Allt tekið, leifar eða ekki neitt eftir. Rauðhólastefnan enn í gildi.

Í bókinni "Kárahnjúkar- með og á móti" er einn kafli sem ber heitið "Rauðhólastefnan." 

Hún er ótrúlega algild enn um víða veröld, 60-70 árum eftir að Rauðhólarnir voru teknir svo gersamlega, að aðeins örfá smælki eru eftir. 

Rauðhólastefnan felst í því, að hvar sem því verði við komið, skuli ráðast á helstu náttúruundur og náttúruauðlindir jarðar af hámarks græðgi og skammsýni. 

Afsökunin fyrir 60 til 80 árum varðandi Rauðhólana var fátækt þjóðarinnar og að hvergi var að finna neitt jafn hagkvæmt og Rauðhólana. 

Sú megin afsökun er ekki lengur fyrir hendi, - við erum einhver ríkasta og neyslufrekasta þjóð heims. 

Faðir minn var vörubílstjóri frá 1940 að undanskildum árunum 1948-1954 og það þýðir ekkert að segja við mig að vondir Bretar hafi staðið að því nánast einir að gereyða Rauðhólunum. 

Það voru Íslendingar sem byrjuðu á því og héldu því miskunnarlaust áfram frá því að Reykjavíkurflugvöllur var kláraður 1941-42 og kláruðu hólana á næstu 20 árum. 

Rauðhólastefnan náði hámarki með Kárahnjúkavirkjun þar sem Rauðhólarnir eru algert smotterí í samanburðinum, - og það er hart sótt í að viðhalda henni um allt land. 

 


mbl.is Skammsýnin réði í Rauðhólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðanna hljóðan og aðstæður.

Orðanna hljóðan er oft ekki einhlítt viðvið og geta aðstæður verið afar misjafnar. Hér skal ekkert fullyrt um deiluna um orðanotkun Donalds Trumps en rifjað upp, að ákveðin ummæli Nikita Krústjoff um Bandaríkin og Sovétríkin voru þýdd ónákvæmt og orðin notuð óspart gegn Krústjoff árum saman. 

Krútstjoff sagði um risaveldin í orðæðu, sem snerist um samkeppni þjóðanna á efnahagssviðinu, samkvæmt þýðingu túlksins: "We´ll bury you!" 

Töldu menn þetta vera beina ógnun og hótun um að Sovétmenn eyddu Bandaríkjunum í kjarnorkustríði.  

Alllöngu eftir að rykið fór að setjast eftir þetta atvik, var upplýst, að Krústjoff hefði notað óeiginlegt rússneskt máltæki sem svipar til orðalags sem við Íslendingar úr okkar máli þegar við ræðum um keppni: 

"Við eigum eftir að steikja ykkur," - "við eigum eftir að salta ykkur", "við eigum eftir að taka ykkur í bakaríð."

Johnson Bandaríkjaforseti var þekktur fyrir að geta verið einstaklega orðljótur, en ekkert af því rataði á áberandi hátt í fjölmiðla. 


mbl.is Segir að Trump sé rasisti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. ágúst 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband