Hvađa mun sér Trump á Íran og Norđur-Kóreu?

Ef einhver hefđi spáđ ţví um síđustu áramót ađ Kim Jong-un og Donald Trump gćtu hugsađ sér ađ fallast í fađma innan hálfs árs á sama tíma og Trump trćđi illsakir viđ Írana og ţjóđir í Evrópu, hefđi sá hinn sami veriđ talinn annađ hvort algerlega galinn eđa međ full stórkarlalega kímnigáfu. 

Á ţessum tíma hótuđu Kim og Trump hvor öđrum kjarnorkustríđi og ţađ var í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna ađ bandarískur forseti hótađi slíkri beitingu í Asíu. 

Harry S. Truman rak meira ađ segja úr starfi yfirhershöfđingja Douglas McArthur hershöfđingja og stríđshetju Kana í styrjöldinni viđ Kyrrahaf fyrir ađ orđa möguleikann á beitingu kjarnorkuvopna.  

En nú hafa heldur betur orđiđ sviptingar í stefnu Trumps og ţađ leiđir hugann ađ ţví hverja hann velji sér helst ađ vinum og óvinum. 

Einn grundvallarmunur liggur fyrst í augum uppi.

Íranir hafa veriđ einhverjir helstu óvinir Bandaríkjamanna allt frá ţví er keisaranum Resa Palevi var steypt af stóli af öfga múslimaklerkum og í ljós komu einhver stćrstu mistök bandarísku leyniţjónustunnar í sögu hennar. 

Hún hafđi metiđ stöđu keisarans hrapallega rangt og ţar međ stöđu Bandaríkjamanna í Miđausturlöndum. 

Tímaritiđ Time var nýbúiđ ađ birta mikla lofgerđargrein um rísandi stórveldi, ţóknanlegt Bandaríkjamönnum, á svćđinu. 

Í stađinn var komiđ heittrúar klerkaveldi međ múg sem hertók bandaríska sendiráđiđ í Teheran og tók sendiráđfsólkiđ í langa gíslingu. 

Afleiđingarnar urđu versta olíukreppa sögunnar, nokkuđ sem var ófyrirgefanlegt gagnvart gangverki bandarísks lífsstíls og bandaríska draumsins. 

Á nćsta ári verđur komin 40 ára löng hefđ á fjandskapinn milli Írans og Bandaríkjanna. 

Ţegar Íran er annars vegar verđa allir ţeir, sem á einhvern hátt hafa ástćđu til ađ fjandskapast viđ Írani, vinir Bandaríkjanna. 

Kanar studdu meira ađ segja harđstjórann Saddam Hussein í stríđi Íraka og Írana og nú um stundir fer Trump létt međ ađ vingast viđ einrćđisöflin í Sádi-Arabíu međ sín mannréttindabrot og verstu hernađarafskipti heims í Jemen. 

Og ekki ţarf ađ spyrja ađ vináttu Trumps viđ Ísraelsmenn og djúpa andúđ hans á múslimum.

Fyrst Trump getur taliđ Sádana til sinna helstu vina og bandamanna, eingöngu vegna ţröngra hernađar- og efnahags/olíu/hagsmuna, er í raun ekkert sem getur komiđ í veg fyrir ađ versta kúgun veraldar í Norđur-Kóreu verđi látin afskiptalaus af hálfu forysturíkis vestrćns lýđrćđis og mannréttinda, svo framarlega sem Norđur-Kóreumenn halda sig á mottunni út á viđ. 

Norđur-Kóreumenn hafa nefnilega passađ sig á ţví ađ reka hvergi neinn undirrróđur fyrir kommúnismann utan heimalandsins. 

Ţađ er andstćđan viđ Írani, sem hafa leynt og ljóst stutt hryđjuverkastarfsemi, undirróđur og skćrustarfsemi í öđrum löndum í bráđum fjóra áratugi samfellt. 

Suđur-Kórea og Japan eru dyggar bandalagsţjóđir Bandaríkjamanna og mjög mikilvćgar í öllu tilliti fyrir bandaríska hagsmuni, bćđi á hernađarsviđinu og efnahagssviđinu. 

Ţessum vinaţjóđum Kana er mikiđ í mun ađ tryggja friđ í sínum heimshluta og ţađ er lítiđ mál fyrir Kana ađ kyngja kúgun ađeins 25 milljóna manna af ţeim 2200 milljónum sem búa samtals í Suđur-Kóreu, Japan, Kína og Filippseyjum. 

Kim Jong-un hefur nefnilega allan tímann fariđ fram á ađeins eitt: Ađ fá tryggingu fyrir ţví ađ hann fái ađ halda völdum yfir ţví 1,1 prósenti fólks, sem býr í Austur-Asíu. 

 


mbl.is Leiđtogafundur Kim og Trump 12. júní
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Saga margra eldfjallalanda er vörđuđ sprengigosum.

Nú virđist Kilaueafjall á Hawai geta komist í svipađan fasa og nokkur íslensk eldfjöll, sem hafa veriđ í fréttum undanfarin ár. 

Ţađ var mikiđ lán ađ mesta hraungos hér á landi síđan í Skaftáreldum skyldi koma upp í Holuhrauni ţar sem ţađ olli minnsta mögulega tjóni. 

Ef hraunkvikan í iđrum Bárđarbungu hefđi leitađ beint upp hefđi getađ orđiđ gríđarlegt sprengigos í líkingu viđ Kötlugosiđ 1918 og Grímsvatnagosiđ 2011. 

Slíkt gos gćti orđiđ í Örćfajökli ein hvern tímann á nćstu 10-15 árum og yrđi ţađ mun verri stađur fyrir sprengigos en Grímsvötn vegna ţess ađ byggđ er skammt frá Örćfajökli á ţrjá vegu. 

Snćfellsjökull "sefur" nú löngum svefni, en enginn veit hvort eđa hvenćr hann kynni ađ rumska. 

Gosiđ í Heimaey kom öllum á óvart og eru ţó ummerki um tiltölulega ung eldgos á tugum stađa á svćđinu, og Heimaey einfaldlega langstćrsta eyjan, af ţví ađ ţar virđist vera eins konar miđja og virknin hefur veriđ mest ţar í gegnum tíđina. 

Víđa um heim "sofa" eldfjöll sem hafa valdiđ óskaplegum usla í fortíđinni, svo sem Vesúvíus, og í Suđaustur-Asíu, svo sem í Indónesíu, eru eldstöđvar sem eru líkt og miltisbrandur, liggjandi neđanjarđar međ ţeirri lúmsku ógn sem ţví fylgir.

Sprengigos í Kilauea-eldfjallinu yrđi ekkert smámál, ekkert síđra en nýtt gos á eđa rétt viđ Heimaey.  


mbl.is Telja líkur á sprengigosi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hrakspár um "bandalög" Austur-Evrópuţjóđa rćttust ekki.

Eurovision söngvakeppnin er ćvinlega ágćtt tilefni til umrćđna, bćđi um hana sjálfa og um einstök lög í fortíđ og nútíđ. 

Sum atriđi halda áfram ađ verđa lifandi árum og áratugum saman, svo sem tilvera Nínu, sem í mínum huga er alveg sprellifandi, jafnvel ţótt hún gćti heitiđ Nína Gína. Ćtli mannanafnanefnd myndi viđurkenna síđara nafniđ? Ný spurning hefur vaknađ: Er hún kannski múmía?Nína Gína 2

Á öldinni, sem leiđ, ţótti okkur Íslendingum alveg sjálfsagt mál ađ Norđurlandaţjóđirnar styddu hver ađra í kosningum í Eurovision söngvakeppninni og ţađ er eilíft umrćđuefni. 

Síđan komu margar nýjar ţjóđir inn í keppnina og ţá upphófst tortryggnissöngur um ađ ţjóđirnar í suđaustanverđri álfunni styddu hver ađra og "svindluđu" ţannig, ađ ţađ vćri jafnvel ađ eyđileggja keppnina. 

Ţetta var nćsta broslegt tal miđađ viđ ţađ sem okkur sjálfum hafđi ţátt sjálfsagt mál ţegar viđ áttumm í hlut. 

En í ţetta sinn geta Norđurlandaţjóđirnar, sem eru smáţjóđir, ekki kvartađ. Af tíu lögum, sem komumst áfram í kvöld, voru ţrjú frá Norđurlandaţjóđunum Dönum, Norđmönnum og Svíum. 

Og viđ getum meira ađ segja eignađ okkur pínulítiđ af ţví danska.

Hvort Júróvisionpartíunum fćkki mikiđ tvö síđari kvöldin vegna úrslitanna á ţriđjudagskvöld skal ósagt látiđ. 

Miđađ viđ mikiđ umtal um keppnina í kvöld ćtti ađ vera grundvöllur fyrir stuđi á laugardagskvöldiđ og lagasyrpan "Júróvisionstuđpartí" ţví í fullu gildi. 

Gaman vćri ađ vita, hvernig skođanir skiptast varđandi ţađ hvort hún Nína hans Eyva sé dauđ, lifandi eđa bara gína. 

Hvađ segja textarýnar?


mbl.is „Öllum sama um litla Ísland“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 11. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband