Endalaus framþróun drónabyltingarinnar?

Mikið lifandi skelfing hefði maður getað sparað sér mikla fyrirhöfn, peninga og tíma ef drónarnir hefðu verið komnir til sögunnar í kringum 1970. 

Áratugum ssman var rembst við að taka loftmyndir úr flugvélum, sem helstu urðu geta boðið upp á sömu möguleika og þyrlur, sem voru svo margfalt dýrari, að þær komu ekki til greina. 

Það var hægt að teygja sig í átt að þyrlueiginleikum með því að fljúa á eins manns 120 kíló opnu fisi, "Skaftinum" en nú hafa drónarnir einfaldlega falda í sér möguleika, sem eiga eftir að ganga að nær öllum öðrum möguleikum dauðum.  

Því að drónabyltingin er líklega rétt að hefjast og á eftir gríðalega framþróun og möguleika á mörgum sviðum 


mbl.is Leystu mannshvarf með hjálp dróna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gervigreindin, bæði stærsta framfaraskrefið og mest ógnin?

Svokölluð gervigreind fer senn að taka við af kjarnorkuvígbúnaði þjóðanna sem mesta ógnin við tilveru mannkynsins, en hefur þó það fram yfir kjarnorkuvopnin, að í gervigreindinn felst líka einhvert mesta framfaraskrefið, öllu heldur gerbylting, sem er í gerjun. 

Nú þegar eru komnir gervigreindarróbotar sem leysa þúsund sinnum flóknari vandamál en mannsandinn getur leyst en stefna í að verða gæddir forrituðum tilfinningum, sem sem vilja og eigingirni, sem gætu orðið mannkyninu dýrkeypt ef ekki er farið að með gát. 


mbl.is IBM þróar vélmenni sem rökræðir við fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumir vildu heimsyfirráð, en Trump er sagður vilja geimyfirráð.

Í myndinni Einræðisherran eftir Charlie Chaplin er frægt atriði þar sem hinn alráði leikur sér að draumsýn sinni um heimsyfirráð að því að sparka og slá upp í loftið léttri, stórri hnattlíkansblöðru. 

Ef ég mann rétt endaði atriðið snögglega þegar blaðran sprakk. Myndin var háðsádeila á Adolf Hitler og forspá Chaplins reyndist rétt. Tilraun Hitlers til að gera Þýskaland mikilfenglegt á ný með beitingu hervalds fór í vaskinn.  

Napóleon var grunaður um að stefna að heimsyfirráðum og sömuleiðis Stálín varðandi heimsyfirráð kommúnismans. 

En þetta eru allt smámunir miðað við það sem hermt er nú að Donald Trump setji fram, að sem hluti af stefnunni "to make America great again" skuli stefnt að því að Bandarríkin verði alráð í geimnum og beiti til þess hervaldi. 

Um það hefur hingað til verið samkomulag að geimurinn sé utan landamæra einstakra ríkja, en nú kann að verða breyting á því.

Alheimurinn allur eins og hann leggur sig, ekkert smáræði það.  

Ágæt byrjun fyrir Trump í æfingum hans við að rifta alþjóðasáttmálum gæti verið að ná Suðurskautslandinu undir Bandaríkin og sjá hvernig það gefst.

Fundur Gorbatsjof og Reagans fór út um þúfur vegna ágreinings um áætlanir um geimvarnakerfi Bandaríkjamanna, en sú áætlun var oft nefnd Stjörnustríðsáætlunin. 

Síðan eru liðin 32 ár og aldrei varð neitt úr þessu stjörnustríðsbrölti og Kalda stríðið endaði með falli Sovétríkjanna. 

 

 


mbl.is Trump vill stofna geimher
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband