Ný sýn á mataræði og umhverfismál, líka fyrir Íslendinga?

Tveir einstaklingar í nánustu fjölskyldu minni hafa verið eða eru það sem kallað er grænmetisætur. 

Sá eldri var þetta langt fram eftir aldri og einföldustu rök hans voru þau að það væri áttfalt betri nýting fólgin í þvi að nærast á fæðu, unninni úr maís og öðru dýrafóðri heldur en að nærast á dýrum, sem fóðruð væru með þessum jarðargróða. 

Ég leitaði að gagnrökum á þessum tíma og þau helstu voru þau, að á Íslandi væri vegna kalds loftslags ekki um sömu möguleika að ræða til að nýta jarðargróða til beinnar neyslu og í hlýrri löndum. 

Það væri því kannski ekki um annað að ræða en að nýta graslendið hér til að fóðra kvikfénað til slátrunar eða mjólkurframleiðslu. 

Í útskriftarboði Hinriks Arnar Þorfinnssonarar átti ég áhugaverð samtöl við þá bræður, og er sá yngri, Rúrik Andri, grænmetisæta. Hann taldi, að málið væri ekki svo einfalt að þessi íslenska röksemd um grasið ætti við, heldur yrði að skoða málið frá miklu víðara sjónarhorni á alheimsvísu. 

Og núna er ég ekki fyrr kominn heim en að sagt er á mbl.is frá nýrri og stórri úttekt á umfangi lífs á jörðinni, sem fær mann til að staldra við og skoða málið nánar upp á nýtt og í nýju ljósi. 

Það er ekki vanþörf á því, svo augljóslega hefur mannkynið vanrækt það. 


mbl.is Áhrif agnarsmáa mannsins á jörðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæstiréttur Íslands 2011 og 2018.

Í ársbyrjun 2011 úrskurðaði Hæstiréttur að ekki hefði að öllu leyti verið rétt staðið að framkvæmd kosninga til Stjórnlagaþings. 

Í úrskurðinum var hins vegar ekkert nefnt sem benti til þess að þetta hafði haft áhrif á úrslit kosninganna, enda voru þessar nefndu misfellur þannig, að þær vógu hvor aðra upp. 

Önnur var sú að hægt hefði verið að lesa af löngu færi yfir öxl kjósanda flókin talnaruna á kjörseðli hans, en hin misfellan átti að hafa verið sú að fulltrúar frambjóðenda hefðu ekki verið viðstaddir talninguna. 

Víða erlendis eru miklu meiri líkur á því að einhver geti gjóað augum að kjósanda, eins og sést á mynd af Trump og konu hans að kjósa í Bandaríkjunum, þar sem maður stendur fyrir aftan þau hjón. 

Sá úrskurður Hæstaréttar að stjórnlagaþingkosningin væri ógild var alveg á skjön við úrskurð Stjórnlagadómstóls Þýskalands, þar sem fundið var að framkvæmd kosninga en gefinn frestur til úrbóta í tvö ár og kosningarnar látnar standa. 

Ekki er vitað um neitt annað land í okkar heimshluta þar sem úrskurður á borð við úrskurð Hæstaréttar Íslands 2011 hefur verið kveðinn upp. 

Nú virðist Hæstiréttur hins vegar hafa tekið svipaðan pól í hæðina og Stjórnlagadómstóll Þýskalands gerði og úrskurðar að skipan dómara í Landsrétt skuli vera gildur. 

Það leiðir hugann að þeim endemum, sem fólust í úrskurði Hæstaréttar varðandi stjórnlagaþingkosningarnarTrump að kjósa 2011. 


mbl.is Segir rök Vilhjálms ekki sannfærandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytist mikið úr þessu?

Skoðanakannanir eru eitt en raunveruleg úrslit eru annað. Þetta hefur margoft verið sagt og stundum reynst rétt, en stundum ekki. 

Vitað er úr fyrri kosningum, að Píratar koma betur út úr skoðanakönnunum heldur en í kosningum. 

Stór hluti fylgis þeirra felst í fólki, sem hefur tileinkað sér netið öðrum fremur, og skilar sér því betur í gegnum það en með því að hafa fyrir því að fara á kjörstað. 

Það hefur margsinnis gerst í bæjarstjórnarkosningum og síðar borgarstjórnarkosningum í Reykjavík, að ekki hefur þurft meirihluta atkvæða til þess að mynda meirihluta borgarfulltrúa. 

Nú virðast mörg smá framboð eiga það á hættu að koma engum fulltrúa að, og fellur fylgi þessara litlu framboða þá "dautt" niður eins og það fyrirbrigði er stundum orðað að atkvæði dugi ekki til að skila af sér fulltrúa. 

En nú er aðeins einn dagur til kosninganna og niðurstöður skoðanakannana hafa verið nokkuð svipaðar um langa hríð, hvað sem kemur upp úr kössunum aðra nótt. 


mbl.is Sjö flokkar fengju fulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn er búmaður nema hann barmi sér.

Ofangreint máltæki hefur lengi verið í gildi hér á landi. Í því hefur verið vísbending um að þær stærstu á hverju sviði láti verst af afkomu sinni. 

Hvað íslenskt þjóðfélag snertir eru þetta oft þeir sem í skjóli sérstöðu og fákeppni hafa mestu möguleikana til að koma sér í þægilega aðstöðu. 

Eitt dæmið er nýleg athugun á íslensku tryggingarfélögunum. Í henni kom í ljós að arður þeirra skiptir milljörðum á hvert félag og hefur augljóslega skapast í skjóli fákeppni þar sem tryggingargjöld hafa verið miskunnarlaus hækkuð.

Arðurinn eða gróðinn rennur að mestu til hluthafanna, tiltölulega fárra eigenda mestalls auðs, auðlinda og eigna í landinu. 


mbl.is Séríslenskar reglur hækka kostnað neytenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband