Á svipaðri leið og Suður-Afríka?

Á síðustu öld átti sér stað ákveðin þróun í Suður-Afríku sem fólst í síminnkandi réttindum blökkumanna og auknum sérréttindum hvítra.

Slíkt hlýtur ævinlega að vera áhyggjuefni, jafnvel þótt mikill munur sé á Ísrael dagsin í dag og Suður-Afríku fyrri hluta síðustu aldar. 

Svona hægt og bítandi þróun er varasöm, vegna þess að dropinn holar steininn og eftir því sem lengra er gengið í misréttisátt, eykst hættan á æ hraðari breytingum í slæma átt.  


mbl.is Lög um „þjóðríki gyðinga“ samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Enginn er með meðfætt hatur; fólk lærir að hata, en kærleikurinn er eðlislægari."

Einhvern veginn svona voru ummæli Nelsons Mandela sett fram í lok góðarar myndar um þann einstaka mann í sjónvarpinu í kvöld, sem byggð er á ævisögu hans um leiðina til frelsisins. 

En einmitt núna er ein öld frá fæðingu hans. 

Hin "Suður-Afríska lausn" Mandela er eitt magnaðasta stjórnmálaafrek sögunnar. 

Hann byggði hana á afar einföldum rökum, að eina leiðin út úr ástandi kúgunar, manndrápa, árása og hefndaraðgerða, væri byrja alveg nýja vegferð þar sem fyrirgefning og endurlausn í kjölfar starfs sérstakrar "sannleiksnefndarf" yrðu aðalatriðin en ekki hefnd og refsingar. 

Þessi leið, hrein byrjun með hreinsað borð, væri eina lausnin. 

Kannski hafa orð, boðskapur og árangur Mandela sjáldan átt jafn mikið erindi við jarðarbúa og núna á tímum hatursorðræðu, manndrápa og hefndaraðgerða. 


mbl.is Árás á fjölmennan markað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband