"Mikill erill" án ölvunar á "Act alone", ("Leikur einn").

Eftir að hafa farið Vestfjarðahringinn í fyrra á litlu Honda vespuvélhjóli, var tilvaldið að fara hann aftur núna, en í þetta skiptið á bíl konunnar og samferða henni og hafa meðferðis sama hljómflutningsbúnað og á hjólinu í fyrra.

Farkosturinn er þó að því leyti í stíl við vélhjólsferðalagið í fyrra að þegar konan fékk sér hann, var það ódýrasti og einfaldasti sparibaukurinn á íslenska markaðnum. 

Þessi þriggja daga ferð hjá okkkur er búin að vera einstaklega yndisleg, besta veður sumarsins og í gærkvöldi einstök upplifun fyrir mig að taka þátt í átaki eins manns, sem breytir árlega þorpi í standandi þriggja daga listahátið þar sem allar, bókstaflega allar listir fá rými. 

Í gamla daga var Suðureyri í harðri samkeppni hjá Sumargleðinni við Fáskrúðsfjörð og Skúlagarð um þá viðkomustaði sumarsins, þar sem best stemning og best aðsókn væri. 

Í gærkvöldi var hægt að endurlifa þessa stemningu fyrir húsi fullu út úr dyrum, þótt í þetta skipti mætti vegna fyrirkomulags "Leikur einn" (Acta alone) aðeins einn Sumargleðimaður vera á sviðinu og deila gleði með samkomugestum í álíka langan tíma og gert var á skemmtunum Sumargleðinnar. 

Ég er því nú á leið suður með hrærðu hjarta og þakklæti fyrir að fá að njóta samveru með þessu góða og glaða fólki eftir 33ja ára hlé. 

En ekki síður er aðdáunarvert hvernig einn maður, Elfar Logi Hannesson, hefur komið svona þriggja daga hátíð á koppinn 15 sumur í röð.  


mbl.is Erill og ölvun allmikil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumir "hafa löglegan aðgang að" öllu lífi á jörð.

"Að hafa löglegan aðgang að" er lykilorðið í fréttinni af manninum, sem "stal" flugvél á flugvellinum í Seattle í Bandaríkjunum, flaug henni eins og óður maður og brotlenti henni síðan og endað þar með líf sitt. 

Meðan hlutir eru til, hafa alltaf einhverjir löglegan aðgang að þeim. 

1983 hafði Stanislav Petrov, starfsmaður í rússneskri varnaröryggis- og eftirlitsstöð "löglegan aðgang að" kerfi, sem gat komið að af stað endanlegri eyðingu mannkynsins í allsherjar kjarnorkustríði. 

Hann gat að vísu ekki komið stríðinu algerlega einn síns liðs af stað, en hann gat stuðlað mjög ákveðið að því með því að láta þá eða þann, sem "hafði löglegan aðgang að" kjarnorkuherafla annars af tveimur langstærstu kjarnorkuveldum heims vita af því, að samkvæmt töluskjáum í varnarstöð hans, höfðu Bandaríkin hafið kjarnorkustríð með því að senda fjðlda eldflauga á loft sem stefndu hratt í átt að Sovétríkjunum. 

Petrov ákvað að veðja á það að um bilun í kerfinu væri að ræða og láta sem ekkert væri, því að hann vissi, að vegna þess að viðbragðstíminn fyrir gagnárás var talinn í mínútum og að af stað gæti farið viðbragð, sem hleypfi oviðráðanlegri atburðarás af stað, var hættan á kjarnorkustríði yfirgnæfandi. 

Í ljós kom að mat hans var rétt, en hann var rekinn fyrir að sinna ekki þeirri skyldu sinni að aðvara yfirmenn sína tafarlaust. 

Svona atvik geta ekki gerst nema að viðkomandi búnaður sé til. 

Í ljósi þess að Fyrri heimsstyrjöldin hófst enda þótt viðbragðstíminn við aðgerðum mótaðilans væri talinn í dögum, má nærri geta hvað getur komið upp, ef hann er talinn í mínútum. 

Í deilum um vopn almennt, er því haldið fram af vopnaframleiðendum og þeim "sem hafa löglegan aðgang að vopnum" að tilvist vopnanna og fjöldi þeirra og mannanna sem hafa "löglegan aðgang að þeim" skipti engu máli um tíðni manndrápa af þeirra völdum. 

Þvert á móti eigi að stuðla að því að sem allra flestir eignist sem allra flest og mikilvirkust vopn. 

Þetta viðhorf nær allt upp í toppinn, því Trump hefur sagt, að það varði þjóðaröryggi Bandaríkjanna að þau eigi það miklu meira að kjarnorkuvopnum en Rússar, að þau nægi til dæmis til þess að drepa alla Rússa sex sinnum á samam tíma sem Rússari eigi aðeins vopn til að drepa alla Bandaríkjamenn fimm sinnum. 

Atvikið í Las Vegas þar sem einn maður í hótelherbergi drap marga tugi og særði hundruð fólks með skotárás bendir til þess, að það sé eitthvað bogið við kenninguna um að öryggi fólks aukist með sem mestum, almennustum og svakalegustum vopnaburði.

Í fréttinni frá Seatlle er að vísu greinilega ofsagt að maðurinn hafi ekki brotið neinar reglur, ef þær eru svipaðar þar og hér á landi. 

Hann braut að minnsta kosti flugreglur með flugi sínu, en gæti hins vegar hafa gert flest löglega fram að því, ef hann hafði tilskilin réttinndi til að fljúga flugvél af þessari gerð. 

Þó hafa öll flugfyrirtæki reglur af því tagi, að inn á við hlýtur hann að hafa brotið margar þeirra með athæfi sínu. 

Eftir stendur, að hann gerði það á þann hátt, að enginn gat komið í veg fyrir það. 


mbl.is Braut engar reglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. ágúst 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband