Allt er til í Rússlandi og Ameríku?

Það hefur stundum verið sagt að lítil takmörk séu fyrir því, hvaða fyrirbrigði í mannlífinu og þjððfélaginu séu að finna í hinu gríðar stóra og litríka samansafni fólks sem býr í Bandaríkjunum. 

Öfgarnar fari oft langt fram úr hugmyndafluginu hjá venjulegu fólki. 

En þetta virðist líka geta átt við langviðáttumesta ríki veraldar.

Rússinn Vasilihj Utkin er greinilega einn af þeim stóryrtu og ofsafengnu fjölmiðlamönnum sem elska að ganga fram af sem flestum til þess að verða í miðpunkti umtals og hávaða. 

Í þeim efnum láta þeir sig engu varða hve langt sú steypa og ofsi getur leitt, sem til þarf. 

Fróðlegt er að sjá, hvernig hann tönnlast aftur og aftur á sama ruglinu um Ameríkuferðir Leifs Eiríkssonar, Þorfinns Karlsefnis og Bjarna Herjólfssonar.

Og virðist þar á ofan ekki hafa hugmynd um ferðir norrænna manna allt til Svartahafs upp eftir fljótum Rússlands og Úkraínu.

Fúkyrðaflaumur af því tagi sem hann stundar er að engu hafandi sem betur fer.  

 

 


mbl.is Íslend­ing­ar komu til að eyðileggja fót­bolt­ann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerir það Bandaríkin "mikilfengleg" að vera viðundur í mannréttindamálum?

Fróðlegt væri að telja þá alþjóðlegu sáttmála upp, sem Bandaríkin virða ekki eða eru ekki aðilar að.

Kemur þá fljótt í ljós að þetta ríki, sem hefur notið þess lengi og fengið þakkir fyrir að hafa verið í brjóstvörn ríkja lýðræðis og mannréttinda, hefur nú ekki aðeins sniðgengið suma helstu alþjóðasáttmála á þessu sviði, heldur hefur nú forseta, sem beinlínis rýfur fyrri samninga landsins og efnir til illinda, óróa og ófriða á alþjóðavettvangi. 

Undantekning um þessar mundir er vináttufaðmlag Trumps við einræðisherra í ríki einhverrar mestu kúgunar og harðræðis meðal þjóða, - að vísu af illri nauðsyn. 


mbl.is Getur valdið óbætanlegu tjóni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvær þjóðir til sjós og lands?

Þjóðhátíðardagurinn og íslenska landsliðið efla samstöðu og samheldni þjóðarinnar og má ekki gera lítið úr því. 

En tekur við mánudagur þar sem grár hversdagsleikinn og klofningur sækja að, því að um margt má segja, að tvær þjóðir búi í landinu, hvað snertir kjör og aðstæður. 

Hluti þjóðarinnar lifir og hrærist í öðru hagkerfi en hinir, sem lifa í krónuhagkerfinu, með allt öðrum vöxtum og lakari kjörum, ekki aðeins í tekjum, heldur einnig í möguleikum á ávöxtun peninganna. 

Hluti af því kom upp á yfirborðið þegar Panamaskjölin urðu lýðum ljós. 

Þeir stóru verða stærri en hinir smáu er hlunnfarnir og þeim haldið niðri á hinn fjölbreytilega hátt skerðingu tekna og lífeyris. 

Þessi tvískipting er bæði til sjós og lands eins og glöggt kemur fram í gjánni á milli stórra og smárra útgerða. 

Hið hlálega og raunar dapurlega er að stórútgerðirnar nýta sér bágindi hinna smáu til þess að halda áfram að raka að sér gróða á þeim forsendum, að séu veiðigjöld ekki lækkuð verulega yfir alla línuna, fari allt í kaldakol hjá smærri útgerðunum og á smærri útgerðarstöðunum. 

Kvótinn var upphaflega sannkallaður gjafakvóti, sem fékkst ókeypis og hefur aldrei verið borgaður eigendunum, þjóðinni, til fulls. 

Tilvist litlu þorpanna og litlu útgerðanna allt í kringum landið er ekki aðeins mál sjávarútvegsins, heldur eru hinar dreifðu sjávarbyggðir dýrmætar fyrir ferðaþjónustuna og ímynd, sjálfsvitund og menningu þjóðarinnar, sem ásamt einstæðri náttúru gefur hundruð milljarða af sér í hinum nýjsprottna höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar.  

 


mbl.is Rekstur smárra útgerða erfiður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband