Hve langt fleyta heimavellirnir Rússum?

Saga HM í fótbolta geymir dæmi um það að lið gestgjafanna hafi komist langt á því að spila ævinlega á heimavöllum, svo sem silfurlið Svía 1958 og heimsmeistarar Vestur-Þjóðverja 1974. 

Það var í alvöru rætt um það fyrir mótið núna að Rússar verðskulduðu ekk að vera með á mótinu eingöngu út á það að vera gestgjafaþjóðin, vegna þess hve lélegt rússneska landsiðið væri. 

En liðið fékk óskabyrjun í fyrsta leik og er nú komið í átta liða úrslit, þvert á hrakspárnar fyrir mótið. 

Á HM 1958 sigldi lið Svía í svipuðun meðvindi en tapaði úrslitaleiknum illa fyrir Brasilíumönnum. 

Hollendingar voru með besta landslið heims 1974 og virtist stefna í sigur í úrslitaleiknum við Vestur-Þjóðverja eftir frábært gengi fram að því, sem var mun betra en hjá þeim þýsku. 

En þetta snerist við í úrslitaleiknum þar sem Hölsenbein "fiskaði" vítaspyrnu sem ekki hefði verið dæmd ef nútíma myndbandstækni hefði verið notuð. 

Þrátt fyrir svona dæmi virðist vera ólíklegt að Rússar kræki sér í gullið núna.  


mbl.is Rússland hafði betur í vítaspyrnukeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband