"Þau eru súr", sagði refurinn. Og Messi líka.

Hvorki Lionel Messi né Christiano Ronaldo á EM 2016 eru menn til að taka þeirri útreið sem þeir hafa fengið hjá íslenska landsliðinu af þeirri reisn og sanngirni, sem ætlast verður til af afburða mönnum eins og þeim. 

Þeir sýna jafnvel hroka og yfirlæti eins og Ronaldo gerði. 

Bvorugur þeirra áttar sig á þeirri staðreynd að Íslendingar hafa ýmist unnið sigra á bestu landsliðum heims eða náð jafntefli vegna þess að þeir eru með eitt af fáum landsliðum í svona keppni, sem skorar mörk í hverjum leik. 

Og ekki bara það, heldur sést þegar yfir leikur Íslendinga og Argentínumana í gær er skoðaður, að Íslendingar fengu alveg jafn mörg og góð tækifæri til að skora mörk og Argentínumenn. 

Það hefðu þeir ekki fengið ef þeir hefðu "ekki gert neitt" eins og Messi sagir. 

Messi getur ekki kvartað yfir neinu misjöfnu hvað varðar það, hvernig íslensku leikmennirnir gátu með útsjónarsemi og skipulagi haldið honum niðri án þess að sækja neitt að honum né beita hann minnsta fautaskap. 

Um þetta gildir gamla máltækið þegar refurinn sagði um berin: "Þau eru súr". 

Það gildir einu hve mikinn hluta leiktímans liðsmenn í liði spila boltanum á milli sín án þess að nokkur broddur sé í spilinu. 

Það eru martækifærin og skoruð mörk sem gilda, og í því standa Íslandingar jafnfætis liðum frá þúsund sinnum fjölmennari þjóðum. 

 


mbl.is „Ísland gerði ekki neitt,“ sagði Messi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn betra en Eyjafjallajökull?

Sjaldan hefur þjóðhátíðardagurinn íslenski verið haldinn í jafn miklum ljóma og nú.

Örlitla Ísland er jafnvel meðal fremstu frétta í fjölmiðlum um allan heim vegna þess, að landslið langminnstu þjóðarinnar, sem komið hefur liði sínu í úrslitakeppni HM, bætti sjálfum Lionel Messi í hóp þerra bestu knattspyrnumanna heims, sem hafa lotið í raun í lægra haldi með ladnsliðið ofurstjarna fyrir samtakamætti, skipulagi, elju og eldmóði hugrakkrar og merkrar þjóðar. 

Að sönnu kom Eyjafjallajökull Íslandi og Íslendingum endanlega á kortið hjá þjóðum heims, en það var fyrst og fremst að þakka einstæðri náttúru landsins. 

Nú hefur örþjóðin sjálf fyrir eigin verðleika komist aftur á kortið, og það er auðvitað miklu meira virði fyrir okkur heldur en nokkuð annað.  


mbl.is Hvað skrifuðu erlendir miðlar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband