Hætta á afleiðingum í nokkur ár.

"Ég var litið barn" orti Steinn Steinarr og ég var lítið barn þegar smiðu tók mig upp, ca fjögurra ára gamlan, á verkstæði, sem ég var staddur á með föður mínum,  setti mig ofan í kistu og lokaði henni. 

Faðir minn var nærstaddur og flýtti sér að opna kistuna, en sagði mér síðar að hann hefði aldrei heyrt mig öskra svona, ekki einu sinni þegar ég datt þetta sumar á höfuðið í Þingvallahrauni og fékk sár á höfuðið svo að saum þurfti nokkur spor. 

Afleiðingarnar af gjörningi smiðsins komu í ljós tveimur til þremur árum síðar þegar ég fékk óskaplegar martraðir á nóttunni, sem lýstu sér í því að ég upplifði í þessum martröðum að veggirnir, loftið og loks rúmið sjálft, eftir að hafði skriðið undir það, voru að leggjast yfir mig og kremja. 

Faðir minn vaknaði í eitt skiptið og huggaði mig og róaði og þá hurfu þessar martraðir. 

Þarna var hann að veita mér áfallahjólp. 

Solon Brimir, sem sagt er frá í tengdri frétt, þarf að annast um mið hliðsjón af því sem kom fyrir hann. 

Þegar ég fékk martraðirnar mundi ég ekkert eftir atvikinu á smíðaverkstæðinu, en það hafði farið niður í undirmeðvitundina. 

Þessi pistill er ritaður með bestu óskum um að vel rætist úr hjá Sóloni og fjölskyldu hans. 

 

 


mbl.is Þetta hefði ekki þurft að gerast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerbreytt Grímsvatnahlaup. Kominn tími á næsta eldgos?

Sú var tíðin að hlaup úr Grímsvötnum niður í Skeiðará voru stærstu hlaupin undan íslenskum jöklum. Grímsvötn 2.6.18

En gosið í Gjálp norðan Grímsvatna 1996 gerbreytti þessu, vegna hins gríðarmikla bræðsluvatns úr gosinu sem fór niður í Grímsvötn og braust þaðan út rúmum þremur vikum síðar með stærsta hamfaraflóði hér á landi síðan í Kötlugosinu 1918.

Og í þetta sinn var hlaupið ógurlegast í Gígju, vestar á sandinum.  

Þetta varð ekki aðeins síðassta stóra Grímsvatnahlaupið heldur svanasöngur Skeiðarár. 

Skeiðarárjökull hefur hopað svo mikið að þessi jökulsá er horfin og hlaup koma því í Gígju í staðinn. Grímsvötn

En stærsta breytingin er sú að hamfarahlaupið 1996 var svo gríðarlega öflugt, að það reif útfallsleiðina í gegnum jökulinn við austurenda Grímsvatna í sundur og víkkaði það svo mjög, að miklu minni fyrirstaða er þar en áður var, og hlaupin því margfalt minni. 

Efri myndin hér að ofan var tekin yfir Grímsvötnum um miðja aðfararnótt 2. júní úr um 2500 metra hæð. 

Landslagið í botni Grimsvatnadældarinnar er einnig gerbreytt frá því eftir gosin 2004 og 2011. 

Jökullinn, sem sigur að dældinni hefur að mestu kaffært gígana. 

Það liðu sex ár milli gosanna 1998 og 2004, og sjö ár á milli 2004 og langstærsta gossins 2011. 

Nú eru liðin sjö ár, svo að það verður senn kominn tími á þessa virkustu eldstöð landsins.  


mbl.is Von á hlaupi úr Grímsvötnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband