Meðmælendasöfnun leynir á lúmskum hindrunum.

Það lítur fyrirfram ekki út fyrir að það sé mikið mál að safna meðmælendum á lista fyrir kosningar. 

En þetta er snúnara en að sýnist við fyrstu sýn, einkum þegar framboðin eru mjög mörg.

Þótt safnarar meðmælenda komi með tilskilinn fjölda í tæka tíð, eru furðu mörg meðmælin ógild, einkum vegna þess að hver kjósandi má aðeins mæla með einu framboði. 

Síðan kemur líka upp rugl með kjördæmamörk, heimilisföng og jafnvel kennitölur. 

Það virðist sérkennilegt við fyrstu sýn þegar framboð, sem fá örfá atkvæði, geta kosningar eftir kosningar safnað nægilega mörgum gildum meðmælendum. 

En þá er þess að gæta, að í meðmælum flest engin skuldbinding eða játning þess að kjósandinn muni kjósa listann. 

Enda væri það á skjön á það skýra ákvæði, að kosningin sjálf í kjörklefanum sé leynileg. 

Nafn á meðmælendalista þýðir eingöngu meðmæli með því að viðkomandi listi og fólkið á honum fái að vera í kjöri. 

Það er líkast til ólíklegt að öll þau 17 framboð, sem tilkynnt hefur verið um, muni standast kröfur um að fá að bjóða fram. 

Jafnvel þótt talan 17 sé heilög tala, eins og andvarpað var við talningu í dramatískri þögn 1978, þegar þáverandi meirihluta vantaði þá atkvæðatölu til að halda velli.  


mbl.is Ellefu framboð skiluðu inn listum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherra á heimavelli.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra er afbragðs maður á alla lund og hefur ómetanlega menntun, reynslu og þekkingu á málaflokki sínum. Umhverfis-stofnun, ársfundur

Það er hressandi að hlýða á hann og aðra hér á ársfundi Umhverfsstofnunar á Grand hóteli þegar þessi orð eru skrifuð hér. 

Í fyrirlestri yfirmanns Umhverfisstofnunar Svíþjóðar má sjá, einmitt núna, að ágóði Íslendinga af ferðafólki sem vill skoða náttúrufar, er orðinn margfalt meiri á hvern íbúa en í Svíþjóð og að náttúra Íslands er margfalt einstæðari og merkari enn náttúra Svíþjóðar. 

 


mbl.is Mengandi stóriðja tilheyri sagnfræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband