Athyglisverð áhrif á fossarennsli neðan við nýja virkjun.

Þegar Búrfellsvirkjun var gangsett fyrir um hálfri öld óx raforkuframleiðsla landsins meira en tvöfalt. 

Með virkjuninni var afl tekið að miklu leyti af tveimur stórum fossum, Tröllkonuhlaupi og Þjófafossi. 

Nú hefur verið tekin í notkun viðbótarvirkjun undir Búrfelli, sem minnkar hið skerta vatn í þessum fossum enn meira og verða fossstæði þeirra alveg þurr mestallt árið, og rennsli nokkrar vikur síðsumars aðeins brot af því sem áður var, sannkallaðar sprænur. 

Með Hrauneyjafossvirkjun í Tungnaá sem kom á eftir Búrfellsvirkjun, var þeim fossi fórnað.

Þetta eru athyglisverðar staðreyndir í ljósi þess, að varðandi Hvalárvirkjun hefur því verið haldið blákalt fram að skerðing fossanna þar verði lítil sem engin. 

En þar sýna örnefnin Rjúkandi og Drynjandi vel í hverju gildi þessara fossa hefur verið fólgið og er í raun stórmerkilegt hve margir hafa trúað fullyrðingunum um að hægt sé að virkja fossa landsins á sama tíma og vatn er tekið af þeim til að leiða það niður í túrbínur í gegnum fallgöng.  


mbl.is Búrfell II gangsett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styttri jarðgöng voru nefnd í athugasemd um jólin og þverun fyrir 30 árum.

Í einni af athugasemdunum, sem sendar voru sveitarstjórn Reykhólahrepps varðandi veg um Gufudalssveit um jólin í vetur, var bent á að óþarfi væri að hafa jarðgöng undir Hjallaháls svo löng, að gangamunninn yrði niðri í fjöru í Djúpafirði og kostnaðurinn með þeirri útfærslu yrði þar með mun hærri en nauðsynlegt væriDjúpifjörður, Krossgilin, vítt

Stytta mætti göngin um allt að kílómetra án þess að vegurinn út úr þeim Djúpafjarðarmegin yrði brattari en 7%, en það er sami bratti og er í norðurhluta Hvalfjarðarganga. 

Að vísu yrði vegurinn þá lagður aðeins innar yfir Djúpafjörð, en sú viðbót yrði miklu ódýrari en lengri göng. 

Djúpifjörður, Krossgilin, þröngt

Ég birti bloggpistil um þetta á sínum tíma með útskýringum á þessari athugasemd minni með myndum, sem sýndu svæðið þar sem vegurinn lægi fyrir neðan Krossgilin við austanverðan Djúpafjörð. 

Á myndunum er horft vítt og þröngt austur yfir Djúpafjörð með Hjallaháls í baksýn, og sjást krókarnir og brattinn á núverandi vegi vel, en nýr vegur út úr gangamunna myndi liggja mun neðar og verða með næstum helmingi minni bratta. 

Í tengslum við hugmyndina um að fara með veginn yfir fjörðinn má nefna, að ég greindi frá því í sjónvarpi fyrir um 30 árum að slík hugmynd hefði verið sett fram. 

Neðsta myndin hér er tekin í margumræddum Teigsskógi, en nú er þegar byrjaður söngur um "örfáar kjarrhríslur." 

Takið eftir manninum neðst á myndinni.  

Teigsskógur. Reynitré


mbl.is Leggja til brú yfir fjörðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðalok er ljóð eftir Jónas Hallgrímsson.

Ferðalok eftir Jónas Hallgrímsson er af mörgum talið fegursta ástarljóð, sem ort hefur verið á íslenska tungu. 

Lagið og ljóðið Ég er kominn heim var og er ungverskt lag sem Jón Sigurðsson bankamaður gerði undurfallegt ljóð við og lagið var frá byrjun og í meira en hálfa öld eftir það ævinlega skráð undir heitinu Ég er kominn heim og nefnt því heiti. 

Íslenska útsetningin er í allt öðrum takti og nútímalegri stíl en ungverska gerðin og tókst flytjendunum óhemju vel upp við flutninginn, svo að lagið fór rakleiðis á toppinn þegar það var gefið út. 

Ég minnist þess vel hvernig Óðinn Valdimarsson sló í gegn og lagið féll í góðan jarðveg, þegar haldnir voru sérstakir tónleikar, sem ég tók átt í, í Sjálfstæðishúsinu (síðar Sigtún og NASA) ar sem þetta lag og önnur nýútkomin lög á nýútkomnum hljómplötum voru flutt. 

Lagið lifði, eins og áður sagði, í meira en hálfa öld undir skráðu heiti þess Ég er kominn heim, en Jón Sigurðsson gerði afar góða texta og hefur að mínu mati ekki verið metinn sem skyldi að verðleikum. 

Lagið, sem Hallgrímskirkja spilaði í tilefni af HM og hefur gengið í endurnýjun lífdaga, heitir ekki Ferðalok og óskiljanlegt er að nú um síðir skuli menn taka allt í einu upp á þeirri vitleysu og ruglingi að gefa því allt annað nafn en það, sem höfundurinn lét skrá og gilti eftir það. 

Ferðalok er ljóð eftir Jónas Hallgrímsson á svipaðan hátt og Maístjarnan er ljóð eftir Halldór Laxness. 

 

 

 

 


Bloggfærslur 28. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband