfulltrúum inn í það.

Ef Sjálfstæðisflokkkurinn á hins vegar að eiga möguleika á að mynda meirihluta, þarf Eyþór að byrja viðræður við aðra flokka alveg frá grunni, sem gæti orðið flóknara mál en það yrði hjá Degi. 

Og þá er spurningin hvort Sjalla-Samfó módel gæti komið upp, sterkur tveggja flokka meirihluti. 

Yfirleitt eru borgarmál einfaldari pólitískt séð en landsmál og því gæti þessi möguleiki komið upp ef stjórnarkreppa verður í borgarstjórn. 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byltingarkennt tengiltvinnhjól á leiðinni.

Einfaldleiki og léttleiki rafhreyfilsins er einn helsti kostur rafknúinna ökutækja. En langerfiðast er að eiga við þann ókost, hvað orkuberinn, rafhlöðurnar, eru þungar. 

Þannig eru rafhlöðurnar í algengustu rafbílunum um og yfir 300 kíló að þyngd, en það er um sjö sinnum meiri þyngd en bensín, sem gefur álíka drægni. 

Meira að segja í minnsta og langléttasta rafbíl landsins, hinum ítalska Tazzari Zero, vega rafhlððurnar 130 kíló, eða ca 15 sinnum meira en samsvarandi orka af bensíni myndi vega. 

Dæmið myndi líta oðruvísi út ef hægt væri að skipta rafhlöðunum út og setja hlaðnar í í staðinn fyrir tæmdar, eins og hægt er að gera á sumum nýjustu rafhjólunum. 

Ástæðan þess að hægt er að koma þessu svona fyrir á léttum vélhjólum er einfaldlega sú að þau eru margfalt léttari en bílar og þurfa margfalt minni orku.

Aðeins þarf laufléttan 125cc 15 hestafla hreyfil til að knýja létt vespuhjól upp í meira en 100 kílómetra hraða. 36. Léttir við Möðrudal,Herðubreið

Og um tvær 15 kílóa útskiptanlegar rafhlöður þarf til að knýja rafknúið hjól þannig að það sé vel brúklegt í umferðinni. 

Nú er Honda með tvö byltingarkennd hjól í smíðum, sem stefnt er að að setja á markað í Japan í lok þessa árs. 

Annars vegar Honda PCX hjól af svipaðri gerð og ég á, sem verður hreint rafhjól með útskiptanlegum rafhlöðum, sem á orkusölustöðvum framtíðarinnar yrði hægt að skipta þar út á svipaðan hátt og nú er hægt að skipta út gaskútum.

Slíkar orkustöðvar eru þegar komnar um allt borgarsvæði Taipei, höfuðborgarsvæði Taívan fyrir rafhjól af Gogoro gerð.  

Hins vegar er Honda með enn meira spennandi hjól, sem mér líst enn betur á hreint rafhjól, þ.e. fyrsta tengiltvinnhjól heims, sem líka verður byggt á PCX vespuhjólinu.  

Langlíklegast að þetta hjól verði með svipuðu fyrirkomulagi og flestir tengiltvinnbílar, með öflugri bensínvél en litla rafvél. 

Hjólið yrði þá afram með nógu öflugan 125 cc bensínhreyfil til að skila því upp í 100 kílómetra hraða en bætt yrði við nettum rafhreyfli, sem nægir- til 20 til 30 kílómetra aksturs. 

Bensíneyðslan á núverandi Honda PCX hjóli er aðeins rúmir 2 lítrar á hundraðið innan borgar en 2,5 á fullum þjóðvegahraða á landsbyggðavegum. 

Tengiltvinnhjól, sem bætir möguleikanum á akstri með rafafli eingöngu við þennan eiginleika, verður vegna léttleika síns og orkunýtni lang ódýrasti og umhverfisvænasti samgöngumátinn þegar þar að kemur. 


mbl.is Kippur í innflutningi tengiltvinnbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband