Var ég fullur 2006?

Ég hef þjáðst af samfalli í baki lengi, en lagðist í rúmið af þess völdum 1994 og varð að aflýsa því að koma fram á skemmtun. 

Engin lækning fannst við þessu þá og hefur ekki fundist enn, en ástand baksíns er svo misjafnt og ófyrirsjáanlegt, að einstaka sinnum kenni ég mér ekki meins, en er öðrum stundum illa haldinn. 

Bakið hefur heldur skánað ef eitthvað er síðustu árin af því að ég hef lært að fara þannig að við störf mín og ekki síst við legu í rúmi á næturnar, að það fari sem skást með bakið. 

Þegar það hefur komið fyrir að ég hef fengið "kast" hefur vönduð meðferð háskólamenntaðs manns í nálastungum og sjúkraþjálfun bjargað ástandinu fyrir horn. 

Verst var ástandið seinni part árs 2006, og eftir mjög erfitt tímabil síðsumars og allt fram í október, var svo komið austur á Kárahnjúkasvæðinu að ef ég datt, sem tvisvar gerðist, gat ég með engu móti risið hjálparlaust á fætur. 

Nú sér maður mikla sjálfskipaða sérfræðinga halda því fram að bakveiki geti alls ekki lýst sér eins og kom fram hjá Jean-Claude Juncker á leiðtogafundi NATO. 

Hafa allir þessir vitringar sjálfir verið bakveikir?

Vel kann að vera að Juncker hafi verið drukkinn á NATO-fundinum, en það kemur mér á óvart að menn skuli útiloka allt annað en fyllirí. 

Að minnst kosti kannast ég ekki við að hafa verið svona fullur 2006 að ég gæti ekki staðið á fætur. 


mbl.is Bakveikur - ekki fullur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Býr hann í röngu kjördæmi?

Sveinn Sigurjónsson er svo óheppinn að búa í langstærsta or ríkasta sveitarfélagi landsins.

Ef hann byggi við vesturenda Hvalfjarðarganga, álíka langt frá miðju höfuðborgarsvæðisins og hann hann gerir nú, vægi atkvæði hans næstum tvöfalt meira en það gerir nú í 116 Reykjavík. 

Langríkasta sveitarfélag landsins geir það að skilyrði fyrir því að hann þurfi ekki að ganga yfir óbrúað vatnsfall á leið heim tio síns skráða lpgbýlis, að hann greiði sjálfur helming kostnaðar við vegabæturnar. 

Varla er hægt að ímynda sér að slíks yrði krafist í nokkru öðru kjördæmi landsins.

Hingað til virðist það hafa verið talið eðlilegt að úr því að Sveinn hafi sjálfur valið að búa í röngu kjördæmi, skuli hann taka afleiðingunum af því.  


mbl.is Ætlar að kanna málið nánar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband