Nýja Bjallan var Golf í dulargervi.

Volkswagen-Bjallan var 20. aldar bíll. Hún var framleidd frá 1945-20003Framleiðslu hennar var hætt í Þýskalandi 1978 og síðustu eintökin runnu af færiböndum í Mexíkó um í júlí 2003.

Engin bílgerð hefur verið framleidd í nálægt því eins mörgum eintökum,  og í öllum tölum um hana eru "nýju" Bjöllurnar frá 1998 til okkar daga ekki taldar með. Af augljósum ástæðum, ef litið er á helstu átta einkenni alvöru Bjöllu, Type 1.  

Bjallan var þetta:  

1. Vél afturí. 

2. Drifásin var langsum. 

3. Drif á afturhjólum. 

4. Loftkæld. 

5. Boxervél með liggjandi strokka.

6. Eingöngu tvennar dyr. 

7. Léttur bíll, 720 - 820 kíló á ferlinum. 

8. Þannig i laginu að hún minnti skordýrið bjölluna. 

 

Nýja bjallan 1998 var og hefur verið þetta: 

1. EKKI með vél að aftan heldur að framan. 

2. EKKI með drifásina langsum, heldur eru vél og drifrás þversum. 

3. EKKI með drif á afturhjólum, heldur á framhjólum.

4. EKKI loftkæld vél heldur vatnskæld. 

5. EKKi boxervél með liggjandi strokka heldur línuvél með lóðrétta strokka.

6. EKKI eingöngu með tvennar dyr, heldur fernar dyr á seinni gerðinni. 

7. EKKI lengur jafn léttur og gamla bjallan, heldur næstum hálfu tonni þyngri. 

8. Þannig í laginu, að hægt var að sjá svip með bjöllu. 

 

Nýja Bjallan var þannig EKKI með 7 af 8 nefndum atriðum í samanburði við upprunalegu Bjölluna.  

Nýja Bjallan var og hefur verið í raun Volkswagen ´Golf í dulargervi, og með bjöllulaginu urðu flestar stærðir varðandi rými í bílnum lakari en á Golf. 

Nýja Bjallan hlaut því verðugan dauðdaga. Hún var aldrei ekta heldur ósönn, því miður. 

Þegar ferill Porsche 411 er borinn saman við feril Bjöllunar er munurinn himinhrópandi og sýnir, að það hefði verið hægt að halda Bjöllunni lifandi ef trúfesti Porsche hefði verið höfð í hávegum. 

Á Porsche 411 eru fjögur af átta atriðum óbreytt og það eru allt aðalatriði og nógu mikilvæg til þess að Porsche 411 lifir á sama tíma og svokölluð Volkswagen Bjalla deyr. 

Eini bíllinn á markaðnum, þar sem reynt er að viðhalda sérstöðunni, sem Bjallan gamla hafði alltaf, er Renault Twingo / Smart Forfour:  

Vél afturí, drif á afturhjólum, liggjandi strokkar. 


mbl.is Hætta framleiðslu á Bjöllunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný tækifæri, nýjar lausnir. Raf-jöklajeppi?

Að sjálfsögðu verður hægt að skipta út orkugjöfum á jeppum og jöklajeppum eins og öðrum bílum. Rafjeppi

Rafknúinn jeppi býður upp á ýmsa kosti fram yfir eldsneytisknúna jeppa. Til dæmis er hægt að vera með tvo rafhreyfla, annan að framan og hinn að aftan, eða jafnvel einn rafhreyfil á hverju hjóli. Það yrði 4x4 í lagi! 

Og vel varðir rafhreyflar eru margfalt einfaldari og áreiðanlegri en eldsneytisvélar.  

Nú þegar er á markaðnum Mitsubishi Outlander PHEF rafdrifinn á annarri drifrásinni en eldsneytisdrifinn á hinni, en vegna skorts á veghæð, er vafasamt að flokka hann sem alvöru jeppa, því að rafgeymar eru neðst í bílnum og dæmi eru um milljóna tjón hjá mönnum, sem drógu kvið að ráku svona bíla niður. Suzuki Fox 410 mars18

Þetta er hins vegar aðeins ögrandi en leysanlegt viðfangsefni. 

Aðal gallinn við rafknúna jöklajeppa eða jeppa, sem þurfa að fara langar vegalengdir, er sá hve margfalt þyngri orkugjafinn er á rafbílum, allt að 8-10 sinnum þyngri eftir aðstæðum. 

Að þessu leyti gætu vetnisknúnir jeppar orðið hagkvæmari. 

En það eru spennandi tímar framundan. 

Rafjeppinn hans Sveinbjarnar myndi raunar lítið komast á grófum malarvegum á svona örþunnum dekkjum. Hann yrði að vera á almennilegum túttum.Tazzari RAF framan 

En hugmyndin að jeppanum að öðru leyti er stórskemmtileg. 

Klukkan tvö á morgun er ætlunin að Benedikt Eyjólfsson í Bílabúð Benna flytji frásögn og fyrirlestur um einu ferðina, sem jöklajeppi hefur farið upp á Hvannadalshnjúk, vorið 1991. 

Hann hefur beðið mig um að taka þátt í þessu með sér og er mér það ljúft að rifja upp þennan einstæða leiðangur. 

Ég er að velta fyrir mér hvort ég eigi að mæta á minnsta jöklajeppa landsins, Suzuki Fox 410, 88 árgerð, sem þar að auki er eini óbreytti jöklajeppinn hér á landi, - eða á Tazzari Zero, minnsta rafbíl landsins. Suzuki Fox GTI v. Kverkfjöll

Kannski á báðum. Vegna þess hve Foxinn er léttur, býður hann kannski upp á það að honum verði breytt í rafjeppa.

Eg myndi giska á að 80 hestafla rafvél væri nóg, bíllinn yrði um 1200 kíló og með 25 kílóvattstunda rafhlöður, sem gæfu allt að 200 kílómetra hámarksdrægni.

En lykillinn að því að láta hann nálgast eldsneytisknúna jeppa í drægni myndi sennilega liggja í því að hann drægi á eftir sér léttan vagn með öðrum ca 40 kwst rafhlöðum, - og, - hlægið ekki, -  litlum rafhreyfli, ca 15 hestafla, sem létti róðurinn fyrir kerruna, sem yrði ca 500 kíló að þyngd. 

Aflkerfi kerrunnar yrði afar einfalt vegna þess hve rafhreyfill og drifrás hans eru hlægilega einföld smíð. 

Með tölvustýrðu stýri- og aflkerfi yrði átakið á öll sex hjólin stillt til þess að vinna mjúklega saman. 

Til samans myndi þetta bíleyki samsvara sex hjóla jeppa.  


mbl.is Með rafmagnsjeppann tilbúinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband