"Hinn" möttulstrókurinn. Myndir sem kostuðu áratuga bið.

Það líða oft mörg ár frá því að einhver hugmynd kemur fram um myndefni, þar til loksins tekst að framkvæma hana, svo sem tónlistarmyndbandið "Júróvisionstuðpartí" sem sett var loks á facebook síðu mína í morgun og má sjá þar.

Þetta myndskeið varð upphaflega til sem hugmynd fyrir rúmum 15 árum, þegar upphaf textans var samið. Síðan mallaði hugmyndin allt þar til nú, þegar komin voru fram nógu mörg Júróvisionlög með heppilegu efni til þess að hægt væri að fylla upp í um 3ja mínútna texta, sem biði upp á næga fjölbreytni og rökrétta samfellu og endi. 

Svipað á við um ýmsar ljósmyndir, svo sem af einstæðum íslenskum aðstæðum varðandi samspil elds og íss. Tilefni þeirra geta átt sér ansi djúpar rætur. 

Undir helstu eldfjallasvæðum heims eru svonefndir möttulstrókar, sem stíga neðan frá bráðinni kviku iðra hennar upp á yfirborðið. Kollóttadyngj Herðubr.-Tögl.Snæfell

Sett hefur verið fram það mat sérfræðingar að tveir þessara möttulstróka séu stærstir, báðir undir eyjum, annar undir Íslandi og hinn undir Hawai eyjum. 

Miðja hins íslenska möttulstróks er undir vestanverðum Vatnajökli, enda eru Grímsvötn virkasta eldfjall landsins og Bárðarbunga líklega það áhrifamesta. 

Mismunandi loftslag og stærð Íslands og Hawai valda því, að sem náttúrufyrirbæri ber Ísland höfuð og herða yfir Hawai eyjar. Askja.Herðubreið.Wattsfell

Það kemur einkum fram í því að fjölbreytni íslensku eldstöðvanna er langtum meiri en á nokkru öðru eldfjallasvæði á þurrlendi jarðar. 

Í hinu hlýja loftslagi Hawai eyja er ekki að finna hið stórbrotna samspil elds og íss, sem er hér á landi. 

Hægt er að láta eina ljósmynd nægja með dæmi um það, þá efri.

Þar sjást fjögur af ellefu fyrirbærum, sem finnast á merkustu eldfjallasvæðum heims, dyngja fremst, (Kollóttadyngja), móbergsstapi fjær til vinstri (Herðubreið), móbergshryggur (gígaröð mynduð undir jökli, Herðubreiðartögl) fjær til hægri, og stórt eldfjall í fjarska (Snæfell).

Á neðri myndinni sést óvenjulega greinileg eldfjallaaskja (Askja) fremst, en fjær eru stapi (Herðubreið) og móbergshryggur (gígaröð, Herðubreiðartögl).    

Myndirnar tvær hér á síðunni eiga það sameiginlegt, að bíða varð í nokkra áratugi eftir þeim aðstæðum, sem þurfti til að taka þær á þann hátt að smáatriðin sæust sem best. 

Þar urðu nokkur atriði að ganga upp á sama augnabliki: 

1. Heiðskírt, tært veður í svölu haustlofti.

2. Hæfileg fjarlægð og hæð myndavélarinnar, til þess að aðdráttur yrði heppilegur, um 30 kílómetrar á efri myndinni, en 30 kílómetrar á neðri myndinni. 

3. Heppileg hæð, um 5000 fet (1500 metrar) á efri myndinni, en 6500 fet (1650 metrar) á neðri myndinni). 

4. Hæfilega mikill nýfallinn fyrsti haustsnjór fyrir 2-4 dögum, sem væri hálfbráðnaður, þannig að smáatriðin, farvegir, dældir, hæðir og slíkt sæist vegna hálfbráðnaðs snævar.

Ef þetta skilyrði vantar, verður landið að dökkri klessu á sumrin og hvítri klessu á veturna.  

5. Á efri myndinni var aukaskilyrði að vera til staðar: Að nýfallinn snjórinn næði ekki niður á sléttlendið sjálft við Kollóttadyngju, heldur niður undir rætur hennar, þannig að mótaði vel fyrir útlínum dyngjunnar. 

 

 

Kollóttadyngj Herðubr.-Tögl.Snæfell


mbl.is Hraunkvika spýtist 30 metra upp í loft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tóbakshneyksli okkar tíma.

Þegar saga tóbaksframleiðenda á síðustu öld er skoðuð kemur í ljós svívirðilegt blekkinga- og siðblinduspil þeirra, sem seinkaði nauðsynlegum viðbrögðum við heilsuvá, sem jafnaðist á við hrikalegustu drepsóttir, já, reyndar varð sú stærsta. 

Tóbakssalarnir depluðu ekki auga þegar þeir fullyrtu fyrir framan þingnefndir Bandaríkjaþings að reykingar væri ekki aðeins algerlega skaðlausar, heldur jafnvel heilsusamlegar. 

Engar rannsóknir bentu til annars. 

Í auglýsingum voru einstakar tegundir auglýstar með myndum af helstu hreystitáknum veraldar þar sem látið var í það skína að reykingar væru sérstaklega hollar! 

Nú hefði mátt halda að einhver lærdómur hefði verið dreginn af þessu, ekki síst eftir að frægustu auglýsendurnir og reykingamennirnir fóru að hrynja niður úr lungna- og hálskrabbameini, en það er nú öðru nær. 

Siðblindir og samviskulausir læknar tóku sig upp úr síðustu aldamótum og gerðust að eigin sögn baráttumenn gegn ávandabindandi áhrifum parkódíns og skyldra lyfja og fullyrtu, að þeir væru forystumenn í baráttunni gegn læknadópi og misnotkun slíkra lyfja með þvi að hafa fundið upp alveg ný lyf, sem gerðu svipað gagn en væru algerlega án nokkurra ávanabindansi áhrifa. 

Þessir menn notuðu auð sinn og áhrif til að veifa "rannsóknum" sem sannaði fullyrðingar þeirra, mokuðu nýju ópíóíðalyfunum á markaðinn, bæði i gegnum ávísanir lækna sem og dreifingar eiturlyfjaglæpamanna. 

Þeir komu upp verksmiðju fyrir herlegheitin sem skapar slíkan ofsagróða að hann samsvarar tvöföldri þjóðarframleiðslu Íslands!  

Þessi framleiðsla hefur að sjálfsögðu skapað aðstöðu til að hafa áhrif á þingmenn sem þurfa á styrkjum að halda og hefur slíku verið hleypt alveg lausu með hæstaréttardómi. 

Enda árangurinn sá að tveir þingmenn fluttu lymskulegt frumvarp sem rann í gegn og hefur gersamlega lamað bandaríska lyfjaeftirlitið. 

Allan tímann sem hinir siðblindu læknar, sem tóku einmitt mest ávanabindandi þáttinn í parkódínlyfinu og bjuggu til lyf, sem logið var að væri einmitt ekki ávanabindandi. 

Í ofanálag hafa þeir verið iðnir við að veita styrki og verðlaun í háskólum til að fegra orðspor sitt sem mest. 

Núverandi Bandaríkjaforseti minnist ekki á þetta einu orði, heldur notar starfsemi fíknieflasala og þeirra, sem flytja lyfin ólöglega inn í landið til að troða áfram illsakir sínar við Mexíkóa. 


mbl.is Höfða mál gegn ópíóðaframleiðendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fín lausn fyrir virkjun Gullfoss?

Á sama hátt og "ekki verður hróflað við giljum og árfarvegum" með Hvalárvirkjun, eins og upplýsingarfulltrúi Vesturverks segir, heldur aðeins gerðar afturkræfar stíflur og vatn tekið niður í jarðgöng við þær,  ætti að blasa við að auðvelt verði að virkja sjálfan Gullfoss án þess að hróflað verði við árfarvegi, heldur gerð afturkræf stífla ofar í Hvítá og þurr árfarvegurinn látinn ósnertur þaðan niður á brún Hvítárgljúfurs og ekki hróflað við vatnslausu gljúfrinu. 

Í og við árfarvegina, sem Birna Lárusdóttir upplýsingarfulltrúi talar um að ekki verði hróflað við, eru fossafyrirbæri sem heita Drynjandi og Rjúkandi, sem hún fullyrðir að verði hægt að láta vatn renna um á sama tíma og taka verður vatn af ánum til þess að þrýstast niður í gegnum fallgöng til að búa til 55 megavatta orku. 

Þetta samsvarar því að auðvelt sé að eiga kökuna án þess að hrófla við henni, - en éta hana samt um leið. 

Ég hef komið síðsumars að stórfossinum Rjukan í Noregi, sem var frægasti foss Noregs þar til hann var virkjaður fyrir rúmri öld á mjög svipaðan hátt og virkja á Drynjanda og Rjúkanda. 

Þar "var ekki hróflað við farveginum, aðeins reistar nokkrar afturkræfar stíflur og vatn tekið af ám og því steypt niður í gegnum fallgöng í stöðvarhús neðar í dalnum. 

Ég fór þangað ekki til þess að njóta þessa aflmikla foss, sem helstu valdamönnum Evrópu, svo sem Frakklandskeisara, var boðið að hrífast af vegna afls og hárra druna, heldur fór ég þangað til að taka mynd af því, hvernig farið hafði fyrir fossinumm - vissi að aðeins yrði horft í þurrt og hljótt stæði fossins sem enga hrífur lengur né dregur að. 

Birna segir, að 350 störf skapist á framkvæmdatímanum, sem er 2-3 ár. 

En því er sleppt að um leið og framkvæmdum lýkur, tapast 350 störfin, því að eftir það skapar virkjunin ekkert starf.  

Nú hljóta Sunnlendingar að drífa í því að fá þær Birnu og Evu sveitarstjóra Árneshrepps til þess að Gullfoss verði virkjaður hið snarasta með aðferð, sem mun vekja heimsathygli fyrir þær blekkingar, sem beitt er við að rökstyðja hervirkin á hendur íslenskum fossum og  náttúruverðmætum.  


mbl.is Ekki hróflað við fallegum svæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband