Svipað fyrirbrigði og í sumum erlendum borgum.

Mismunandi stjórnmálaskoðanir fólks eftir búsetu í borgum og hverfum hefur alltaf verið athyglisverð. 

Þannig voru íbúar Kaupmannahafnar í gamla daga tvískiptir eftir því hvort þeir bjuggu í miðborginni sjálfri eða í þeim hluta borgarinnar, sem var vestar og nefndist Frederiksberg. 

Vígi krata í miðborginni var lengi sterkt, en hægri menn öflugri í Fredriksberg. 

Í byrjun vaxtarskeiðs Kópavogs var vinstri meirihluti þar, en Sjallar héldu naumlega velli í Reykjavík. 

Síðan óx Kópavogur, breyttist í hálfgerðu frumbýlinga sveitarfélagi með svipaðan svip og dreifbýliskauptún í næst stærsta sveitarfélag landsins með stærri og veglegri byggingum sem gerðu Kópavog líkari öðrum "úthverfum" á höfuðborgarsvæðinu, þar sem efnaðra fólk bjó en áður var. 

Sjálfstæðisflokkurinn naut þess lengi í Reykjavík að úthverfin innan borgarmarkanna voru stór, og byggð nógu mörgu vel stæðu fólki til þess að fylgið í þess röðum skilaði sér til Sjallanna. 

Þar að auki var hægri borgarstjórameirihlutinn í lunkinn við að standa fyrir það góðu félagslegu umhverfi að það var stundum fyrirmynd fyrir önnur sveitarfélög. 

En eftir Hrunið hefur flokkurinn ekki borið sitt barr í borginni, því að 30 prósent fylgi er langt fyrir neðan það 45-50 prósent fylgi sem hann hafði allt frá 1920-2010. 

Fylgið í austasta hluta borgarinnar er þó svipaðra því sem er í "úthverfum" utan borgarmarkanna, en í vesturhluta borgarinnar, nokkurs konar Kaupmannahöfn/Frederiksberg heilkenni. 

Allt er á hreyfingu út frá borginni líkt og um eins konar miðflóttaafl sé að ræða, og metfjölgun er fyrir austan fjall og á Suðurnesjumm. 


mbl.is „Vesturbæjaríhaldið“ útdautt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var mikið! 45-1.

Um áratuga skeið hefur ríkt einstaklega þvermóðskuleg tregða gegn því hér á landi að láta meta efnahagslegt gildi þjóðgarða og verndaðra svæða. Slíkt var flokkað undir hið fyrirlitlega "eitthvað annað." 

Aðeins stóriðja og virkjanir voru taldar geta "bjargað Íslandi." 

Allar hugmyndir um að meta efnahagslegt gildi ósnortinnar náttúru voru barðar niður með harðri hendi þegar farið var í Kárahnjúkavirkjun, heldur þvert á móti, var gildi svæðisins sem umturnað var og að stórum hlutum sökkt í drullu, metið á núll krónur. Verndarsvæði - þróun byggða

Skipti engu þótt bent væri á dæmi erlendis um notkun svonefnds skilyrts verðmætamats og að bæði kæmi hingað til lands erlendur sérfræðingur á því sviði, Staale Navrud og farið væri til Sauðafjarðarar (Sauda) í Noregi til að skoða slíkt svæði 

Þetta núll krónu mat var talið rétt þótt íbúðarhúsnæði í háhýsum við Skúlagötu væri metið á hundruð milljóna króna aukalega vegna útsýnisins úr þeim. Verndarsvæði - þróun byggða (2)

Í fyrirlestrum sex erlendra fyrirlesara á ráðstefnu um verndarsvæði og þróun byggða í Veröld, húsi Vigdísar í dag, kom glögg fram hve langt á undan okkur Íslendingum aðrar þjóðir hafa verið í að meta gildi verndarnýtingar. 

Rammaáætlanir komu ekki til álita hér á landi fyrr mörgum árum eftir að Hjörleifur Guttormsson hafði lagt til að slíkt yrði gert hér og ekki fyrr en í þáttunum "Út vil ek" í Sjónvarpinu hafði verið greint frá þeim. 

En í upplegginu í rammaáætlun er viljandi gert ráð fyrir því að efnahagsgildi þjóðgarða og friðaðrar svæða sé ekkert því að sá flokkur virkjanakosta er nefndur verndarflokkur, en flokkur virkjana kallaður nýtingarflokkur. Verndarsvæði - þróun byggða afrakstur.

Nú á loks að fara að gera eitthvað frekar í þessu máli hér, en hugsanlega of seint til þess að afstýra eyðileggingu hinna ósnortnu víðerna suður af Drangajökli, sem hefðu getað orðið að hjarta þjóðgarðs þar, því að brotaviljinn í "hernaðinum gegn landinu" er afar einbeittur. 

Í því felst að ekki sé hægt að nýta verndarsvæði, heldur bara virkjanasvæði. 

Á ráðstefnunni í dag var rakin tímamótarannsókn á efnahagslegu gildi Snæfellsnesþjóðgarðs, þar sem í ljós kemur að 3,8 milljarðar króna streyma inn í svæðið og að 1,9 milljarðar verða þar eftir, og - sem er aðalatriðið, sem fólk skilur, að efnahagslegt gildið vegna verndunar er ígildi 700 heilsársstarfa. 

Eða það að afrakstur af fjárfestingunni í þjóðgarðinum sé 45-58 sinnum meiri en það sem lagt var í fjárfestinguna. 

Á sama tíma er því haldið fram í Árneshreppi, þar sem á að eyðileggja alla möguleika til stofnunar þjóðgarðs með Hvalárvirkjun, að friðun og verndun hálendisins suður af Drangajökli myndi ekkert gefa af sér.

Í staðinn er stefnt að virkjun, sem mun örugglega skapa ekki svo mikið sem eitt einasta starf eftir að virkjanaframkvæmdum lýkur.   

Nú á loks að fara að gera eitthvað í því að bæta fyrir áratuga þvermóðsku á þessu sviði, en með einbeittum brotavilja í "hernaðinum gegn landinu" á vestfirska hálendinu má búast við að ekkert verði gefið eftir þar. 


mbl.is Meta efnahagsleg áhrif friðlýstra svæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband