Hafís rekur til hægri undan vindi.

Það hefur mátt sjá á gervitunglamyndum það sem af er þessu ári, að afar lítill hafís hefur verið á Grænlandssundi, - raunar aðeins tiltölulega mjó ræma upp við Grænlandsströnd. 

Af því korti af hafís norður af Vestfjörðum, sem nú er birt, er svo að sjá að um sé að ræða ís, sem hafi rifnað frá þessum fyrrnefnda ís vegna þrálátrar suðvestanáttar. 

Það hefur verið viðtekin skoðun að norðanátt beri helst ís til Íslands, en svo er ekki, því að vegna snúnings jarðar hrekur vindur ís um 30-50 gráður til hægri. 

Sama má segja um vindinn sjálfan þegar hann streymir frá hæðarsvæði inn í lægð, að hann beygir til hægri vegna snúninsts jarðar og fyrir bragðið verða til lægðir, sem snúa vindinum andsælis í kringum sig. 

Stífur norðaustanvindur hrekur hafís á Grænlandssundi til hægri og stuðlar að því að hann skili sér fljótt og vel meðfram ströndinni til suðvesturs.  


mbl.is Hafís og ísjakar nálgast landið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varúð gagnvart náttúru og varðveisla Flóttamannaleiðar.

Svæðið í kringum Vífisstaði og milli þeirra og syðstu byggðar Hafnarfjarðar við Kaldárselsveg er merkilegt og dýrmætt að mörgu leyti. 

Við mannvirkjagerð þarf að huga að mörgu og vilji mun vera til þess. 

Um svæðið runnu tvær álmur svonefnds Búrfellshrauns, sem komst til sjávar bæði í Hafnarfirði og úti á Álftanesi, þar sem Gálgahraun / Garðahraun er fremsta álma þess. 

Svæðið er þrungið töfrum hins magnaða hrauns og söguslóðum. 

Um Gálgahraun liggja sjö stígar af reið- og göngustígum með mögnuðum nöfnum eins og Sakamennastígur og Fógetastígur. 

Þrír þessara stíga voru klipptir í sundur með nýjum Álftanesvegi, en frekari áform um vegagerð í þessu hrauni munu vera aflagðar. 

Einn malbikaður bílvegur á svæðinu vestan við Vífilsstaði er sögulegs eðlis, en stór hluti þessa vegar var lagður af breska setuliðinu í upphafi Seinni heimsstyrjaldarinnar. 

Hann var meðal annars lagður af hernaðarlegum ástæðum, til þess að auðvelda flutninga liðs, hergagna og varnings ef til árásar Þjóðverjar kæmi og láta Hafnarfjarðarveg ekki nægja einan. 

Á tíma vegalagningarinnar voru Bretar á flótta alls staðar undan Þjóðverjum og Japönum og gáfu gárungarnir því þessari leið nafnið Flóttamannaleið. 

Væri vegurinn greinlega lagður til þess að auðvelda Bretum flóttann hér á landi eins og annars staðar. 

Hún fékk fljótlega víðari merkingu sem ágæt leið fyrir þá sem vildu forðast lögreglu, til dæmis vegna of mikils áfengismagns í blóði. 

Ég legg það ákveðið til að nafninu Flóttamannaleið verði haldið til haga. 

Það er svo skemmtilegt að eiga svona sagnaslóðir með viðeigandi nöfnum. 


mbl.is Tveggja km reiðvegur verði samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Faglegan borgarstjóra skortir pólitíska ábyrgð.

Ágætis maður, Egill Skúli Ingibergsson, var ráðinn "faglegur" borgarstjóri 1978, enda var þetta í fyrsta skipti sem þrir flokkar mynduðu meirihluta í borginni, og erfitt að finna einhvern borgarfulltrúa meirihlutaflokkanna, sem allir í meirihlutanum gætu sætt sig við. 

Hverju, sem um var að kenna, töpuðu flokkarnnir þrír meirihlutanum í hendur Sjálfstæðismanna, sem höfðu fengið öflugan og hressilegan forystumann, Davíð Oddsson. 

Davíð átti glæsilegan feril allt til 1990 og vann tvo glæsta sigra, í kosninunum 1986 og 1990. 

Frægt var tilsvar hans í sjónvarpsþætti í janúar 1986 þegar hann var spurður, hvort hann myndi skipa 8. sætið, baráttusætið, á lista Sjálfstæðisflokksins:  "Nei, það gefst betur að leiða hjörðina en að reka hana." 

Skýrar línur, borgarstjóraefnið í oddvitasætinu og með hámarks pólitíska ábyrgð. 

Þegar Davíð hætti 1991, varð Markús Örn Antonsson faglegur borgarstjóri en aðeins í tvö og hálft ár. 

Þá kom í ljós að betra væri að borgarfulltrúi með pólitíska ábyrgð leiddi lista Sjalla í kosningum, og tók Árni Sigfússon við starfinu, en enda þótt fylgið færi þá að vaxa, var það of seint. 

Þótt venulega fari yfir 90 prósent af viðfangsefnum borgarstjórnar ekki eftir pólitískum línum, er það ókostur að "faglegur borgarsstjóri" hefur ber ekki pólitíska ábyrgð. 

1994 sameinuðust minnihlutaflokkarnir í borgarstjórn um einn framboðslista með einu borgarstjóraefni, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. 

R-listinn hélt völdum sem heild tvö kjörtímabil með sterkum pólitískum borgarstjóra, en síðan gliðnaði hópurinn, Ingibjörg Sólrún fór í landspólitíkina, og þau Þórólfur Árnason voru skamma hríð við völd, hann "faglegur" en hún ekki í efsta sæti. Ótímabilið frá 2007-2010 ríkti glundroði í borgarstjórn. 

Jón Gnarr 2010 og Dagur B. Eggertsson 2014 voru báðir efstir á sínum framboðslistum og með pólitíska ábyrgð

Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu núna. 

Mörg dæmi eru um það í öðrum sveitarstjórnum að bæjarstjóri eða sveitarstjóri séu ráðnir sérstaklega og að það reynist vel. 

 


mbl.is Útiloka ekki að ráða borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband