Tvískinnungurinn í náttúruverndarmálum.

Tvö náttúruverndarmál, sem koma upp á sama tíma, varpa ljósi á ákveðinn tvískinnung í þeim málum hjá okkur. 

Annars vegar heilög vandlæting Íslendinga gagnvart erlendum ferðamönnum, sem fóru inn á hálendisleið, sem í ljós kom að ekki hafði verið lokað opinberlega af vegagerðinni, en útlendingarnir brutu sannanlega reglur með þvi að aka utan leiðarinnar þar sem skafl lokaði henni.Auglýsing LV (2)

Fyrir þetta þóttu þessir erlendu gestir liggja sérlega vel við höggi og sóttu sérstöku aðkasti.

Hins vegar var það fréttin um að veiða stórhveli, sem var ekki aðeins stórhveli, heldur að hálfu leyti hvalur, sem er er skilgreindur í útrýmingarhættu. 

Þar hefur athæfið haft slæmar afleiðingar á umræðu um Ísland sem náttúruverndarþjóð sem gumar af ást sinni á náttúruvernd. Auglýsing Landsvirkjun

Svo langt gengur auglýsingin á innilegri ást Íslendingar á ósnortinni náttúru, að enginn erlendur gestur kemst inn í landið um Leifsstöð né aftur til baka úr landi, nema að ganga fram hjá risavaxinni montauglýsingu um það að öll orka sem Íslendingar framleiða sé endurnýnanleg og hrein. 

Hið rétta er að í mesta lagi er hægt að segja að 75 prósent orkuöflunarinnar standist þessa kröfu og rányrkja Íslendinga í gegnum gufaflsvirkjanir á háhitasvæðum nemur í raun stærri hlutdeild en samsvari notkun Íslendinga til eigin fyrirtækja og heimila.   

 


mbl.is Afbóka ferðir vegna blendingshvalsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dettifoss nr 3 og Gullfoss nr 8. Eldvirki hluti Íslands dýrmætari en Yellowstone.

Í nýlegum lista yfir stórkostlegustu fossa heims er Dettifoss nr.3 og Gullfoss nr. nr. 8. 

Á vandaðri bók sambands félaga 100 wondersbíleigenda í Bandaríkjunum yfir 100 stórkostleg undur jarðar, bæði náttúruundur og mannvirki er hinn elvirki hluti Íslands meðal 40 náttúruundra. 

Aðeins 7 náttúruundur eru í Evrópu og aðeins tvö á Norðurlöndum. 

Yellowstone, sem bandarískur sérfræðingur um gufuaflsvirkjanir taldi að Bandaríkjamenn myndu aldrei snerta til jarðvarmanýtingar af því að þessi elsti þjóðgarður heims væri "heilög vé," kemst ekki á blað í þessari bók.100 wonders, Europe 

Það sýnir ólík viðhorf Íslendinga og Bandaríkjamanna að Yellowstone ásamt 100 þúsund ferkílómetra svæði í kringum þjóðgarðinn skuli vera alfriðuð varðandi jarðvarmavirkjanir og hvers kyns borandir á sama tíma og að hið gagnstæða skuli vera uppi á borðinu hér á landi og stefnt að því að fara hamförum um Reykjanesskagann í rányrkju á gufuafli. 100 wonders Volcanic Iceland

Upphafið á kaflanum um hinn eldvirka hluta Íslands er: "Iceland is a land like no other." 

Ekkert annað hinna 100 undra fær viðlíka umsögn. 


mbl.is Hringvegurinn í sjötta sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband