Sum mistök geta orðið hræðileg á meðan mörg önnur svipuð hverfa.

Hlutverk leikmanna í mörgm flokkaíþróttum eru misjöfn og sum mistök varða ægileg og ódauðleg á meðan önnur svipuð hverfa í djúp gleymskunnar jafnharðan. 

Þannig verða ýmis mistök varnarmanna yfirleitt margfalt afdrifaríkari en sams konar mistök sóknarmanna. 

Mistök Sven Ulreich, markvarðar Bayern Munchen, eru af þeim toga. Í öllum knattíþróttum kemur það fyrir flesta leikmenn, að missa boltann til andstæðinganna, jafnvel oft í hverjum leik. 

En það er bara ekki sama hvar eða hvernig. 

Þegar Messi sýnir gargandi snilld við að einleika með knöttinn upp allan völlinn, komast framhjá mörgum varnarmönnum og skora glæsilegt mark, geta auðveldlega gleymst fjöldi tilrauna hans í sama leik til að gera svipað, sem mistókust. 

Að sama skapi er raun varnarmanns mikil, sem lætur leika á sig eða missir boltann til andstæðinganna. 

Í fjölda afdrifaríkra leikja á HM og EM lifir aðeins eitt atvik: Þegar sá síðasti sem tók vítaspyrnurnar í langri röð vítaspyrna í leikslok, skoraði ekki. 

Við það falla allar fyrri spyrnurnar í keppninni í gleymsku en vesalings síðasti spyrnandinn verður að lifa við ævilanga skömm. 

Markverðirnir verða líka að kyngja ýmsu í slíkri keppni.

Í því tilfelli sem markverðirnir hafa ekki varið eitt einasta skot, en annar þeirra tekur síðan upp á því að verja eitt skot, sem dugar til að tryggja liði hans sigur, falla í gleymsku allar misheppnuðu tilraunirnar hans og hins markvarðarins til að verja fram að þessari síðustu spyrnu og vörslu, en þessi eina í lokin lifir og verður fræg.   


mbl.is Orðlaus eftir mistökin hræðilegu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

75 árin að detta inn.

Í janúar í fyrra voru liðin 75 ár síðan pólska flutningaskipið Wigry fórst. Sá árafjöldi er yfirleitt notaður varðandi svonefnda grafarhelgi yfir flökum skipa eða flugvéla, og er því eitt og hálft ár síðan 75 ár eru liðin frá Goðafossslysinu út af Garðskaga. 

Eftir sjö ár eru 75 ár frá því að flugvélin Glitfaxi fórst út af Flekkuvík á Vatnsleysuströnd. 

Enn er ekki vitað hvað grandaði vélinni og getur þar margt komið til. 

Eitt af því er að hún hafi orðið eldsneytislaus en einnig að um ranga stillingu á hæðarmæli kunni að hafa verið að ræða. 

Slík atriði gætu skýrst betur ef farið væri niður að flakinu. 

Síðan er annað mál hvort rétt sé að hrófla neitt við þessu flaki eða öðrum frá strísárunum, eða skoða þau, burtséð frá 75 ára helginni.  

Sá árafjöldi er hugsanlega of lágur ef miðað er við fyrri tíma þegar fólk var að meðaltali mun skammlífara en nú er. 

Kannski væri réttara að miða við 100 ár. 


mbl.is Munu kafa niður að flaki skipsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólíkt hafa vélhjólamenn hafst að hér eða erlendis.

Eitt sinn var sagt að Osló væri stærsta sveitaþorp í heimi og Kaupmannahöfn róleg og friðsæl. Smám saman virðist þetta hafa verið að breytast. DSC01633

Lengi vel voru svonefnd vélhjólagengi á borð við Vítisengla skrifuð fyrir fjölgun glæpa og innbyrðist átökum slíkra hópa, en síðustu hefur fjölgað fréttum af miklu víðtækari óöld og "holskeflu glæpa" sem nú sé riðin yfir.

Fyrir allmörgum árum stöðvaði íslenska lögreglan hóp Vítisengla á leið hingað, og var það ekki óumdeilt. 

En í ljósi síðari frétta er ljóst að þessi stöðvun þeirra var af illri nauðsyn og hafði nauðsynleg fælandi áhrif.  DSC01635

Það var sem betur fer alveg á skjön við slæma ímynd, sem glæpahyski í nágrannalöndunum hefur varpað á vélhjólafólk, hve góður andi sveif yfir vötnunum í árlegri ökuferð um Reykjavík á vegum Sniglanna á 1. maí. 

Hér er myndasyrpa frá þessum fjöldaakstri. DSC01638 

Hún var farin alveg frá neðri hluta Laugavegar um Lækjartorg alla leið inn á bílastæðin við Bauhaus. 

Þar var flott vélhjólasýning með minnsta kosti 200-300 hjólum af öllum stærðum og gerðum. 

Þess má geta, að litla hjólið á einni myndinni er bara eitt af mörg hundruð gerðum smáhjóla, sem fullorðið fólk getur notað en haft með sér í bílum sínum, mörg hver hræódýr eða þá samanbrjótanlega á ýmsa vegu.

Og bæði bensínknúin og rafknúin. 

Ég neita því ekki að myndavalið ræðst að hluta til af hrifningu minni á hjólum sem veita gott skjól gegn vindi og rigningu, svo sem svonefndum "vespuhjólum" og hjólum á borð við þau hjól af BMW, Kawasaki og Honda gerðum, (þýska blaðið Motorrad er með BMW í hávegum, og Honda Goldwing, það rauða, er viðurkennt lúxus ferðahjól með ótrúlegustu þægindum.)  DSC01643

 DSC01656DSC01661DSC01653DSC01641DSC01637


mbl.is „Við getum ekki stöðvað þá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband