Fallhlífastökkvarinn á líklega metið.

Það er ævinlega hvimleitt og á ekki að geta gerst, að einhver ryðjist upp á sviðið á stóratburðum, öllum til ama og leiðinda eins og gerðist Eurovision-söngvakeppninni í kvöld. 

Ef leitað er að hliðstæðum fyrr á tíð, er líklega bæði óvæntasta og fráleitasta trulunin sú, þegar Evander Holyfield og Riddick Bowe voru að berjast um heimsmeistaratitilinn í þungavigt fyrir aldarfjórðungi á útileikvangi og skyndilega kom á fullri ferð ofan af himnum fallhlífarstökkvari og hefði lent alveg inni í miðjum hnefaleikahringnum, ef hann hefði ekki flækst í vír og hangið ásamt fallhlífinni hálfur inn á leikvanginn. 

Bardaginn stöðvaðist á meðan verið var að koma þessum fáránlega óboðna gesti í burtu ásamt öllu  fallhlífardraslinu, alls í 20 mínútur! 


mbl.is Ruddist inn á sviðið (myndskeið)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Lítil sjávarfallavirkjun"? Forvitnileg hugmynd?

Þegar ég var strákpatti las ég með áfergju bók, sem hét "Undur veraldar." Í henni kenndi ýmissa fróðlegra grasa, svo sem nokkurs konar heimsendaspá vegna sjávarfallavirkjana framtíðarinnar, sem yrðu svo margar og miklar, að þær myndu verða til þess að jörðin færi anúast ögn hægar, en við það myndi tunglið dragast smám saman að henni uns svo hrikalegur árekstur yrði, að allt líf jarðar þurrkaðist út!  

En þetta var aukaatriði í huga mínum sem lesanda, þvi að merkilegra fannst mér að sjávarfallavirkjanir næðu þessum himinhæðum að umfangi. 

Slíkar virkjanir hafa lengi verið í umræðunni, en helstu ágallar þeirra gætu orðið mikil umhverfisáhrif á miklum náttúruverðmætasvæðum og einni það, að hver virkjun yrði afllaus tvisvar á sólarhring á "liggjandanum." 

Þess vegna yrði æskilegt að virkjanirnar yrðu margar og nógu langt á milli þeirra til þess að liggjandinn yrði ekki á sama tíma hjá þeim. 

Til dæmis sitt hvorum megin við Vestfjarðakjálkann, Breiðafjarðarmegin og Húnaflóamegin. 

"Lítil sjávarfallavirkjun" er athyglisvert heiti. Fróðlegt væri að vita meira, til dæmis um umhverfisáhrif og hugsanlegar nýjungar við útfærsluna. 


mbl.is Kynntu vél sem brýtur saman þvott
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband