Af hverju ekki við eins og Danir, Svíar, Norðmenn og Ungverjar?

Þrjár ofangreindra þjóða eru aðildarlönd að ESB og fengu þó í gegn ákveðnar undanþágur og sérreglur varðandi kaup útlendinga á löndum og sumarhúsum. 

Þar að auki hafa Norðmenn í gangi hjá sér kerfi, sem tryggir fasta búsetu og varðveislu norsks menningarlandslags og kemur í veg fyrir að "fjárfestar" kaupi upp heilu dalina og firðina. 

Í upphafi við gerð samnings Íslands við ESB um aðild að EES höfðu margir áhyggjur af því að við stæðum berskjaldaðri heldur margar af hinum smærri þjóðum Evrópu gagnvart því að missa heilu héruðin úr höndum dreifðrar eignaraðilar. 

Þessar áhyggjur reyndust ástæðulitlar til að byrja með, sem betur fór. 

En nú hafa aðstæður gerbreyst. 

Auðræði sækir almennt á í heiminum á kostnað lýðræðis. Þeir ríkustu verða æ ríkari á kostnað annarra. 

Erlend stórfyrirtæki á borð við álver fá meira að segja á silfurfati stefnumarkandi ummæli fjármálaráðherrans við opnun Búrfellsvirkjuar II nýlega um að nú sé nauðsynlegt að hygla áliðnaði sem allra mest, já veita honum alla hugsanlega fyrirgreiðslu. 

Já, 2007 á ekki aðeins að ganga í endurnýjun lífdaga, heldur á að keyra stóriðjustefnuna í hæstu hæðir. 


mbl.is Vill takmarkanir á jarðakaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

23 ferkm hér - 47 km2 þar o. s. frv. Þarf það að vera eins konar leyndarmál?

Lýst er eftir skiljanlegri tölu varðandi umfang kaupa útlendinga á íslenskkum bújörðum. 

"Er ekki hægt að lyfta þessu upp á örlítið hærra plan? Gera fólki þetta skiljanlegt á einfaldan hátt?  Er það ekki hlutverk fjölmiðla?

Hvað segja tölur eins og 4700 hektarar og 2300 hektarar notendum fjölmiðla?  Nákvæmlega ekki neitt flestum þeirra, því miður, en eftir vikna umfjöllum um standslaus kaup "erlendra fjárfesta" á íslenskum bújörðum hefur enginn fjölmiðlamaður enn, svo að ég viti til, haft rænu á að segja fólki í raun hve stórar þessar jarðir eru. 

En dæmið er miklu einfaldara en svo að við svo búið megi standa. 

Það eru 100 hektarar í einum ferkílómetra og því þarf ekki annað en að klippa tvö núll aftan af hinum margnefndu tölum, sem eru flestum óskiljanlegar, því miður. 

Svo er slappri stærðfræðikennslu í íslensku menntakerfi fyrir að þakka eð aöllu heldur að kenna. 

Bújörð, sem er sjó kílómetrar á hvern veg er 7 x 7 eða 49 ferkílómetrar. 

Öll byggðin vestan við Elliðaár á nesinu milli Skerjafjarðar og Kollafjarðar, sem heitir upprunalega Seltjarnarnes, þar sem helmingur íbúa Reykjavíkur býr, er á að giska 17 ferkílómetrar. 

Umrædd jörð í Fljótum í Skagafirði er um þriðjungi stærri, og er bara ein af þeim sem eru að komast eða er þegar komin í erlenda eign. 

Það er sem sé verið að ræða um það með þessum landakaupum og fleirum að heil sveit verði í eigu útlendinga.  

Með tölunni 2300 hektarar er bara verið að gera málið óskiljanlegra fyrir flest fólk, því miður. 

Á hið raunverulega umfang að verða eitthvert leyndarmál?


mbl.is Skoða kaup á stórri bújörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hekla er "komin fram yfir." Ekki má gleyma henni.

Þótt á þessu ári verði öld síðan Katla gaus síðast, og að síðasta stórgos í eldstöðinni hafi dregist lengur en sem svarar meðaltalinu á síðustu öldum, er ómögulegt að segja hvort alvöru Kötlugos sé í vændum. Hekla, Bárðarbunga 1.6.18 (2)

1955 og aftur fyrir nokkrum árum komu hlaup í Múlakvísl, sem hugsanlega hefðu getað stafað af því að einhver kvika hafi komið upp undir jökulhettunni án þess að komast lengra, en hafi samt létt eitthvað á henni, blessaðri.  

Nú eru liðin átján ár frá síðasta Heklugosi, sem er tvöfalt lengri tími en var á milli gosanna 1980-81, 1991 og 2000. 

Fjallið hefur þegar þanist út mera en sem svarar útþenslunni fyrir síðasta gos, og þegar útlendingar spyrja mig, hvaða eldfjall mér finnist líklegast til að gjósa næst, nefni ég Heklu fyrst, þótt það sé líka að koma tími á Grímsvötn-Bárðarbungu öxulinn. 

Loftmyndoin hér var tekin 1. júní sl. Þar sést með því að nota aðdrátt á linsunni Bárðarbunga í hátt í 100 km fjarlægð. 


mbl.is Skýr merki um ókyrrð í Öræfajökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband