Spurningin um J.R., sem sagði svo mikið um Dallas-þættina.

Án persónunnar J.R. og leiks Larry Hagmans sem þessi skúrkur hefðu Dallasþættirnir varla fengið þann skerf af áhorfi og umtali, sem þeir fengu. 

Ég minnist þess að á þessum árum miðuðust flestar áhorfstölur við áhorfi á Dallas, sem náði 75 prósentum, sem væri líklega ómögulegt núna. 

Þó gerðist það einu sinni 1985 að Stiklu-þáttur við Eyjafjörð með Árna Tryggvason á báti sínum í Hrísey komst í sömu tölu. 

J.R. var persóna sem hafði þann stóra kost varðandi athygli og umtal, að allir gátu elskað að hata hann. 

Sumir af vinsælustu íþróttamönnum sögunnar voru með svona eiginleika, eins og til dæmis Michael Schumacher kappakstursmaðru. 

Það er lítið dæmi um ýmislegt fáránlegt í kringum Dallas-þættina, svo sem í kringum spurninguna, sem brann á allra vörum um víða veröld: Hver skaut J.R.?

Hún var einmitt á allra vörum þegar Helga konan mín fór í einnar viku ferð úr landi, en þá voru Dallasþættirnir sýndir þar einni viku á undan sýningunum á Íslandi.

Þegar Helga kom heim var hún ekki alveg viss á þessu atriði, en vildi þó komast að því, svo lítið bæri á. 

Hún spurði því: "Er J.R. ennþá dauður?" og uppskar lítið þakklæti þeirra, sem hún spurði.  

 

 


mbl.is Hvernig myndi Ewing hitta okkur í dag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ókostur mannfæðarinnar.

Ein af ástæðunum fyrir því, hve mikla undrun furðu langvarandi velgengni íslenska landsliðsins í knattspyrnu hefur verið, er sú að að öðru jöfnu eiga þjóðir, sem eru hundrað sinnum eða þúsund sinnum fjölmennari en við meiri möguleika á að finna afburða hæfileikafólk en við. 

Þjóðverjar eru til dæmis 250 sinnum fleiri en við, og hjá slíkum þjóðum getur heill landsliðshópur verið skipaður mönnum, sem allir spila með frægustu liðum heims, sem berjast um toppinn í öflugustu úrvalsdeildunum. 

Í íslensku fótboltalandsliði geta í mesta lagi verið þrír til fjórir slíkir menn, en það þýðir að þeir verða helst allir að vera heilir og í sínu besta formi í hverjum leik. 

Hjá okkar liði vill svo til að þrír burðarásar liðsins hafa allir orðið á glíma við meiðsli á þessu ári, nú síðast Jóhann Berg. 

Langvarandi fjarvera landsliðsfyrirliðans Arons Einars kom honum í koll í hitaleiknum við Nígeríumenn og við Aron er ekki að sakast í því efni. 

Engin þjálfun kemur algerlega í staðinn fyrir leikþjálfun. 

Breiddin inni á vellinum er því ekki aðeins erfitt viðfangsefni fyrir íslenska landsliðið, heldur ekki síður breiddinn á bekknum. 

Langflest liðin á HM núna hafa mun meiri breidd leikmanna en við, til dæmis bæði Króatía og Belgía, svo að dæmi séu nefnd.

Á ferli íslenska liðsins hafa Lars Lagerback og síðar Heimir Hallgrímsson spilað afburða vel úr sínum spilum, og vonandi tekst það í leiknum á morgun. 

 


mbl.is Ókostur fyrir okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hve langt getur hinn nýi siður gengið?

Þegar tóbaksreykingar jukust jafnt og þétt um miðja síðustu öld, einkum hjá konum, var mönnum ekki ljós skaðsemi þeirra. Framleiðendurnir héldu því blákalt fram, til dæmis í yfirheyrslum þingnefndar Bandaríkjaþings, að þær væru algerlega skaðlausar, og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að auka söluna. 

Þeir fengu helstu Hollywoodstjörnurnar til að auglýsa retturnar sem hreystimerki. 

Þegar söm stjörnurnar fóru að hrynja niður úr lungnakrabba, svo sem töffarinn mikli Humphrey Bogart og söngvarinn Nat King Cole, forhertust tóbaksframleiðendur og nýtt sér fjárhagslegt bolmagn sitt til að seinka eða koma í veg fyrir að hið sanna kæmi í ljós. 

Til dæmis kom það afar seint fram hve skaðvænlegar óbeinar reykingar væru. 

Með þessu stuðluðu þeir beinlínis að ótímabærum sjúkdómum og dauðdaga hjá milljónum manna. 

Á okkar tímum eru vísindalegar rannsóknir á heilsufarslegum atriðum mun betri en áður var. 

Þó sýnir ópíuóðalyfjafaraldurinn að fjársterkir framleiðendur heilsuspillandi efna geta komið í veg fyrir það svo skipti áratugum, að skaðsemi slíkra efna komi fram, því að lengi vel voru þessi lyf auglýst með "vísindarannsóknum" sem sýndu að þau væru ekki ávanabindandi, heldur þvert á móti töframeðöl sem minnkuðu notkun fíkniefna. 

Í ljósi þessa er nauðsynlegt að sannreyna það sem best að rafretturnar séu skaðlausar eða að minnsta kosti svo margfalt skaðlausari en sígarettur að það sé talið að sá fórnarkostnaður í fjármunum og fíkn, sem gjalda þarf með samfelldri aukningu á notkun þeirra, langt umfram naúðsynlega notkun þeirra, sem eru að hætta að reykja, sé ekki talin ástæða til afskipta. 

Fróðlegt verður að sjá, hve lengi hin stórvaxandi notkun rafretta getur gengið og hvað það hámark verður sem þá blasir við. 

Þegar fyrr í vor var minnst á þetta mál hér á síðunni spruttu upp menn, sem sökuðum mig um hálfgerðan fasisma og ofstopa gegn rafrettunum með því að dirfast velta vöngum yfir þessu. 

Sér þess þó hvergi stað, að um slíkt sé að ræða, - aðeins almennar umræður um algerlega nýjan sið og fíkn hjá þúsundum fólks. 


mbl.is Taka nú rafrettur með í reikninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plast er ekki ómissandi, - það er stutt síðan það var ekki til.

Uslinn, sem plast er þegar farið að valda í lífríki hafsins og byrjuð að teygja sig upp á land  er skýr vísbending um að aðgerðir til varnar mega ekki bíða. 

Ástæðan liggur í augum uppi og er tvíþætt:

Plastið endist svo lengi, tekur jafnvel aldir að brotna niður. Það plast sem þegar er komið í umferð verður ekki upprætt nema að mjög litlu leyti. 

Hin ástæðan er sú, að það er tiltölulega stutt síðan plastið var fundið upp, og hið mikla tjón sem það hefur samt valdið á þessum stutta tima, er váboði fyrir framtíðina, nema hart verði brugðist við. 

Út því að það var hægt að komast hjá því að nota plast fyrir aðeins tæpri öld, ætti nútíma hugvit og tækni að geta leyst úr þessu viðfangsefni. 

 


mbl.is ESB leggur til bann við plastumbúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband