Vonandi ekki of seint að koma Mývatni til hjálpar.

Hernaðurinn gegn Mývatni hefur verið hart sóttur um langt skeið, og vonandi koma þær aðgerðir sem loksins nú á að grípa til, ekki of seint. 

Vel þarf að halda vöku í þeim málum, því að reynslan í fráveitumálunum sýnir, að margra bragða getur verið neytt til að draga lappirnar áfram. 

Auk þess er það undirliggjandi, að rétt eins og að skyndilega var vakið upp úr margra ára dái áhlaup á gígaröðina Eldvörp hér fyrir sunnan, dúkki allt í einu að nýju upp endurnýjaður, einbeittur vilji til þess að reisa 90 megavatta gufuaflsvirkjun í Bjarnarflagi með sömu röksemdum og notuð voru fyrir nokkrum árum. 


mbl.is Svartvatn verði notað í landgræðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ekki að afnema ákvæðið um Landsdóm?

Allar götur frá því að ég var í lagadeild Háskóla Íslands hef ég bæði undrast ákvæðið um Landsdóm í stjórnarskránni og verið því andvígur. 

Augljóst var allan tímann, og verður það áfram meðan þetta ákvæði er við lýði, að tilvist þess myndi leiða til þess að þingmenn yrðu að taka ákvörðun um það hvort starfsfélagar þeirra á þingi og langoftast persónulegir vinir, jafnvel sessunautar á þingfundum og í nefndum þrátt fyrir stjórnmálalegan ágreining, yrðu ákærðir samkvæmt ákvæðum um Landsdóm. 

Sennilega var það ekkert eitt mál, sem olli meiri sárindum og jafnvel heift á þingi 2011-2013 en Landsdómsmálið. 

Í einni ræðu sinni sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson að ef ríkisstjórnin myndi keyra nýja stjórnarskrá í gegn myndi það sjálfkrafa verða til þess að næsta ríkisstjórn myndi láta afnema hana og gera sína stjórnarskrá. 

Og að þannig yrði það um alla framtíð. 

En á borðinu bíður einmitt frumvarp stjórnlagaráðs sem mikill meirihluti kjósenda i þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 vildi láta leggja til grundvallar í nýrri stjórnarskrá.

Í því frumvarpi er ákvæðið um Landsdóm afnumið auk fjölda annarra endurbóta.

Þörfin á þessum endurbótum er sífellt að skjóta upp kollinum í fréttum, en ekkert gerist. 

Sumir sem bölva mest Landsdómsmálinu vilja endilega halda honum áfram inni í stjórnarskránni. 

Af hverju má ekki afnema ákvæðið um Landsdóm og hafa stjórnarskrá okkar eins og stjórnarskrár margra annarra landa án svona vandræðaákvæðis?

  

 


mbl.is Vilja að beðist verði afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjálftar á norðurleið?

Um daginn kom nokkuð stór jarðskjálfti við mynni Fagradals suðaustur af Upptyppingum og Herðubreið og var fjallað dálítið um hann hér á blogginu með tilvísun í skjálftahrinu á þessum slóðum 2007-2008 sem fór frá Upptyppingum norðaustur í Álftadalsbungu og þaðan til norðvestus yfir Krepputungu yfir í Herðubreiðartögl og Herðubreið. Skjáltar n.af Herðubreið

Nú sjást nýir skjálftar norðar og er annar þeirra tvö stig á Richter. 

Þeir sýnast vera norðar en skjálftarnir komust í 2008. 

Þegar litið er á skjálftakortið af vedur.is sést að virknin núna er á nokkuð beinni línu frá Bárðarbungu eða Dyngjujökli og norður um Herðubreið.

Nýjustu skjálftarnir á kortinu eru rauðlitaðir 

Á eftir gosinu mikla í Öskju 1875 gaus í Sveinagjá sem er um 20 km fyrir norðan Herðubreið. 

Annar nýjustu skjálftanna er milli Eggerts og Hrúthálsa, en hinn á Kverkfjallaleið um tíu kílómetra fyrir sunnan Möðrudal. 

Allt svæðið norðan Vatnajökuls austur að Hálslóni og Kárahnjúkum er á hinum eldvirka hluta Íslands og því ávallt forvitnilegt að fylgjast með jarðhræringum, þótt þær þurfi svo sem ekki að boða neitt sérstakt. 

Athygli vekur skjálftahrúgan í Öræfajökli, sem er líka nokkuð nýtt hin síðari árin. 

En það tók Eyjafjallajökul 16 ár alls, frá 1992 til 2010, að safna í eldgosið sem kom Íslandi á hvers manns varir um alla jörð. 

Skjálftahrinan í Öræfajökli kom í morgun, og skjálftarnir eru örlitlir. En samt nægilega margir til þess að setja þarf sérstaka vakt á fjallið, líkt og gert var 1999 með Eyjafjallajökul. 


Safnað í eflingu váboða.

2007 sýndi athugun að í hámarki uppsveiflu bankabólunnar hafði persónufrádráttur verið veiklaður stórlega frá árinu 1995, þegar árferðið var mun lakara. 

Geir H. Haarde þáverandi forsætisráðherra, aftók með öllu að nota eina skástu aðferðina sem völ var á, til að lagfæra kjör þeirra sem höllustum fæti standa í þjóðfélaginu; hækkun persónuafsláttarins.  

Nú, ellefu árum eftir 2007, er enn vegið í sama knérunn og safnað nær daglega nýjum atriðum, sem magna upp þá váboða fyrir stjórn efnahagsmála, sem næra uppsafnaða og vaxandi gremju þeirra, sem eru niðurlægðir enn og aftur og eykur líkurnar á að hleypa vinnumarkaðnum upp, -  er reyndar þegar búið að valda umróti í yfirstjórn stærstu verkalýðsfélaganna. 

Krónutölutal fjármálaráðherrans er afbökun á raunverulegu ástandi hjá lífeyrisþegum, öryrkjum og þeim sem minnstar tekjurnar hafa. 

Hjá mörgum hefur húsaleigan ein étið upp krónutöluhækkunina hjá þessu fólki á síðustu árum og skapað því áframhaldandi kjör, sem eru fyrir neðan skilning hins firrta ráðherra.   


mbl.is Lýsa vonbrigðum með fjármálaáætlunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband