Himnaríki Disneys verður að helvíti.

Walt Disney var áhrifamikill boðberi og frumkvöðull nýrra tíma og nýrrar tækni á ýmsum sviðum. 

Eitt af því sem hreif huga hans var hið nýja "gervi"efni, plast, sem hann taldi að yrði snar þáttur í tæknibyltingu nútímans. 

Svo heillaður var hann af plastinu í öllum þess myndum, að hann lét byggja sérstakt þorp eða borgarhluta, sem var eingöngu úr þessu dýrðarefni. 

Disney taldi, og að líklega með réttu, að ýmis fyrirbrigði gamla tímans, eins og máttur ævintýrisins og sögunnar væru sígild. 

Hann tvinnaði oft saman sköpunarmátt og ímyndunarafl, og þar gátu alveg ný fyrirbrigði eins og plast leikið stórt hlutverk. 

Disney hefði aldrei órað fyrir því að himnaríkisefnið hans, plast, gæti orðið að ógn og jafnvel helvíti á einstökum svæðum á jörðinni og i höfunum. 

Að hvalir og fuglar gætu drepist unnvörpum vegna plastáts og að heilu borgarhlutarnir í stórborgum  þriðja heimsins gætu orðið að helvíti á jörðu vegna plastúrgangs. 

Indland hefur risið úr öskustó að ýmsu leyti á síðustu árum sem iðnaðarveldi. 

En vegna mannmergðar og stærðar hlaðast þar upp tröllaukin vandamál, sem fylgja neyslufíkn og neysluæði nútímans. Suzuki Alto á Neshálsi ofan við Húsavík eystri.

Margt af iðnaðarvarningi, sem fluttur er inn til vesturlanda frá Indlandi er nær okkur en við höldum. 

Þannig var ódýrasti og einfaldasti bíllinn á markaðnum hér til 2013 Suzuki Alto, smiðaður á Indlandi og hefur reynst vel. 

Alto er táknrænn fyrir það að í grunninn er hann svonefndur kei-bíll, það er, stensst ívilnunarkröfur í Japan með því að vera ekki meira en 3,40 m langur og 1,48 m breiður. 

Ætlun Tata verksmiðjanna indversku var að gefa Indverjum kost á ódýrasta bíl í heimi, Tata Nano og útbreiða þannig skaplegan bílisma í landinu í bland við gríðarlega vélhjólaeign. 

En þetta mistókst nær alveg. Vaxandi millistétt landsins var of snobbuð fyrir Nanoinn og gerði hins vegar smávegis breyttan Suzuki Alto að lang mest selda bíl landsins árum saman. 

Á vesturlöndum er bíllinn 12 sm breiðari og 10 sm lengri en japanska útgáfan, og með 999 cc vél í stað 660. 

Á myndinni er þessi indverski bíll á leið upp Nesháls í Húsavík eystri á leið yfir í Loðmundarfjörð í , en fjær sést hinn magnaði hnjúkur Hvítserkur. 

Nú hefur Suzuki Celerio, aðeins stærri bill, en samt álíka léttur og sparneytinn, leyst Alto af hólmi í Evrópu. 

Það er í samræmi við svipaðar samkeppniskröfur og gerðu Alto að metsölubíl á Indlandi en felldu Tata Nano.

Og neyslukröfur stækkandi millistéttar eru bókstaflega að drekkja fátækum íbúum Taimur Nagar í Nýju-Dehli í plasti og rusli.  


mbl.is Helvíti gert úr plasti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn Björnsson ísbjörn keppir við hitabylgju um athygli.

Met hitabylgja í Noregi hefur að vísu ekki skilað sér nema að hluta til norður til Svalbarða, en þó hefur verið hlýrra þar undanfarna daga en að meðaltali á þessum árstíma, allt að sjö stiga hiti, sem er sjö stigum yfir meðaltali. 

Undanfarinn sólarhring hefur hvítabjörn komist þar í fréttirnar með því að brjótast inn í hótel og stela þar matföngum. 

Hefur Björn Björnsson ísbjörn þar með hlotið litlu minni frægð en Bör Börsson hlaut fyrir um 75 árum þegar Helgi Hjörvar eldri las söguna af Bör í útvarpi á þann hátt að þjóðin límdist við tækið. 

Þegar sýslumaður kom á vettvang á þyrlu til að taka í tauman gerði Bjðrn Björnsson honum mikinn greiða með því að skríða út um glugga og hverfa á braut, svo að yfirvaldinu var sparað ómakið.

Um þessa greiðasemi Björns mætti nota vísu, sem gerð var sem þakkarvísa til nafna hans fyrir aldarfjórðungi, svohljóðandi:  Ísbjörn Björnsson

 

Víst ertu snjall og vís, Björn. 

Vin engan betri ég kýs, Björn. 

You solve my case 

and save my face 

so sweetly with grace 

and ease, Björn, 

 


mbl.is Norska hitabylgjan í tölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atgervisflóttinn byrjaði strax upp úr aldamótum.

Tvenns konar atgerfisflótti hefur hrjáð íslenska fjölmiðla á þessari öld. 

Sá fyrri stafaði af uppgangi í efnahagslífinu þegar "græðgisbólu"fyrirtæki og samtök hófu að bjóða fjölmiðlamönnum gull og græna skóga fyrir að fera fjölmiðlafulltrúar og talsmenn sína. 

Frétta- og blaðamenn sáu einnig, að ef þeir sérhæfðu sig sem mest í viðskiptalífinu og efnahagsmálunum yrðu þeir líklegri til að fá feitar stöður hjá valdafólki á þessu sviði. 

Afleiðingin varð þvílík sprengja af viðskiptafréttum, að Íslendingar sem voru í nokkur ár við nám erlendis, þekktu varla fréttir og efni fjölmiðlanna frá því sem áður var, - það var eins og allir fjölmiðlar og öll blöð væru orðin að viðskiptablöðum. 

Síðan kom Hrunið og þá tók við örvænting hjá fréttamiðlunum þar sem mörgum bestu og þar með hæst launuðu mönnunum var sagt upp til að spara, og ráðnir ódýrir starfskraftar í staðinn. 

Minnisstæður er mér einn færasti og reyndasti blaðamaður landsins, sem sannaði fyrir mér ágæti sitt þegar hann tók við mig viðtal án upptökutækis, og skilaði því á þann einstæða hátt, að það þurfti hvergi að gera athugasemd við eða leiðrétta textann. 

Síðan var horft upp á það að ráðnir voru tveir eða jafnvell þrír ódýrir í staðinn, sem samanlagt voru langt frá því að afkasta jafn miklu og jafn vel og sá, sem var látinn taka pokann sinn. 


mbl.is Fréttamiðlar sjaldan mikilvægari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband